Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 42
42
VÍSIR
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
Seyðisfjörður.
skerf í þeim árangri, sem náðzt
hefir í þessum efnum.
En það er með kosningarrétt-
inn eins og allar aðrar góðar
gjafir,að því aðeins verðurhann
til blessunar, að menn noti hann
á réttan hátt. Noti hann ekki til
þess fyrst og fremst, að skaða
aðra og rífa niður, heldur til
þess að bæta og byggja upp.
Sé hann notaður til hins fyrr-
nefnda, glatast hann fyrr en
varir, eins og bezt sést hjá
einræðisríkjunum, þar sem hæst
var galað um nauðsyn þess að
allir fengju þennan mikilsverða
rétt, en siðan voru allir sviftir
honum, og þurfa nú að ná hon-
um á ný úr enn ógurlegri greip-
um en áður héldu honum fyrir
þeim. Þar sem það ‘hinsvegar
hefir kostað þjóðina mikla bar-
áttu að ná þessum rétti, og
skilningurinn á gildi hans fyrir
einstaklinginn og alþjóð hefir
náð að festa rætur, hefii\ notkun
hans orðið til blessunar og
framfara. Þar hefir tekizt að
skapa heilbrigðari og sterkari
þjóðfélög, þar sem hver maður
skilur þýðingu þess, að einstak-
lingurinn sé frjáls og njóti frels-
isins, ekki aðeins í orði, heldur
og á borði. Þar hefir kosning-
arrétturinn verið notaður til
uppbyggingar, en ekki til niður-
dreps, og sú ein notkun iians
kemur að gagni, er til lengdar
lætur.
Enn er þáð að mestu óreynt,
hvort Tslenáingar verða færir
um að tcljast í hópi þeírra
þjóða, sem „þola“ frelsi. — þ. á
m. takmarkalítir.u kosniugar-
rétt. — f)r þvi 'sker revnslan, c*r
árin líða og viðfangsefni. næsta
tímabils í sögu þjóðarinnar
koma til sögunrcr r fyrir alvöru.
2.
Ný tegund sveitarfélaga.
Eg drap á það fyr, að mynd-
un kaupstaða og kauptúna væri
allra eftirtektarverðasta fyrir-
brigðið í þróunarsögu sveitarfé-
laganna á endurreisnartímabil-
inu.
Svo sem kunnugt er mynd-
uðust engir kaupstaðir hér í
fornöld né á miðöldum. Ástæð-
urnar til þess voru að sjálf-
sögðu ýmsar, en þó aðallega
þær, að Islendingar hættu fljótt
sæförum og áttu lengst af engin
skip til meiriháttar sjóferða og
sjósóknar.
Árið 1786 var gefin út kon-
ungleg tilskipun „um fríheit
kaupstaðanna á lslandi“.
Þar var ákveðið að sex staðir
skyldu gerðir að „kaupstöðum“
og var það gert til aðgreiningar
frá „útliggjarastöðunum“ svo-
nefndu. Þessir 6 kaupstaðir
voru: Reykjavík, Vestmanna-
eyjar, Eskifjörður, Eyjafjörður,
Isafjörður og Grundarfjörður.
Þó þessi kaupstaðastofnun
þyki nú fremur lítils virði og
kæmi að litlu raunverulegu
gagni, því ekki varð af kaup-
staðarmyndun neinsstaðar eftir
henni, nema í Reykjavík, þá er
hún, þegar á allt er litið, eins-
konár fyrirboði, bæði um frjáls-
ari verzlunarhætti og meiri
mannréttindi.
„Fríheit" þessi eða réttindi
voru þessi:
1. öllum kaupstaðarbúum var
veitt fullkomið trúarbragða-
frelsi.
2. Þeir áttu í 20 ár að vera
lausir við að borga mann-
talsskatt.
3. Þeir áttu heimtingu á að fá
útmælt ókeypis byggingar-
stæði undir hús, ásamt dá-
litlu garðstæði.
4. Hver sem vildi átti heimt-
ingu á ókeypis „borgara-
rétti“, skyldi nafn hans
skráð í borgarabókina og
lionum afhent „borgara-
bréf“.
Af þessum ástæðum varð að
sjálfsögðu þýðingarmest fyrir
almenning rétturinn til útmæl-
ingar húsnæðis og garðstæðis,
þvi þar með var hægt, ef dugn-
aður eða einhver efni eða at-
vinna voru fyrir hendi, að
stofna til sjálfstæðra heimila,
en einmitt á þeim timum varð
margt fátækt fólk að láta vera
að giftast eða þá að selja sig í
„húsmennsku“.
Eins og áður segir varð eng-
inn af þessum fyrstu lögboðnu
„dönsku“ kaupstöðum, kaup-
staður, nema Reykjavík ein.
Hinir höfðu heldur engin skil-
yrði til þess, en Reykjavík var
þá orðin smáþorp, mest vegna
aðgerða Skúla Magnússonar
landfógeta, sem kunnugt er.
Þó fór það svo er stundir liðu,
að stórir kaupstaðir risu upp á
Isafirði, í Eyjafirði og Vest-
mannaeyjum. Eskifjörður varð
og um skeið einn þýðingarmesti
verzlunarstaður á Austurlandi.
Er því næsta merkilegt hversu
rétt var tilgetið af hinum er-
lendu stjórnarvöldum eða ráða-
nautum þeirra, um heppilega
staði til stofnunar framtíðar-
kauptúnum í landinu.
En sá „aðilinn“ var ekki enn
kominn til skjalanna, sem
skyldi verða „faðir“ allra ís-
lenzkra kaupstaða og þorpa, en
það var Ægir gamli — hinn
gjöfuli sær við strendur lands-
ins.
Þegar Islendingar loks lærðu
sjómennsku á ný og fengu bæri-
legar fleytur, hófst hinn merki-
legi þáttur í sögu íslenzkra
sveitarfélaga, myndun kaup-
staða og kauptúna.
Kauptúnin taka að myndast
á ströndum landsins, þar
sem hafnar- og lendingarstað-
ir eru góðir eða viðun-
andi, og er fólkinu fjölg-
aði komu upp kaupstaðir i öll-
um fjórðungum landsins. Næst
á eftir Reykjavík koma Akur-
eyri 1862, Isafjörður 1866 og
Seyðisfjörður 1894. Síðar bæt-
ast svo við Hafnarfjörður 1908,
Siglufjörður 1918, Vestmanna-
Akranes.