Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 16

Morgunblaðið - 28.03.1991, Page 16
MQSGHNBLABK), FlM,\rrUl)AGUR38, MAJIZ fy9t Mozart með föður sínum og systur. eftir Atla Heimi Sveinsson Þann 27. janúar síðastliðinn voru 200 ár liðin frá því að Moz- art fæddist. Því er hans minnst um allan heim á þessu ári. Mozart er, af þorra manna, álitinn einn þeirra listamanna, sem hvað stærstan skerf hafa lagt til heims- menningarinnar. En hana má kalla summuna af því fallegasta og besta, sem búið hefur verið til í manna minnum. Er ekki heims- menningin arfur mannkynsins, sem fylgir því í gegnum tíðina og tengir saman ólíkar kynslóðir? Hvað er unnt að segja um Moz- art og tónlist hans á þessu Mozart- ári? Hástemmdar yfirlýsingar í rómantískum anda, með ofnotkun hástigs lýsingarorða — um guð- dómlega veru, sem stigið hafi til jarðar og dvalið hafi skamma stund meðal vor — misskilin og vanmetin — segir okkur lítið um Mozart. Og þjóðsagan um barnslegan snill- ing, glaðværan og saklausan, sem hristi 626 snilldarverk fram úr erminni fyrirhafnarlaust, bætir þar litlu við. Og ekki hjálpar heldur kæruleysisleg hótfyndni, að dæmi ungra vinsælla rithöfunda vorra í nútímastíl, sem oft er glæsileg uppgjöf andans — öruggt þreytu- merki hins ofmettaða, langskólaða, forfínaða og lífsþreytta menning- ameitanda. En hvað er það sem gerir þessa tónlist svona heillandi — ef hún er heillandi — svo snilldarlega — ef hún er snilldarleg? Algilt svar er vandfundið. Dómar manna um Mozart eru misjafnir. Eftir 200 ár er hann enn umdeildur og kann það að segja nokkuð um gildi hans. Glenn Go- uld, píanóleikarinn snjalli, segir að hann sé ofmetnasta tónskáld sög- unnar en Feruccio Busoni, sem ekki var ómerkari píanisti, segir Mozart vera fullkomnasta tónlist- armann sem uppi hafí verið. Ma- hler sagði að þegar komið væri að ítrekunarhlutanum í sónötum hans hætti tónlistin að vera áhugaverð. En Bruno Walter, hljómsveitar- stjórinn mikli, og nemandi Mahlers segir að í verkum Mozart verði sannleikurinn að fegurð, hið flókna einfalt. Skemmtileg þykir mér staka ritsnillingsins okkar, Thors Vilhjálmssonar: Wagner við hamranna hástál er felldur, hrikaleik neita ég ekki hans valds. En má ég samt biðja um Mozart heidur, minni sálu til líknar og halds. Svona getum við haldið áfram að vitna í merka menn endalaust. Mozart var barn síns tíma. V afa- laust má sanna að tónlist hans sé afsprengi þess þjóðfélags, og um- hverfis, sem hann lifði í. En öll mikil list er betri en sú þjóðfélags- skipan, sem hún endurspeglar. Við þekkjum þetta á okkaf öld: tónlist Sjostakovítsj er betri og merkilegri en það þjóðskipulag, sem Stalín kom á í Sovetríkjunum. Mozart lifði á tímum upplýsing- arinnar svokölluðu, í einvaldsþjóð- félagi, þar sem gert var ráð fyrir menntuðum einvalda. Franska stjómarbyltingin braust út á hans dögum. Kall tímans var um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Eflaust sjást merki alls þessa í verkum Mozarts, ekki kannski beint —' en fremur óbeint. Hann fann til í stormum sinna tíma eins og Stefán G. orðar það svona fallega, og eflaust má finna persónulega at- burði ævi hans, læsta dulrúnum í verkunum — meira en virðist í fljótu bragði. Tónlist Mozarts er um margt lík þeirri tónlist sem samtímamenn hans — gleymdir og rykfallnir — sömdu. Hann sker sig ekki mikið úr, fljótt á litið. Það er mjög auð- velt að ruglast á slöppu verki eftir Mozart og góðu eftir Dittersdorf, en þeir eru stundum spyrtir sam- an: Mozart er dæmi um séníið, Dittersdorf um miðlungsmanninn. Og þá vaknar spurningin; er gott verk eftir Dittersdorf (eða einhvern annan ámóta) betra en slakt verk eftir Mozart? Það er staðreynt að Mozart samdi slök verk. Þau eru ekki slæm, því einstakur léttleiki handverks, meðfæddur þokki og næmur smekkur fleyta Mozart langt í daglegu amstri sköpunar, þegar rútínan vinnur verkið fremur en innblásturinn. Mozart var frá- bær fagmaður. Lífsverk mikilla listamanna er oftast fjölbreytt og spannar vítt svið reynslu og tjáningar. Mozart gat bæði verið hefðbundinn og gamaldags, en einnig frumlegur, framúrstefnulegur eða persónuleg- ur ef svo bar undir. Hann sóttist yfirleitt ekki eftir frumleika, eins og Haydn, leitaði ekki nýrra tján- ingarleiða eins og Beethoven. Hann var ekki umbyltingarmaður í vánalegri merkingu þess orðs. Mozart gerir fínlegar breytingar og smágerðar á þeim efniviði sem hann notar. Skalinn er fíngerðari en hjá öðrum — hinir eru grófari, stórkarlalegri. Bylting Mozarts er inn á við, ekki út á við. Sagt er að Mozart sameini í tónlist sinni ítalska og þýska skól- ann — hina lagrænu eigind tón- listarinnar og hina hljómrænu — hið lárétta ferli og hið Ióðrétta — lögmál söngs og reglur hljóðfæra- sláttar. Sjálfur lagði hann mikla áherslu á að tónlist sín væri þýsk. Þó er langt frá því að hann sé þjóð- legur í þeirri merkingu, sem út- nesjamenn í tónlist hér á landi leggja í það orð. Tónlist hans er dæmigerð al- þjóðleg list. Eins og allir miklir list- amenn kunni hann vel að láta aðra hafa áhrif á sig. Hann þekkti allt hið helsta, sem áður hafði verið gert í tónlist, og kynnti sér vel það, sem var að gerast á hans tím- um, enda ferðaðist hann víða og fylgdist vel með. Hann síaði síðan út það sem hann vildi nota, um- breytti því, lagaði að persónuleika sínum og sköpunargáfu. Svo virðist sem Mozart hafi lært mikið af Haydn, Gluck og Bach. Það má færa rök fyrir því að Beet- hoven og Schubert hafi lært mikið af honum, auk flestallra rómant- ísku tónskáldanna. En hæpið er að Mozart komi frá einhverjum sérstökum skóla eða stefnu. Þaðan af síður er unnt að segja, að hann grundvalli einhvern sérstakan skóla. Ýmis mikilhæf tónskáld haf dáð og dýrkað verk hans, en eng- inn hefur reynt að stæla að neinu marki. Hvers vegna ekki? Það skilja allir tónlistarmenn. Það er vani, að kenna Mozart til klassíkur eða heiðstefnu, en þannig hefur verið reynt að þýða hugtakið á íslensku. En barokk, rókókó, klassík, rómantík, im- pressjónismi og expressjónismi eru hjálparhugtök, sem ber að nota með gát. Eg veit ekki nákvæmlega hvað klassík merkir — til eru ótal skilgreiningar og þeim ber ekki saman. Sama er að segja um ró- kókó. Eflaust má sanna að Mozart sé klassískur rókókómaður. En það má líka fínna hjá honum rómant- íska drætti, og barokkið leynir sér ekki í nokkrum verkum. Það má jafnvel finna nútímalegar óm- streytur, þó þær heyri til undan- tekninga. Maður getur lesið af bókum eft- ir lærða menn um stíleinkenni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.