Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 70

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 70
70 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ lands og 4 ferðir milli Ham- borgar, Leith og Islands. Var það ný bóla, að teknar voru upp samgöngur við Þýzkaland, og mátti það teljast til merkilegra framfara. Samgöngurnar kom- ust nú að ýmsu leyti í betra Iiorf en áður var, en eigi að síður töldu landsmcnn margt á- bótavant. Samgöngumálunum var nú orðið lialdið sæmilega vakandi á Alþingi, þótt ekki kæmi þaðan liðveizla til að stofnsetja íslenzkt eimskipafé- lag. Árið 1912 lauk þeirri sam- keppni, er verið hafði milli Thore-félagsins og Sameinaða, og varð nú Sameinaða eitt um hituna á ný. Varð það Islend- ingum dýrkeypt reynsla, en um leið lærdómsrík. Nú sáu lands- menn hvað það gilti, að eiga allt undir náð annara mcð sam- göngur á sjó. Þéim var haígt að setja kjörin, því að cnn hlasti við þeim sama óumflýjanlega staðreýndin og ávallt fyrr, að án viðskipta við önnur lönd gat þjóðin ekki verið. / III. Menn tóku nú fyrir alvöru að íhuga möguleikana á því að stofna íslenzkt gufuskipafélag, með tilstyrk sem flestra lands- manna. Var mál þetta allt und- irbúið af hinni mestu vand- virkni og haft lágt um i fyrstu. — Forgönguna hafði Sveinn Björnsson, núverandi ríkis- stjóri, og fékk hann í lið með sér til að byrja með: Björn Kristjánsson, þáverandi banka- stjóra Landsbankans, Garðar Gíslason, Ludvig Kaaber og Thor Jensen. En samtímis því, sem menn þessir unnu að mál- inu í kyrrþey, gekkst Stúdenta- félag Reykjavíkur fyrir fundi, þar sem samgöngumálin voru rædd og eindregið skorað á Iandsmenn að semja ekki aftur við erlend félög um siglingar til landsins. —TJndirbúningi að stofnun íslenzks eimskipafélags var nú haldið áfram og farið að öllu með hinni mestu gætni og framsýni. Þar kom, að lands- mönnum var sent boðsbréf um hluthafaþátttöku í stofnun eim- skipafélags, er léti til að byrja með smíða tvö ný skip. Undirtektir landsmanna voru hvarvetna mjög góðar, það var sem allir vildu sameinast um þá hugsjón, að þjóðin eignaðist sjálf skip, sem gæti flutt varn- inginn heim og heiman. Smáir sem stórir, ríkir sem snauðir vildu allir eitthvað af mörkum leggja, til þess að von þeirra um hið langþráða „óskabarn“ rættist. Nú megnaði ekki ná- hönd erlendra selstöðuleaup- manna né úrræðaleysi og íhalds- semi einstakra landsmanna að bana þessu fóstri, eins og raun- in varð á 1890. Hinn 17. janúar 1914 var Eimskipafélag Islands stofnað. Þar ríkti eldlegur áhugi og ein- drægni. Þjóðin hafði hnappað sér saman og sýnt á myndar- legan hátt, að hún vildi styðja í verki, að íslenzk skip með inn- lendum áhöfnum tæki við strandferðum og millilanda- siglingum landsmanna. Stuðn- ingur Vestur-lslendinga var þungur á metum, og hann sýndi glögglega, að þeim var ljóst, hvar skórinn kreppti einna ill- Jjyrmilegast að löndum þeirra austan óla. Sú bróðurhönd, sem þá var rétt gamla landinu, má aldrei gleymast. I því handar- taki var eiðfesting ævarandi tryggðar. Nú reyndist skammt til fram- kvæmda. „GuIlfoss“ kom til landsins hinn 15. apríl 1915 og „Goðafoss" 2i/2 mánuði síðar. Landsmenn allir fögnuðu komu þessara skipa. Aldagömúl þrá þjóðarinnar var að rætast, „vor- skipin“ voru komin heim, ís- lenzk með íslenzkum áhöfnum. Forusta Eimskipafélagsins var falin Emil Nielsen, en hann hafði áður verið skipstjóri á skipum Thore-félagsins og hafði’ því mikla reynslu og mikinn kunnleika á því, hvað oss henti bezt í þessum efnum. Reynd- ustu menn íslenzkir voru fengn- ir til að stýra hinum íslenzku skipum. Allt hélzt þetta í hend- ur við hinn hyggilega og trausta undirbúning að stofnun félags- ins. Skipunum fjölgaði og eru sex um þessar mundir. Þótt Eim- skipafélagið hafi ekki verið þess megnugt enn, að sinna að fullu flutningum þjóðarinnar að og frá landinu, hefir reynslan þó sýnt á ótvíræðan hátt, að með stofnun Eimskipafélagsins var stigið þýðingarmikið spor í þeirri baráttu, er landsmenn hafa háð fyrir frelsi sínu og fullveldi. Án Eimskipafélagsins hefði tæplega verið um að ræða slíkar framkvæmdir í landinu og orðið hafa síðustu áratug- ina. Á11 þess hefði þjóðin naum- lega bitið úr nálinni með ♦þá samgönguerfiðleika, er skapazt hafa af tveimur heimsstyrjöld- um. Litlu „Fossarnir“ hafa ekki farið víða um lönd né álfur, en hvarvetna, þar sem þcir hafa lcomið, hafa þeir borið þjóðinni slíkt vitni, að hún má vel við una. Á „Fossunum“ hefir far- mannastétt landsins fengið upp- eldi sitt, og vafalaust reynist þeim það haldgott, er þeir ger- ast allra hafa farmenn. Eim- skipafélag Islands hefir reynzt þjóðinni óskmögur og óska- barn, og það munu allir vona, að svo verði um ókomin ár. Árið 1924 tók ríkissjóður að sér strandferðirnar að nokkru leyti, og kom þá til landsins fyrsta strandferðaskip ríkisins, Esjan. Síðan liefir stran<lferða- siglingin meira og meira færzt yfir á hendur þessarar litgerð- ar. Mönnum hefir orðið æ ljós- ara með hverju ári, að hin sjálf- sagða þjóðbraut með ströndum landsins er þjóðinni auðsóttust, og í samræmi við það hefir ver- ið reynt að haga samgöngum landsmanna. IV. Jafnan, þegar staðið er á vegamótum, glöggva menn sig á áttum, reyna að vita á sig veðr- ið og haga síðan ferðinni í sam- ræmi við það. Oft ber þessi at- hugun á sér sterkari svip óska og vona en raunsæis — og ger- hygli. Þjóðin er komin að vega- mótum og hún vill vita á sig veðrið og kunna nokkur deili á leiðinni, sem framundan er. Með hliðsjón af þeirri reynslu, sem þjóðin hefir öðlazt í torleiðinu og krákustigunum, sem að haki eru, mun hún setja sér stefnu lil að halda eftir. Þá verður þess ef til vill minnst, að þessi eyþjóð var eitt sinn ein mesta siglingaþjóð heims, reyndar ekki miðað við skipastól, held- ur langleiðirnar, sem hún hélt. Þess verður einnig minnst, að þessi sama þjóð varð í margar aldir að eiga allt undir nóð ann- ara með samgöngur við ná- grannaríkin. Loks hillir uppi í námunda atburði síðustu ald- arþriðjunga. Á þeirri stuttu en lærdómsríku reynslu mun þjóð- in byggja vonir sínar um far- mennsku sem atvinnugrein, ekki aðeins í þógu Islands, held- ur framandi landa og fjarlægra. Og sá metnaður, sem birzt hefir í framtali landsmanna síðustu áratugi, mun eiga sinn þátt í því, að hinn þriliti íslenzki fáni blaktir áður langt um líður víð- ar á höfum heims en nú er. Eyþjóðin íslenzka mun minn- ast þess í enn ríkara mæli, eftir að hún er orðin alfrjáls, að „þjóðarvonir svcima við súðir“. Úi annálum. Þann 12. Januarii, á sunnu- dagskvöld, drukknaði í Mark- arfljóli séra Þorleifur Arason á Breiðabólsstað, prófastur, 41 árs gamall. Regn var mikið, fljótið í vexli og leysingu, lítt fært, myrkt af nóttu. Var eigi annars kostur en ríða vildi heim til sín aplur, var opt djarftækur til vatnsfalla. Mereiðarmaður hans reið undan, komst naum- lega vestur yfir, og sá eigi, hvernig til gekk. Lík séra Þor- leifs fannst strax eptir, var graf- ið á Breiðabólsstað. Nálægt Jónsmessu um sum- arið dó á Bessastöðum jómfrú Appollonía Svartzkopf; þar um ei fleira. — Um veturinn áður, eftir jól ó sunnudagskveld, hvarf þar 12 vetra gömul stúlka, liét Guðrún Björnsdótt- ir, tekin af amtmanninum til fósturs; fannst látin þar i tjörn- inni, hvað honum féll þunglega; var sómasamlcga grafin. 1 725: Þann 9. Mai, næsta dag fyr- ir uppstigningarhátíðina, tók snjóflóð úr fjallinu af þann bæ norður í Héðinsfirði, er Vatns- endi heitir; létust þar inni 6 manneskjur. Drengir tveir voru í licytópt, komust út þann 13. sama mánaðar, mjög máttfarn- ir og lerkaðir; þó gat annar þeirra dregið sig að Hvanneyri til sóknarprestsins séra Jóns Helgasonar. Þann 14. var fólk- ið með stórum erfiðismunum grafið upp úr snjóflóðinu; fannst þar þá stúlka ein lífs með allri rænu; hún meðtók strax preslsþjónustu, dó tveim- ur dögum síðar. Voru þá að- eins 2 bæir byggðir þar í firð- inum, jjessi og annar til, af þeim 9, er áður voru og þeir flestir byggðir til bólunnar Anno 1707, en meinast, allur sá fjörður verði nú í cyði; það allt Hóladómkirkju jarðir. — Um sama tíma tók og snjóflóð af mestallan bæinn Norðureyrii í Súgandafirði fyrir vestan. Fólk komst af, en kvikfé allt með peningahúsum og búshlutir mestallir fórust. Um Isafjörð komu svo stórir snjóar og fann- lög á sama tíma, að öllum útí- gangspeningum varð að hjarga, bæði með liúsum og heyi. Skip, sem úti voru og ekki á hvolfi fylltust og sliguðust af snjó- þunganum. Víða urðu þar fjár- skaðar. (Hítardalsannáll.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.