Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 25

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 25
VÍSIR ÞJiÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 25 V erksmið j umar á BarÓnSStíg 2, Reykjavík. Brjóstsykursgexðin Nói hi. — Sápuverksmiðjan Hreinn h.f. Súkkulaðisverksmiðjan Sirius h.f. Þegar komið er inn á hornið á Skúlagötu og Barónsstig i Reykjavík, blasir við þriggja hæða stórhýsi, 50 metra langt og 14 metra breitt. Þetta hús var reist á árunum 1933 og 34 yfir þrjú verksmiðjufyrirtæki, Brjóstsykursgerðina Nóa, Sápu- verksmiðjuna Hrein og Súldui- laðiverksmiðjuna Sirius. I þessum verksmiðjum, sem reknar eru undir sameiginlegri stjórn, vinna samtals um 40 manns. Brjóstsykursgerðin Nói h/f. Þessi verksmiðja var stofnuð árið 1920 og starfaði fyrst um sinn á Óðinsgötu 17, í tveim her- bergjum, með næsta ófullkomn- um tækjum og útbúnaði. Voru framleiddar 6 tegundir af ibrjósisykri, sem brátt náði vin- sældum. Ekki leið á löngu þar til fyrirtækið óx upp úr þeim þrönga stakki, og var þá reist verksmiðjuhús á Smiðjustíg 11. Þar voru stórum betri húsa- kynni og jókst nú starfsemi og framleiðsla að miklum mun. Var þá tekið að framleiða saft- ir, sojur og gosdrykki, en verk- smiðjan hafði þá keypt gos- drykkj averksmiðj una Kaldá. Þessa verksmiðju seldi Nói öl- gerðinni Agli Skallagrímssyni árið 1934, er verksmiðjan var flutt í hið nýja stórhýsi. Verksmiðjan framleiðir nú brjóstsykur, karamellur, kon- fekt og margt fleira, er að sæl- gætisgerð lýtur. Er verksmiðjan rekin af miklum myndarskap og njóta fmmleiðsluvörur henn- ar mikilla vinsælda um land allt. Sápuverksmiðjan Hreinn h/f. Sápuverksmiðjan var fyrst rekin í Skjaldborg við Skúla- götu og er eitt af elztu iðnfyrir- tækjum Islendinga. Eigendur Nóa keyptu hana árið 1930 og ráku á sama stað, unz hið nýja hús var fullgert. Jafnframt voru keyptar nýjar vélar til verk- smiðjunnar og útlendur sér- fræðingur fenginn til aðstoðar við framleiðsluna. Framleiðslan óx brátt í hönd- um hinna nýju eigenda, enda varð markaður skjótt nægur og góður. Fyrst í stað hefðu lands- menn tæplega viljað trúa því, að innlend sápa gæti staðið hinni erlendu á sporði. En Hreinn sýndi það brátt, að galdurinn var ekki annað en sá, að vanda jafnt til innkaupa á erlendu hrá- efni og lil sjálfrar framleiðsl- unnar. Nú óttast enginn íslenzka sápu, enda hafa síðan komið fram aðrar sápuverksmiðjur og samkeppni skapazt inn á við eigi siður en út á við. En sam- keppnin heldur framleiðslunni vakandi, enda hefir Hreini tek- izt að halda þeirri forystu, er hann upphaflega tók að sér í innlendri sápuframleiðslu. Hreinn framleiðir fjölda hreinlætisvara, svo sem alls- konar sápu (kristalsápu, græn- sápu, stangasápu og margar teg- undir af handsápum), allskonar kerti, skóáburð og gólfáburð, fægilög, ræstiduft, vagnáhurð, og loks sjálfvirka þvottaduftið „Hreinshvítt“, scm hefir rutt sér mjög til rúms á íslenzkum markaði. Þessi verksmiðja hefir sýnt, að Islendingum er siður en svo ókíeift að keppa við erlenda framleiðslu um heimamarkað- inn og það án óhæfilegrar opin- berrar verndar. Súkkulaðiverksmiðjan Sirius h/f. Verksmiðjan var upphaflega danskt fyrirtæki, eign hins þekkta firma Galle & Jessen í Kaupmannahöfn, og starfrækt í Fríhöfninni í Kaupmannahöfn. Vegna imiflutningshafta hér á landi og í öðrum viðskiptalönd- um verksmiðjunnar, var að mestu leyti teldð fyrir starfsemi Jæssarar verksmiðju. Árið 1933 sömdu eigendur verksmiðjunn- ar við Galle & Jessen um kaup á verksmiðjunni og var hún sið- an flutt hingað í ársbyrjun 1934. Hin nýja verksmiðja hér hóf starfsemi sína í aprilbyrj- un það ár í verksmiðjuhúsinu á Barónsstíg 2. Þetta fyrirtæki er nú orðið alislenzkt. Súkkulaðiverksmiðjan Síríus hefir alltaf framleitt hinar góð- kunnu súkkulaðitegundir, sem hér hafa verið seldar með merki liennar í fjölda mörg ár. Hvert mannsbarn á landinu þekkir: Sirius súkkulaði (konsum), Fánasúkkulaði og „3444“, sefn allt er suðusúkkúlaði. Þar að auki býr verksmiðjan til marg- ar tegundir af átsúkkulaði og iðnaðarsúkkulaði (Overtræk- súkkulaði). Það ber að fagna því, að slík verksmiðja hefir verið flutt inn í landið. Lýsir það djarfhug og landið. Lýsir það djarfhug og glöggskyggni eigendanna, að kaupa hina dönsku verksmiðju „með húð og hári“. Mun það eíalaust hafa kostað drjúgan skilding á sínum tíma, en nú á tímum er það orðið ljóst, að mikill innflutningur hefir spar- azt, auk þeirrar vinnu, sem inn i landið var flutt. Þvi að án „konsum“-súkkulaðis hefðu is- lenzkar húsmæður illa getað verið. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.