Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 91

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 91
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ 91 Islenzkar bókmenntir á 19. og 20. öld. I. Það er sjálfsagt ekki ofmælt, að bókmenntir okkar íslendinga hafi bjargað þjóðerni okkar frá glötun, því að hið mikla gildi fornbólmiennta okkar fyrir menningu germanskra þjóða, hefir knúið þær til að skipa okkur sess við hlið hinna mestu menningarþjóða heimsins. Sá hinn mikli ljómi, sem stafar af fjársjóði þeim, er forfeður okk- ar á 12. og 13. öldinni skópu, hefir jafnvel stundum viílt mönnum sýn, svo að þeir hafa ekki komið auga á þá staðreynd, að bókmenntastarfsemi hefir alltaf haldið áfram á Islandi síð- an hún hófst í fyrstu, í kring- um 1100. Á mestu eymdúrtím- um, sem yfir þjóðina hafa geng- ið, hafa alltaf verið uppi menn, sem unnið hafa þrotlaust að aukningu og endurnýjun hins dýrmæta arfs íslenzku þjóðar- innar, en án þeirrar starfsemi er óhugsandi að þjóðerni okkar hefði haldizt við til þessa dags. Þessi arfur er þess eðlis, að það er ekki hægt að sóa honum nema með því að glata sjálfum sér um leið.' Þegar þjóðin neyt- ir hans í ríkum mæli — eys af fjársjóðnum -— vex hann, en um leið vex þjóðinni ásmegin. Er náttúra hans þvi gagnstæð eðli veraldlegra fjársjóða, sem þverra við neyzlu þeirra. Á 18. öld var efnahagur þjóð- arinnar orðinn svo bágborinn, að engin skilyrði virtust vera til þess að lifa hér menningar- lífi. En á öndverðri þeirri öld lifði og starfaði einn hinna mik- ilhæfustu manna, cr upp hefir kornið með þjóðinni — Árni Mágnússon. Hann bjargaði dýr- mælustu menningarverðmætum ]>jóðarinnar með því að flytja þau út lir landinu, enda var Kaupmannahöfn þá miðstöð ís- lenzkrar menningar. Eiida þótt íslenzk liámenning lifði á þeim tímum í einskonar Babylons-útlegð í borginni við Eyrarsund, liélt lnin þó áfram að þróast, og heima á Fróni unnu örsnauðir préstar og bændur að skáldskap og fræði- mennsku. Sá gróður var að vísu kyrkingslegur, og ýmsir góðir Islendingar voru vondaufir um framtiðina. En ó þessn hörm- ungatímabili sprettw þó upp ★ Eftir Skúla Þórðarson. ★ vísirinn til hins mikla gróðurs í íslenzkum bókmenntum, sem óx upp á 19. og 20. öld. II. I kring um aldamótin 1800 er talið að nýtt tímabil hefjist í íslenzkum bókmenntum. Hinn mikli snillingur Bjarni Thorar- ensen kemur fram á sjónarsvið- ið og hefur upp merki róman- tísku stefnunnar, en er þó meir undir áhrifum íslenzkra forn- bókmennta en hinna erlendu rómahtísku skálda, og markar því ekld skörp tímamót f bók- menntasögu okkar. Jafnframt starfar Magnús Stephensen að vakningu þjóðarinnar í anda upplýsingastefnunnar, en hvað formið og allt málfar snertir er honum mjög ábótavant. Á fyrri hluta 19. aldar koma fram menn, sem hefja hina ís- lenzku tungu til vegs og virð- ingar. Brautryðjandinn á þvi sviði er Sveinbjörn Egilsson, og eru þýðingar hans á kvæðum Hómers á meðal hins fegursta, sem ritað hefir verið á íslenzka tungu. Hann var mesti norrænu- fræðingur síns tíma, og fyrir- mynd hans eru íslenzkar og grískar fornbókmenntir. Með júlí-byltingunni 1830 hefst frelsisbarátta Islendinga. Baldvin Einarsson setur fram kröfuna um endurreisn Alþingis og fer að gefa út ársritið Ár- mann á alþingi. Tilgangur þess var að vekja áhuga Islendinga á stjórnmálúm og öðrum vel- ferðarmálum þjóðarinnar. Bald- vin dó árið 1833 og tímarit hans með honum. Árið 1835 hófu fjórir ungir Islendingar í Kaupmannahöfn útgáfu tímaritsins Fjölnis. Eitt af helztu atriðunum i stefnu- skrá þeirra var að vinna að þróun tungunnar og bókmennt- anna. Skilyrði þeirra til þess voru svo góð sem hugsanlegt var að því leyti, að á meðal þeirra var einhver hinn mesti listamaður, sem nokkru sinni hefir fæðzf á Islandi, Jónas Hall- grímssop. Jónas gagnrýndi harðlega hinn andlausa og ó- smekklega rímnakveðskap, sem á hans dögum var veigamikill þáttur í íslenzkum bólunennt- um, og orkti svo fögur ljóð, að þau vöktu óskipta hrifningu allrar þjóðarinnar. Jónas vann hinn glæsilegasta sigur í viður- eigninni við rímnaskáldin. Rímnakveðskapurinn dó smám saman og yngri skáld fylgdu þeirri braut, er Jónas hafði rutt. Afrek Jónasar á sviði hins ó- bundna máls er ekki minna en i ljóðagerðinni. Hann hefir að vísu aðeins ritað fáeinar smá- sögur, en með þeim hófst skáld- sagnagerð á Islandi og nýr stíll er skapaður. Fyrirmynd Jónas- ar er ekki fornmálið, heldur skrifaði hann á íslenzku sveita- máli, sem hann sjálfur lióf upp í hærra veldi, upp yfir hvers- dagsleikann til ótrúlegrar feg- urðar. Mál hans var einfalt og hverju barni auðskilið, enda hcfir ekkert íslenzkt skáld átt jafn miklum vinsældum að fagna eins og hann. Engum ein- um af afburðamönnum þess tíma er það jafnmikið að þakka, að Island hófst aftur í tölu stór- veldanna á sviði bókmenntanna, en úr þeim sess hafði það oltið í lok 17. aldarinnar. III. Áður en þeirra skálda, er kornu fram á sjónarsviðið næst á eftir Jónasi Hallgrímssyni, verður getið, verður ekki hjá því komizt að minnast á Bólu- Hjálmar. Hjálmar naut engrar menntunar í æsku og var blá- snauður alla ævi. Hann lifði á mörkum hins gamla og nýja tíma. Að forminu til stóð hann nærri hinum eldri alþýðuskáld- um, en bar annars höfuð og herðar yfir þau og telst til mestu skálda Islands að fornu og nýju. Um það leyii sem Jónas Hall- grímsson dó (1845) tók að bera á íveim nýjum skáldum, Jóni Thoroddsen og Grími Thomsen. Báðir urðu þeir stúdentar og stunduðu nám við háskólann í Kaqpmannahöfri. Grnnur dvald- ist erlendis um 30 ára skeið og var embættismaður í utanríkis- ráðuneyti Dana og ritari við sendisveit þeirra í París. 1 æsku orti hann nokkur kvæði, sem birtust í Fjölni, en meiri hlut- ann af kvæðum sínunu virðist hann hafa ort eftir að hann var seztur að lieima á Islandi á efri árum sínum. Grímur var þrótt- mildð og kjarnyrt skáld og rammíslenzkur í anda. Hann var afburða vel að sér í Evrópu- bókmenntumil9. aldar og unni grískum og íslenzkum fornbók- menntum hugástum. Flest yrk- isefni sín sótti hann í íslenzkar fornsögur og þjóðsögur. Ef hinar fáu smásögur Jón- asar Hallgrímssonar eru undan teknar, er Jón Tho’roddsen fyrsta nútíma söguskáld Is- lands. Frægasta rit hans er skáldsagan „Maður og kona“. Þó entist honum ekki aldur til þess að ljúka henni að fullu, enda dó hann á bezta aldri. Jón hafði ágæta atliyglisgáfu og næma tilfinningu fyrir öllu því, sem skoplegt var. Honum tekst því ágætlega að lýsa einkenni- legu fólki. Nokkru yngri en hin tvö sícV astnefndu skáld eru þeir Bene- dikt Gröndal, Steingrimur Thor- steinsson og Matthías Jochums- son. Benedikt Gröndal var elzt- ur þeirra. Hann var sonur Sveinbjarnar Egilssonar og var hámenntaður maður. Einkum lagði hann stund á náttúrufræði og málfræði, auk þess nokkuð á klassisk mál o. fl. Hann rit- aði margt um þessar fræðigíein- ar og þýddi einnig rit úr erlend- um málum. Hann orti nrikið af kvæðum og var allgott Ijóð- skáld. En frægastur er hann þó fyrir gamansöguna, „Sagan af Heljarslóðarorustu“, er hann orti um orustun.T við Solferinó. Steingrímur var um skeið vin- sælt ljóðskáld og hefir auðgað mjög íslenzkar bókmenntir með þýðingum rita úr erlendum málum. Matthías var afburða skáld og orti ógrynni af kvæð- um. Þar að auki þýddi hann mörg rit erlendra snillinga og orti leikrit. Ilann var óvenju- lega nrikill afkastamaður. Voru honum því stundum mislagðar hendur, sem von var,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.