Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 76
76
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
Landspítalinn.
1924 hefur Rauði Kross Is-
lands göngu sína, sem deild úr
alþjóðafélagsskap. Ilefir félag
þetta beitt sér fyxár merkum
málum á sviði heilbrigðismála,
reist sjúlcraskýli, kostað hjúkr-
unarkonur til starfa á stöðum,
þar sem þörf hefir verið mildl
fyi'ir hjúkrun, en erfitt að ná til
læknis. Þá hefir Rauði Kross
íslands haldið uppi mörgum
námskeiðum til kennslu í hjúkr-
un og skyndiaðgerðum.
Sjúkraflutninga hefir félag
þetta annazt um land allt af
miklum dugnaði. Má vænta
þess, að mikil og góð verk eigi
félag þetta enn eftir að inna af
höndum.
Árið 1930 eru 36 sjúkrahús
og sjúkraskýli starfandi í land-
inu, með eitt þúsund sjúkrárúm-
um. Er þetta meira átak en
nokkur þjóð liefir af lxendi leyst,
miðað við tíma og fólksfjölda.
Þá hefir öllum úthúnaði sjúkra-
húsa og aðbúnaði sjúklinga þar
fleygt mjög fram. Fleiri læi’ðar
hjúkrunarkonur hafa verið
ráðnar til sjúkrahúsanna, og öll
tæki fjölbreyttari og fullkomn-
ari, þar á meðal ljósa- og Rönt-
gentæki (allviða).
Heilbrigði landsmanna er enn
i greinilegri framför, og ber ör
fólksfjölgun og * minnkandi
manndauði vott þess. Þó fer
berklaveikin sífellt í vöxt, þrátt
fyrir ýmiskonar ráðstafanir, og
berklahæli, og nær hámarki
1930. Þá deyja úr berklaveiki
hér á landi 232 manneskjur.
Holdsveikin minnkar stöðugt,
og eru taldir aðeins 35 sjúlc-
lingar þetta ár, og sama máli
gegnir um sullaveikina. Má
vænta þess, að verði i náinni
framtíð jafn ötullega unnið að
útrýmingu þessara sjúkdóma,
þá liði ekki langir timar þar til
báðir eru útdauðir meðal lands-
manna.
Mannfjöldi 1930 er 108,629.
Og ungbarnadauði 53 af þús-
undi. (I Danmörku 82, Svíþjóð
58, Noregi 49, Bretlandi 70,
Finnlandi 88. Þýzkalandi 94,
Nýja Sjálandi 37). Má af þessu
stutta yfirliti og fáu tölum sjá,
að hvað ungbarnadauða snertir
stöndum við mjög fi’amarlega,
einum tólf árum eftir fengið
sjálfstæði i eigin málum.
Bilið styttist nú óðum til þess
tíma, er við stöndum í. Og segja
má með sanni, að mjög merki-
leg og rnörg mál hafi ýmist ver-
ið leyst eða í undirbúningi með
að leysast. Yfirmaður heil-
brigðismála hér á landi, núver-
andi landlæknir, Vilmundur
Jónsson, hefir stuðlað að fram-
gangi mjög merkra lagafyrir-
mæla, sem aðrar þjóðir gætu
tekið til fyrirmyndar, á sviði
heilbrigðismála, og ekki sízt hef-
ir hann verið frumkvöðull stór-
merkilegrar baráttu gegn
berklaveikinni í landinu.
1930 er Landsspítalinn full-
í'eistur og tók til stai'fa seinni
hluta þess árs. Þar með var lok-
ið átaki, sem einstakt mun vera,
þó viða sé leitað meðal menn-
ingarþjóða lieims, þegar tekið
er tillit til fólksfjölda landsins.
Landsspitalinn er langvegleg-
legasta sjúkrahús landsins, og
hefir alla forystu hvað snertir
sjúkrahúshald í landinu. Er
hann búinn hinurn fullkomn-
ustu tækjum til aðgerða og
rannsókna. Þrir af kunnustu og
færustu læknum landsins völd-
ust þegar i byrjun til fornstu
]>ar, þeir Guðmundur Thorodd-
sen, Jón H. Sigurðsson og Gunn-
laugur Claessen.
«?io
1920
1930
Sullaveiki 1911
-1939. Dauðir
,,,wúr sullaveiki. —
baráttunni við berklaveikina,
sem með ári hverju verður erf-
iðai’i viðfangs. Árið 1911, þegar
fullkomnar dánarskýrslur hefj-
ast, deyja 114 landsmanna úr
þeirri veiki. En árið 1918 deyja
173. Læknum og löggjöfum er
það Ijóst, að svo búið má eigi
standa, og eru höfuðátökin í
heilbrigðismálum þessai’a ára
um berklalöggjöfina. 1921 er á-
kveðið hvað gera skuli: ein-
angra berklasjúklingana og
tryggja þeim ókeypis hælisvist.
Að þessum ráðstöfunum var
vitanlega mikil bót, þó mikið
vantaði að kæmi að fullu haldi.
Þá var ekki lögð megin áherzla
á það, að leita uppi smitbera,
sem víða geta leynzt, án þess
vitað sé, enda erfitt þá, vegna
skorts á handhægum Röntgen-
tækjum.
önnur merk lög frá þessum
árum voru varnir gegn kyn-
sjúkdómum.
Með stórauknum samgöngum
við útlönd hafði tala slíkra
sjúklinga aukizt til muna í land-
inu, og var ætlunin með lög-
um þessum að bæta úr brýnni
þörf.
Á tímabilinu frá 1918—1930
vaknar stéttaráhugi fólks þess,
er vinnur að heilbrigðismálum.
Samtök þessi gengu bæði i þá
átt að auka menntun stéttanna,
Og miðuðu eins að því, að bæta
kjör og stéttarsamheldni. Árið
1919 stofna íslenzkar hjúkrun-
arkonur félag sín á millum, er
mjög hefir komið við sögu heil-
brigðismálaima hér á landi. Til
þessa tíma höfðu hjúkrunar-
konur sótt menntun sína til út-
Ianda, en eftir því sem sjúkra-
húsum fjölgaði, varð fyrirsjá-
anlegur skortur á lærðum og
æfðum hjúkrunarkonum. Lét
Iiinn nýi félagsskapur strax til
sín taka um skipulagningu
hjúkrunarfræðslu. Var nem-
endum ráðstafað til náms i hin
stærri sjúkrahús á landinu og
síðan til framhaldsnáms erlend-
is, og haldið i þvi horfi þar til
Landspítalinn tók til starfa. Má
fullyrða, að vel hafi verið haldið
á málum þessum, og hjúkrunar-
konur okkar, sem nú er fjöl-
mennur hópur, haldi merkinu
hátt. Merku blaði hefir félags-
skapur þessi haldið úti um langt
skeið.
Þá er saga islenzku ljósmæðr-
anna merkileg. Störf Ijósmæðra
hafa yfirleitt verið ákaflega erf-
ið hér á lándi, sérstaklega úti í
dreifbýlinu, og má segja, að hér
áður fyrr hafi oft og tíðum
verið fyrsta og eina hjálpin, á-
vallt tilbúin að gegna hinum
erfiðu störfum, hvernig sem á
stóð. Stendur þessi þjóð í svo
mikilli þakkarskuld við ljós-
mæður fyrr og siðar, að senni-
legt þykir mér, að sú skuld
verði seint goldin.
Nú er svo komið, að við eig-
um vel menntaðar ljósmæður í
flestum byggðum landsins. I
áratugi unnu ]>ær fyrir smánar-
borgun, en nú síðustu árin hafa
þær notið hærri launa en áð-
ur, og eins eftirlauna að störf-
um loknum.
ísland er nú eitt þeirra landa.
sem minnstan barnadauða hefir,
og býst eg við, að þakka beri
það okkar góðu Ijósmæðrum
öðrum fremur.
1918 stofna þær „Ljósmæðra-
félag Islands", og hafa haldið út
merku stéttarblaði. Nú hefir
Landspítalinn tekið að sér ljós-
mæðrakennsluna, og má full-
yrða, að ljósmæður hér á landi
standi starfssystrum sínum er-
lendum fyllilega á sporði.