Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 72
72
VÍSIR — þjóðhátIðarblað
/
Buda-Diesel-vél.
ar alla, sem til hans þekkja.
Gísli J. Johnsen hefir frá
fyrstu tíð unnið að bættum hag
sjómanna og annarra athafna-
stétla þessa lands, og ávallt hef-
ir þar hin ákjósanlegasta sam-
vinna verið á milli. Hann liefir
alltaf rétt fram sína styrku at-
hafnahönd, þegar til átaka hefir
komið um nýjar framkvæmdir
og má t. d. nefna það, að hann
útvegaði Isafjarðarkaupstað
lán til rafveitunnar og Reykja-
víkurhöfn lán til byggingar Æg-
isgarðsins.
Hafi Gísli séð fram á, að eitt-
hvert starf eða verk horfði til
framfara og þjóðnytja, hefir
hann ávallt verið með þeim
að stíga út af braut vanans og
hræðist erfiðleika brautryðj-
endastarfsins og vill helzt allt-
af standa á sama sjónarhól og
hjakka í sama hjólfarinu frá ári
til árs og öld til aldar. Það hvíl-
ir því á herðum frumkvöðlanna
að koma nýjungunum í fram-
kvæmd, en launin eru annað-
hvort þakldr almennings eða
vanvirða.
Það er ekki ofsagt, að Gísli
J. Johnsen sé í fremstu röð
brautryðjenda á íslandi og hann
þekkir það manna bezt, hversu
slíkt starf er erfitt, en hann læt-
ur samt aldrei bugast, því hann
veit, að „öll él birta upp um
síðir“.
Skip og June-Munktel-vél.
mannaeyjum, þar sem liann hef-
ir unnið hið mikla og ósérhlífna
starf sitt fyrir viðgangi og
framförum byggðarlags síns.
Má meðal' hinna rnörgu áhuga-
mála hans nefna spítalamálið,
sem hann barðist mjög ötullega
fyrir og mun hinn vandaði spít-
ali Eyjanna að mestu kominn
upp fyrir forgöngu hans. Vitann
á Stórhöfða hvatti hann mjög
til að byggja og framkvæmdi
það verk íyrir landsstjórnina
1906. Þá átti hann frumkvæðið
að því, að stofnað var talsíma-
félag í Eyjum 1911 og varð það
til þess að koma á símasam-
bandi við land, en þann síma
kostaði félagið að öllu leyti í
fyrstu, asamt talsímastöð í
Eyjum og 4 stöðvum í Land-
eyjum og Hvolhreppi, en siðan
keypti Landssíminn hann ásamt
stöðvunum í landi og bæjarkerf-
inu í Eyjum. Má fullyrða, að
símasamband milli lands og
Eyja hefði dregizt lengur, ef tal-
símafélagið hefði ekki verið
stofnað.
Síðan Gísli hætti að geta
fengið sænsku June-Mimktell
vörurnar, hafa viðskiptin aukizt
við Bandaríki Norður-Ameríku,
og hann fær nú vélar frá „The
Buda Company“. Eru þetta
Diesel-vélar. Einnig fær hann
smábátavélar frá „Universal
Motor Company“, sem er talið
heimsin sstærsta firma í smíði
„Marine“-mótora.
Eru nú vélar frá þessum verk-
smiðjum jiegar útbreiddar um
allt landið i gegn um firmað
Gísla J. Johnsen.
Þó að aðalstarf Gísla, eftir
að hann fór frá Vestmannáeyj-
um til Reykjavíkur, hafi verið
það að selja vélar og vélahluti,
hefir hann einnig á þessum ár-
um unnið að byggingu nokk-
urra raí'S'töðva út um land. —
Hvað vélasöluna snertir þá hefir
árangurinn af því starfi reynzt
mjög giftudrjúgur, enda liefir
oftsinnis verið minnst á það í
ýmsum blöðum hérlendis. Að
hestaflaorku mun láta nærri, að
mótorvélar, sem notaðir eru til
fiskveiða hér við land, séu ca.
40% af heildinni, frá firmanu
Gísli J. Johnsen. Mun þetta að
miklu leyti liggja í því, hversu
rík áherzla hefir jafnan verið
lögð á það, að fullnægja vara-
hlutaþörfinni, enda hefir það og
verið skoðun maiína og reynsla,
að bátar með vél frá Gísla J.
Johnsen missi varla róður, sök-
um þess, að ekki væru til vara-
hlutir, ef eitthvað fór úr lagi.
Er öll afgreiðsla á slíku svo ör-
ugg, að vart þekkist annað eins
Hefir það stundum komið fyrir,
að menn hafi leitað Gísla sjálf-
an uppi þó skrifstofa og af-
greiðslustaður væri lokaður, og
hafi þeir fundið hann, hefir það
ekki brugðist, að Gísli leysti
vandann, ef þess var nokkur
kostur, enda ér Gísli annálað-
ur fyrir greiðvikni og velvilja
við viðskiptamenn sína og raun-
mönnum, sem stigið hafa fyrsta
sporið.
En Gísli hefir oft og tíðum
átt við ramman reip að draga,
þegar hann vildi koma einhverj-
um nýjungum á framfæri. Al-
menningur allra tíma er þannig
gerður, að hann veigrar sér við
Hér verða ekki talin upp öll
hin miklu störf, sem Gísli J.
Johnsen liefir unnið í þágu ís-
lenzku þjóðarinnar fyrr og síð-
ar, en þó verður nafn hans vart
nefnt, svo ekki komi fram í
huga manns einhver þau fyrir-
tæki, sem hann hefir verið með
í að setja á stofn, eins og t. d.
H/f Shell á Islandi, H/f Olíu-
salan, Fiskveiðifélagið Island,
Fiskveiðifélagið Hrönn, Sjóvá-
tryggingarfélag Islands, H/f Is-
aga, Eimskipáfélag Suðurlands,
H/f Herðubreið o.fl. Ennfremur
hefir hann átt sæti í stjórn
Slippfélagsins, H/f Hamars o.fl.
fyrirtækja. Þarf ekki að taka
það fram, að hann hefir þar ver-
ið tillögugóður og framsýnn,
því að allir, sem Gísla þekkja,
kannast við hugkvæmni Iians,
bjartsýni og velvilja.
Islenzka þjóðin hefir stigið
risaskrefum fram á við síðan
um aldamót. Það er ekki hvað
minnst ástæða til að staldra við
þátt einstakra afreksmanna,
þegar saga þess afdrifaríka
-tímabils verður skráð. Þá fer
ekki Iijá því, að menn úr slík-
um málmi, sem Gísli J. John-
sen, virðist af smíðaður, skipi
þar virðulegan sess.
Bátar með vél frá Gísli J. Johnsen.