Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 17
klassíska tímans og tónlistarform. En þegar maður reynir að heim- færa þessa visku upp á verk Moz- arts passar fátt af því, sem stað- hæft er. Sagt er að sónatan hefjist á framsögu — hún greinist í aðal- stef (kröftug og karlmannlegt) og aukastef (blíðlegt og kvenlegt) í annarri náskyldri tóntegund. En hjá Mozart er allur gangur á þessu. Stundum eru framsögustefin ekki tvö heldur miklu fleiri, ein hending sprettur af annarri, tónlistin sveifl- ast sífellt milli dúrs og molls, og kenningar sprenglærðra prófess- ora standast ekki. Mozart virðist jafnvígur á allar greinar tónlistar. Hann samdi söng- og hljóðfæraverk, óperur, sinfóníur, einleikskonserta, kamm- er- og einleiksverk. Af öllum þess- um tegundum hefur hann samið a.m.k. eitt frábært verk. Og á hveiju æviskeiði, eða sköpun- artímabili, semur hann einhver stórvirki. Það er athyglisvert hversu sköpunarmáttur Mozarts var stöðugur. í lífí hans eru engar eyður sköpunar. Hann semur mik- ið og hann semur reglulega, jafnt og þétt, Skrift hans er skipuleg, falleg og dálítið skrautleg. Hann var góður bréfritari, prýðilega rit- fær. Hann gat verið drepfyndinn, margar mannlýsingar eru eftir- kunna. Einnig menúettinn úr Don Giovanni og Eine kleine Nacht- musik. Tónlist Mozarts er ekki auðlærð, né auðmelt, þrátt fyrir aðgengilegt yfirbragð. Hún lumar á sér. Kannski hefur hún það sem við köllum dýpt; alltaf má upp- götva nýja samsvörun og tengsl í sömu hendingunni, sífellt sjá hana í nýju og fersku ljósi. Hann er andstæða banalítets, þess sem liggur í augum uppi, og engu leyn- ir, þeirrar tónlistar sem við fyrstu heym lætur allt uppi, eins og júró- visjónjukkið gerir, hins staðlaða og vanalega. í flestum verkum Mozarts, jafnvel hinum smæstu, leynist eitthvert ævintýr, dulítill galdur. Kannski er það þetta, sem gerir þessa tónlist svona lífseiga — hún er alltaf eins en virðist aðlaga sig smekk og listakröfum hvers tíma á undursamlegan hátt. Kannski er þetta að vera klassísk- ur. Og Mozart virðist þola sínotkun betur en flestir aðrir tónhöfundar. Fjölmiðlun gerir meira en breiða út upplýsingar — hún útjaskar andlegum verðmætum og fletur út mikinn boðskap. Ofnotkun hollívúddapparatsins á tónmáli Tsjajkovskíjs, Rakhman- ínovs og Ríkarðs Strauss olli and- legri gengisfellingu verka þeirra. Wolfgang Amadeus Mozart 307 Rithönd Mozarts: Aría Cherubins úr Brúðkaupi Figarós. minnilegar. Og hann var einstak- lega óhátíðlegur, hispurslaus, inni- legur, hreinskilinn og hlýr í bréfun- um til Konstönsu og góðvina sinna. Nú á þessum tölvutímum hafa menn tröllatrú á allskonar grein- ingu — analísu — sem ku vera allra meina bót. Það er einkenni- legt hvað analísur duga skammt á verk Mozarts. Við getum beitt hin- um harðsnúnustu aðferðum tölva, staðtalna og línurita og erum bók- staflega engu nær. Verk Mozarts smjúga úr helgreipum lærdóms- gránanna. Mozart er meira leikinn en flest önnur tónskáld, en spyija má hversu vinsæll hann sé. Tónlist hans er ímynd hámenningar, en dotta ekki flestir undir sinfóníum hans á tónleikum? Og eru þær ekki næsta líkar hver annarri? Er eitthvað í verkum Mozarts sem raunverulega höfðar til okkar í dag? Og ef svo er, þá hvað? Er það tónlistin eða goðsögnin? Ævi hans og einkalíf hafa orðið vinsæl söluvara í bókarformi, leikhúsi og kvikmynd. Hveija af Weber-systr- unum elskaði hann, hélt hann framhjá Konstönsu, hver var grá- mann sem pantaði Sálumessuna hjá honum, var hann drepinn á eitri, voru það frímúrarar eða Sali- eri sem gerðu það? Og þannig má endalaust halda áfram í viku- og glansritastíl. En kemur allt þetta tónlist hans — lífsverkinu — nokk- uð við? Svari hver fyrir sig. Hann samdi fáa „slagara“ — við kunnum fá lög eftir hann: Tuma fer á fætur, og í dag er glatt í döprum hjörtum ættum við þó að En hingað til hefur Mozart sloppið vel — líkt og Jónas Hallgrímsson. Leikritið og kvikmyndin um Ama- deus vöktu athygli milljóna á þess- ari tónlist en gengisfellingin lét á sér standa. Mozart stóðst þetta fjölmiðlaáhlaup. En nú á þessu Mozart-ári er fjöl- miðlafárið og markaðssetningin byijuð fyrir alvöru: Mozart- marsipankúlur, Mozart-líkjörar, Mozart-mæjónes, Mozart-hattar, -sokkar, -skyrtur og -buxur. Og undir listrænni dömubindaauglýs- ingu hljómar Eine kleine Nachtmu- sik og kannski uppgötvar Kókið hinn mikla meistara og setur Lac- rymosa-þáttinn úr Sálumessunni undir „alvarlega“ kók-auglýsingu. Mér þykir mjög vænt um sum verka Mozarts, og ekki endilega þau þekktustu. Því er það von mín (og trú) að Mozart standi af sér fjölmiðlafárið, auglýsingarnar og markaðssetninguna. Hún beinist að fáum verkum hans. Til eru önn- ur nær óþekkt, sem gaman er að kynnast. Opinber, „lýðræðisleg" og „alþýðleg“ menningarstefna gengur út á það eitt, að gera þekkt listaverk ennþá þekktari. En mest er spennandi fyrir hvern og einn að leita hins nýja og óþekkta. Kannski finnst töluvert af því í verkum Mozarts, ef vel er að gáð. Þó þessi tónlist sé meira en 200 ára gömul getur hún haft eitthvað að segja okkur í dag. Busoni sagði; það er ekki til nein nýmóðins eða gamaldags list — aðéins list sem varð til fyrr eða síðar. Og er ekki tónlist Mozarts dæmi um slíkt? Menningarsjóður Norðurlanda Hlutverk Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að norrænni samvinnu á sviði menningarmála. í þessum tilgangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviði vísinda, fræðslumála og almennrar menningarstarfsemi, t.d. myndlistar, bókmennta. tónlistar og leiklistar, og til sérstaks norræns samstarfs félagasamtaka. Einnig má veita styrki til verkefna sem lúta að kynningu norræns menningarsamstarfs og menningarlífs á Norðurlöndum. Styrkir eru einkum veittir til verkefna, sem unnin eru í eitt skipti fyrir öll á ýmsum sviðum menning- arlífs í víðtækum skilningi og sérstaklega til starfsemi er horfir til nýjunga. Sjóðurinn leggur áherslu á að um sé að ræða víðtæka norræna þátttöku í verkefnum, sem styrkt eru. Umsóknir þurfa að öðru jöfnu að varða fleiri en tvær Norðurlandaþjóðir til að koma til greina. Styrkir eru að öðru jöfnu ekki veittir til reglubundinnar starfsemi né til að kosta formlegt samstarf, sem þegar er komið á laggirnar. Ekki eru styrkir heldur veittir til námsdvalar eða til kennara- og nemendaskipta. Sé styrkur veittur til norræns fundahalds rennur hann til aðila, sem að skipulagningu fundar stendur en ekki beint til þátttakenda frá einstökum löndum. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins. Sjóðsstjórnin heldur fundi íjórum sinnum á ári, venjulega um miðbik mánaðanna mars, júní, september og desember. Skilafrestur umsókna til skrif- stofu sjóðsins er sem hér segir: Fyrir marsfund sjóðsstjórnar til 15. janúar, fyrir júnífund til 15. apríl, fyrir septemberfund til 15. ágúst og fyrir desemberfund til 15. október. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni i síðasta lagi á ofangreindum dögum. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má fá frá skrifstofu sjóðsins: Nordisk kulturfond, Nordisk ministerráds sekretariat, St. Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K (sími (45 33) 11 47 11), svo og í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, (sími 91-609000). LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Fjárhættuspilari semtreystirengum. Kona sem fórnaði öllu. Og ástríðan sem leiddi þau saman i hættulegustu borg heimsins. ROBERT REDFORD • LENA OLIN H A V A N A Sýnd kl. 5 og 9 í A-sal og kl. 11 í B-sal Hækkað verð. Bönnuð börnum yngri en 14 ára
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.