Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 112
112
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ
SVEINN VÍKINGUR:
KIRKJA ÍSLANDS 1874-1944
I stjórnarskrá ríkisins seg-
ir svo um kirkjuna: „Hin evan-
geliska lúterska kirkja skal vera
þjóðkirkja íslands, og skal rílus-
valdið að þvi leyti styðja hana
og vernda“. Sams konar ákvæði
voru einnig i stjórnarskránni
frá 5. janúar 1874.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
stjórnarskrárinnar um stuðning
og vernd ríkisvaldsins til handa
þjóðkirkjunni, og þrátt fyrir
það, að hinar miklu eignir
kirkjunnar hafa svo að segja
allar runnið til ríkisins, verður
þvi ekki með rökum í móti
mælt, að á hinu stórfellda fram-
faratímahili á öllum sviðum
þjóðlífsins — árunum 1874—
1944 — hafa framfarir og um-
hætur á sviði kirkjumálanna
verið tiltölulega torsóttari og
seingengari en við hefði mátt
húast. Þó er ekki þar fyrir að
synja, að nokkuð hefir þokazt
þar í áttina á þessu timabili, þó
gjarnan hefðu framfarasporin
þar mátt og átt að vera stærri.
Ber sízt að vanþakka, heldur
virða og meta að verðleikum
það, sem vel hefir verið gert í
garð kirkjunnar, þó margt sé
enn óunnið, og margra umbóta
sé þörf í náinni framtíð.
Skal nú gefið stutt yfirlit yfir
það markverðasta, sem gjörzt
hefir í kirkjumálunum hér á
landi frá 1874 til þessa dags.
Biskup og kirkjuráð.
Eins og kunnugt er, var land-
inu skipt í tvö biskupsdæmi ár-
ið 1106, og hélzt sú skipan i
nærri 7 aldir. Árið 1785 er Skál-
holtsstóll fluttur til Reykjavik-
ur, og skömmu síðar er Hóla-
stóll niðurlagður og landið gjört
að einu biskupsdæmi með kon-
ungsbréfi 2. okt. 1801.
íslenzk biskupsefni þurftu
löngum að fara utan til vígslu,
og eftir að biskupsembættið var
orðið aðeins eitt, mátti búast við
að vart yrði hjá slikum vigslu-
ferðum komizt í framtíðinni.
Þetta fyrirkomulag þótti ekki
hcppilegt, og var jafnvel ekki
laust við að sumum fyndist, að
með þvi að sækja biskupsvígslu
til dansks biskups, fælist óbein
viðurkenning þess, að íslenzka
kirkjan væri dönsku kirkjunni
háð. Var því með lögum nr. 38
1909 stofnuð tvö vígslubiskups-
embætti á landinu, auk biskups-
embættisins. Er annar kjörinn
af prestum í Skálholtsbiskuþs-
dæmi forna, en hinn af prestum
Hólabiskupsdæmis, og er starf
þessara biskupa, eins og nafnið
bendir til, einkum það að vígja
nýja biskupa.
Árið 1921 voru selt lög um
biskupskosningu. Samkvæmt
þeim tilnefna allir þjónandi
prestar þjóðkirkjunnar og
kennarar guðfræðideildar Há-
skólans, hver um sig 3 menn
sem biskupsefni, er biskups-
embættið losnar. Sá er réttkjör-
inn biskup, er fær % atkvæða.
Fái enginn það atkvæðamagn,
skal embættið veitt þeim þeiri’a
þriggja, er flest atkvæði fengu,
sem kirkjustjórnin telur bezt til
þess fallinn. Núverandi biskup
landsins er fyrsti biskupinn,
"sem skipaður hefir verið sam-
kvæmt lögum þessum.
Með lögum frá 1931 var
stofnað kirkjuráð hinnar ís-
len^ku þjóðkirkju. Kirkjuráð
skipa 5 menn: 2 guðfræðingar
kjörnir af prestum þjóðkirkj-
unnar, 2 menn kosnir á liéraðs-
fundum og biskup landsins, sem
er forseti ráðsins.
Kirkjuráð hefir meðal annars
ráðgjafaratkvæði og tillögurétt
um þau mál, er kirkjuna varða
og heyra undir verksvið löggjaf-
arvaldsins. Það liefir og ráðstöf-
unarvald yfir fé því, er lagt
kann að verða til frjálsrar
kirkjulegrar starfsemi eða ann-
ara kirkjulegra þarfa.
Þegar biskupsembættin voru
sameinuð og biskupsstóllinn
fluttur til Reykjavíkur, ráðstaf-
aði ríkið hinum fornu biskups-
setrum, Hólum og Skálholti. Þó
hefir ekki enn — eftir meira
en 140 ár — verið reist eða
ákveðið varanlegt biskupssetur
í Reykjavílc og biskuparnir ver-
ið þar á hálfgerðum hrakningi
til þessa. En vonandi verður úr
því ófremdarástandi myndar-
lega bætt á næstu árum.
Prestarnir.
Árið 1874 voru samtals 174
prestaköll á landinu. Prestarnir
sátu þá við mjög misjöfn, en
þó yfirleitt harla bágborin
launalcjör, enda urðu þeir þá að
innheimta laun sín sjálfir bjá
söfnuðunum.
Árið 1880 er svo prestaköll-
unum fælckað með lögum úr
174 í 141, en jafnframt gerð
nokkur launajöfnun binna mis-
jöfnu brauða. Enn er prestaköll-
unum fækkað 1907 (1. nr. 45,
16. nóv.) úr 141 í 105, og kom
sú fækkun til framlcvæmda
jafnótt og brauðin losnuðu. Síð-
an hefir prestaköllunum verið
fjölgað aftur lítilsháttar, svo að
nú eru á landinu 112 prestaköll
með 114 prestum, ef öll presta-
lcöll eru setin.
Jafnhliða prestafækkunarlög-
unum 1907 voru kjör prestanna
lítilsháttar bætt, þannig, að þeir
prestar, sem þess æsktu, voru
leystir frá þvi að innheimta
sjálfir laun sín, en slcyldu í þess
stað hafa i árslaun lcr. 1300,00,
er hæklcaði eftir embættisaldri í
allt að lcr. 1700,00.
Með launalögunum 1919 voru
prestslaunin hækkuð í kr.
2000,00, hækkandi 3. hvert ár
upp í kr. 3000,00. Á allra síð-
ustu árum hafa svo prestarnir,
eins og aðrir starfsmenn, feng-
ið nokkrar kjarabætur, sem þó
enn eigi hafa verið lögfestar.
Yfirleitt má því segja, að kjör
prestanna hafi töluvert batnað
Sveitakirkja að innan.