Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 75

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 75
VlSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 75 manndauði mikill, og margt manna flutti til Ameríku, sem kunnugt er. Mótstöðuafl þjóð- arinnar er ekki meira en það, að árið 1882 deyja úr mislinga- faraldri 1700 manns, og var barnadauðinn geysimikill, 439 af þúsundi nýfæddra ungbarna. En eftir 1890 hefst ný öld íramfara og hverskonar menn- ingar, sem lýsir sér ekki sízt í aukinni heilbrigðismenningu og bættu heilsufari. Manndauði minnkaði, og einkum ung- barnadauði. Sjúkdómar, eins og holdsveikin, sem um aldaraðir hafði þjáð þjóðina, rénaði óð- fluga, og er það vitanlega mest að þakka byggingu holdsveikra- spítalans, sem danskir Oddfcll- ovar reistu og gáfu. Tók ríkið að sér rekstur hans samstundis; svo vel vildi til, að einn af ágæt- ustu læknum, er land þetta hef- ir alið, próf. Sæmundur Bjarn- héðinsson, tók við forustu hans. Það er talið, að þetta ár hafi verið kunnugt um 237 holds- veika menn'í laiidinu, en 1904 eru ekki skráðir flciri en 145. Á þessu tímahili minnkar til muna önnur plágan, taugaveik- in. Ber að þakka það auknum þrifnaði i kauptúnum og þorp- um og auknu hreinlæti á meðal almennnigs. Barnaveikin er nú orðin allt annar sjúkdómur, síð- an læknar almennt tóku að nota blóðvatnslækningar. Og geta menn nú naumast gert sér grein fyrir þvi þunga fargi, er hvíldi yfir byggðum landsins, er frétt- ir bárust um, að sá þungi vá- gestur væri á næstu grösum. Menn setti hljóða og börnin horfðu hvert á annað, því eng- inn vissi hvar gestinn mundi bera að garði eða hverjar endá- lyktir yrðu. Eftir 1890 verður einnig sú breyting á, að svo virðist sem farsóttirnar: misl- ingar, inflúenza o. s. frv. vinni mönnum miklu minna tjón en áður. Er erfitt að sldlja það á annan veg en þann, að viðnáms- þróttur þjóðarinnar hafi aukizt stórlega á þessum árum. 1 lok þessa tímabils gerast hér 909-/6 is 1921-30 I93/-39 Barnakoma, almennur manndauði hér á landi fyrr og nú. Hvítu súlurnar tákna barnakomu, svörtu súlurnar alm. manndauða, en svörtu krossarnir barnadauða. á landi stórmerkir atburðir. Þá hefst öld handlæknanna, byggð á sterkum grunni og ungri reynslu frá erlendum læknum. Það má telja það mikið lán fyrir þetta land, að skömmu fyrir aldamótin talca þrir Guð- mundar, allt bændasynir úr Húnaþingi, óvenjulega bá burt- fararpróf frá Kaupmannahafn- arliáskóla, og sctjast allir að heima í ættlandinu. Tveir þeirra gerðust afburða handlæknar og jafnframt stórkostlegir braut- ryðjendur á heilbrigðis- og menningarsviðum, þeir Guð- mundur Hamiesson, síðar pró- fessor í líffæra- og heilsufræði, og Guðmundur Magnússon, sið- ar prófessor í handlæknisfræði við háskólann hér. Og að lokum Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, er gerðist braut- ryðjandi merkra nýmæla, varð t. d. einn aðalframkvæmdámað- ur að byggingu Vífilsstaða- og Kristnessælis, vatnsleiðslu fyrir Reykjavíkurbæ o. m. fl. Minn- ing þessara ágætismanna mun lifa meðan menning lilir í þessu landi. En þegar þessa tímabils er minnzt, má ekki gleyma því, að þá hefir sá sjúkdómur, er einna erfiðastur og þungbærastur hef- ir reynzt, berklaveikin, skotið upp kollinum, og verður ekki líkt við annað frekar en lang- vinna og illvíga farsótt. Það er álit margra, að hennar hafi fyrst gætt hér jafnvel á mið- öldum, og þess vegna merkilegt, að hennar gætir ekki fyrr að ráði en síðari hluta 19. aldar. En hvað veldur því, er engan veginn ljóst. Má máske gizka á, að hér ráði um stórauknar sam- göngur á milli byggða og hér- aða, og um leið aukið þéttbýli í þorpum og kaupstöðum lands- ins. Árið 1911 liefjast fullkomn- ar dánarskýrslur, og reynist þá að 114 manns hafi það ár dáið úr berklum, og stóreykst sú tala síðar. Miklar framfarir. Sé staldrað við árið 1918, sést fljótlega, að enn hafa verið gerð af eigin rammleik eingöngu, mikið átök á sviði heilbrigðis- mála. Þá verður landið full- valda, og beinast þá hugir manna til mikilla átaka. Það er vorgróður með liinni íslenzku þjóð. Þá eru héraðslæknar orðn- ir 47 að tölu. 1911 hefir háskóli verið stofnaður, og læknaskól- inn gamli sameinaður honum. Eftir það má segja, að um læknaskort hafi ekki verið að ræða í landinu. Af almennum heilbrigðisráð- stöfunum á þessu tímabili er merkast að telja stofnun hins lyrsta gcðveikrahælis. Til for- stöðu vahlist hinn þjóðkunni læknir, Þórður Sveinsson, er þá var einasti læknirinn, er aflað hafði sér sérmenntunar á því sviði. Var byggingu þessari lok- ið árið 1909. Ári siðar var öðru stórmerku átaki lokið, byggingu Vífilsstaðahælis, er á þeim thna var ein riiesta bygging landsins. Bar þá svo vel i veiði, að ung- ur læknir, Sigurður Magnússon, bróðir Jóns Magnússonar, síðar forsætisráðher^a, hafði kynnt sér berldamál og berklalækn- ingar mjög ýtarlega. Var liann brautryðjandi þessara mála um langt skeið og hefir innt af höndum geysimerkileg störf. Áfram er nú haldið á framfara- brautinni og ekki stigið stutt. 1914 eru fyrstu Röntgentæki keypt til landsins og nokkru síðar myndaður gildur sjóður til radíumkaupa. Fékkst með þessu öruggur bati við fjölda sjúkdóma, er annars hefði ver- ið ófáanlegur, án utanferða. Síðar, þegar Landsspítalinn tók til starfá, voru tæki þessi sam- einuð honum og hafa veitt fjölda sjúklinga mikinn og var- anlegan bata. Þegar Röntgen- tækin voru keypt, var dr, Gunn- laugur Claessen, nú yfirlæknir við Landspítalann, fenginn til þess að veita þeim forstöðu. Er hann stórmenntaður læknir, og hefir látið mikið til sin taka á' sviði heilbrigðismála. Honum er það manna mest að þakka, að hiniun illræmda kvilla, geitum, er að mestu út- rýmt úr landinu. Og erlendis er hann einn þeirra lækna, er gert hafa garðinn frægastan. Tvennt má enn telja sem vott um fram- farir og menningarauka frá þessu tímabili: Læknafélag Is- lands var stofnað 1918, og hefir sá félagsskapur unnið mikil og merkileg störf i þágu heilbrigð- ismálanna. Sama árið var sett- ur á stofn sá vísir að sjúkdóma- rannsóknarstofu, sem í höndum prófessors Nielsar Dungals er orðið mikil og merk stofnun, Rannsóknarstofa Iláskólans. Árið 1918 eru 19 sjúkrahús og sjúkraskýli á landinu, með 400 sjúkrarúmum. Er um þetta leyti lagt mikið fé af mörkum til bygginga læknabústaða og sjúkraskýla víðsvegar um land- ið, og sífellt verið að bæta úr hinni miklu þörf, sem fyrir þess- háttar byggingar er úti í lrinum fjarlægu og strjálbyggðu sveit- um. Þetta ár eru íbúar landsins orðnir tæplega 92 þúsund, fjölg- að um 12000 frá því 1904. — Merkilegt er það, hversu ung- barnadauði er nú lágur, 46 af þúsundi, þrátt fyrir inflúensu- drepsóttina, er gekk seinni hluta ársins. Er barnadauði þá orð- inn mun laígri en í Danmörku. Héilbrigði landsmanna eflist nú í flestum greinum, velmeg- un eykst, og að sama skapi batna húsakynni. Mestu átökin eru nú háð í floldsveiki 1896 —1939. Skráðir sjúldingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.