Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 21
VÍSIR
ÞJ,ÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
21
En langsamlega merkasti
myndhöggvari Islendinga -að
Einari Jónssyni undanteknum
er Ásmundur Sveinsson. Hann
lauk ungur tréskeraprófi eins
og Gunnlaugur Blöndal en valdi
sér að lífsstarfi listargrein, sem
slcyldari er tréskurði en málara-
list. Nám sitt stundaði liann í
Svíþjóð undir handleiðslu
sænska myndhöggvarans Milles,
en síðar dvaldi hann lengi í
Frakklandi við framhaldsnám.
Frá tímabilinu í Svíþjóð eru til
skemmtilegar skreytimyndir og
gosbrunnar eftir hann, einnig
fyrsta útgáfan af eftirtektar-
verðum gosbrunni byggðum á
sögninni um Sæmund fróða á
selnurn. Þá mynd endurskapaði
hann í París, og vakti hún þar
piikla atliygli á almennri list-
sýningu vorið 1930. Sama ár
fluttist hann til Reykjavíkur og
var lengi í liúsnæðisvandræðum,
þar til liann byggði sér liús við
Freyjugötu. En þar er nú prent-
smiðja, og hefir Ásmundur orð-
ásmundur Sveinsson með högg-
mynd sína, „Fyrsta hvíta
móðirin“(
Piltur og stúlka (Ásmundur
Sveinsson).
Frá Galtafelli (Guðm. Einarsson).
★
Sveinn Þórarinsson við málverlc sín,
★
Hvalfjörður (málverk eftir Brynjólf ÞórðarsonV
ið að ráðast í aðra húsbyggingu,
sem er alveg að sliga hann fjár-
hagslega. Myndhöggvaralist er
dýr í rekstri en sölumöguleikar
litlir, og hefir Ásmundur orðið
að stunda almenna vinnu með-
fram listsköpun sinni. Það er
smánarblettur á íslenzkri menn-
ingu, þvi að liinu opinbera ber
að styrkja myndhöggvara með
pöntunum á skreytingum opin-
berra bygginga. Ásmundur hefir
gert fagrar rismyndir á Austur-
bæjarbarnaskólann í Reykjavík
en engin önnur verk fyrir hið
opinbera. Hann hefir tekið upp
þá nýlundu að steypa verk sín
í hart sement í stað gibs. Eru
slíkar myndir mjög varanlegar
og hafa fallega áferð.
Kristinn Pétursson hefir gert
nokkrar mannamyndir en upp
á siðkastið aðallega stundað
svartlist.
Þá er ógetið Sigurjóns Ólafs-
sonar, sem ungur fór til Dan-
merkur, nam þar myndhöggv-
aralist og lilaut höiðurspening
danslca Listaháskólans. Hann
hefir eingöngu starfað í Dan-
mörku og fengiþ þar gnægð við-
fangsefna, enda talinn með efni-
legustu myndhöggvurum Dana
og livarvetna góður fulltrúi ætt-
jarðar sinnar, þótt enn sem
komið er hafi ísland ekki fengið
að njóta starfskrafta hans.
Yngstu málararnir.
Sveinn Þórarinsson er elztur
þeirra, sem nefna mætti yngstu
kynslóð íslenzkra málara, fædd-
ur rétt fyrir aldamót. Haim er
landslagsmálari, öruggur í lit-
um og pensilbeitingu og hefir
bersýnilega miklar mætur á
stórbrotinni náttúru, enda er
hann upprunninn í fögru og sér-
kennilegu héraði, Kelduhverfi í
Þingeyjarsýslu. Hann er mennt-
aður í Danmörku og kvæntur
danskri lconu, Karen Agnete
Þórarinsson, sem einnig er eft-
irtektarverður málari. En hún
hlýtur næstum vegna efnisvals
og meðferðar að teljast til
danskra málara.
Snorri Arinbjarnar er Reyk-
víkingur um fertugt, hefir viða
farið og hlotið fjölbreytta
menntun. Hann er marglyndur
listamaður og fjölhæfur, og hef-
ir hann upp á síðkastið tekið
upp nýjar og eftirtektarverðar
vinnuaðferðir, sem minna
nokkuð á stíl yngstu málara-
kynslóðar Evrópu.
Gunnlaugur Scheving er læri-
sveinn Guðmundar Thorsteins-
sonar en hefir einnig numið og
starfað lengi utanlands. Hann er
einn af eftirtektarverðustu
málurum þjóðarinnar, gæddur
næmum smekk og fínni tækni,
6