Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 28. MARZ '1991 Christopher Lincoln hjartaskurðlæknir. Lyfin eru að taka við eir eru yfír tvö hundruð, ís- lendingarnir, sem lagst hafa á skurðarborðið hjá Chri- stopher Lincoln hjartaskurðlækni á Brompton-sjúkrahúsinu. Hann er einn reyndasti hjartaskurð- læknir á Bretlandseyjum og fram- kvæmir um 1.200 aðgerðir á hveiju ári. Þrátt fyrir menntun sína segir Lincoln að venjulegar hjartaæðaaðgerðir muni brátt heyra sögunni til. „Það eru sífellt að koma fullkomnari og fullkomn- ari lyf á markaðinn þannig að það er spá mín að innan 50 ára muni þessar algengu „by-pass“ aðgerðir og flestar aðrar hjartaæðaaðgerðir heyra sögunni til. Hins vegar er best að taka það fram til að koma í veg fyrir misskilning að alltaf verður nauðsynlegt að skera upp við vissum fæðingargöllum, t.d. ef hjartalokurnar eru skemmdar og ef böm fæðast með gat á hjart- anu. Þannig að stéttin er ekki beint í útrýmingarhættu, “ sagði dr. Lincoln og hló. Hann bætti því síðan við að breyttar matar- og lífsvenjur fólks muni að öllum lík- indum minnka tíðni hjartasjúk- dóma á næstu árum. Þrátt fyrir þessa spá læknisins er hann, að eigin sögn, mikill nautnaseggur. „Lífíð er svo stutt að maður verður að njóta þess til fullnustu. Ég get ómögulega neit- að sjálfum mér um egg og beikon á morgnana eða að fá mér bjór eða vínglas eftir erfíðan vinnudag. Mér fínnst alveg hræðilegt að sjá starfsfélaga mína frá Bandaríkj- unum skokka daginn út og daginn inn, úða síðan í sig salati í hvert mál í stað þess að borða góða steik og slappa síðan af í góðra vina- hópi með vínglas við höndina," sagði dr. Lincoln með stríðnisg- lampa í augunum er hann sá und- runarsvipinn á blaðamanninum. Séra Jón fyrir utan Brompton-sjúkrahúsið. íslenski prest- urinn í London er ánægður með starf sitt og seg- ist ekki vita hve lengi hann ætli sér að dvelja á Englandi. „Þetta er krefjandi, en um leið mjög gef- andi starf. Mér og fjölskyldunni líður vel hér í London og með- an svo, er þá er ekkert fararsnið á okkur. Hins- Séra Jóni var veitt Fálkaorðan í íslenska sendiráð- inu í lok febrúar. Helgi Ágústsson sendiherra og séra Jón. vegar er því ekki að leyna að á vorin kemur alltaf fiðringur í okkur þegar við vitum að sauðburðurinn og heyskapurinn fer að byija í sveitinni heima í Þingeyjarsýsl- unni.“ "21 Sendikonuna eftir nautasteik 1 ■. | ■-m—■-| Ársæll Magnússon stöðvarsljóri Pósts og síma á Akureyri ásamt konu sinni. Rætt við Áisæl Magnússon, sem gekkst undir hjartaaðgerð á Brompton -sjúkrahúsinu í London Arsæll Magnússon umdæmis- stjóri Pósts og síma á Akur- eyri er einn þeirra fjölmörgu Islend- inga sem gengist hafa undir hjarta- aðgerð í Englandi. Þegar blaðamann Morgunblaðsins bar að garði á Brompton-sjúkrahúsinu voru ein- ungis fimm dagar síðan Ársæll var skorinn upp. Hann var samt hinn hressasti og það eina sem hann kvaðst geta kvartað yfir_ var að matarlystin væri horfin. „Ég er nú samt að hugsa um að senda konuna út á næsta matsölustað og koma með nautasteik handa mér. Það ætti að koma bragðlaukunum af stað aftur,“ sagði Ársæll og glotti. Sjúkrasaga umdæmisstjórans er ekki löng. Hann fór að finna fyrir verk fyrir bijósti nokkru fyrir jól og dreif sig því til Jóns Þóris Sverrisson- ar læknis á FSA. Jón var ekkert að tvínóna við hlutina og sendi Ársæl strax suður í þræðingu. Niðurstaðan úr henni var ótvíræð, 75% þrengsli á aðalæð og aðrar tvær æðar einnig að stíflast, og aðgerð því nauðsyn- leg. „Auðvitað var þetta svolítið sjokk fyrir mig svona til að byija með. Þótt ég sé orðinn 62 ára hafði ég aldrei lagst inn á sjúkrahús á ævinni og hef stundað sund og göngu reglu- lega í mörg ár. En eftir að hafa ráðfært mig við fólk sem gengið hafði í gegnum svipaða lífsreynslu varð mér strax rórra. Ég gerði mér grein fyrir að þetta væri algengur sjúkdómur og að batalíkur væru mjög góðar,“ sagði Ársæll. Akureyringurinn fékk ekki langan tíma til að hugsa málið því einungis rúmum mánuði eftir að úrskurðurinn lá fyrir var, hann kominn undir hníf- inn hjá Lincoln lækni á Brompton- sjúkrahúsinu. „Það hefði auðvitað verið betra að gangast undir þessa aðgerð heima á íslandi en þar er 5-6 mánaða bið eftir slíkri aðgerð, miðað við 4-6 vikna bið hér í Eng- landi. Mér fannst ómögulegt að bíða svo lengi og dreif mig því hingað til London.“ Ársæll situr í stjórn Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar, og er því kunnugur rekstri spítala. Hann er ánægður með aðbúnaðinn á Bromp- ton-spítalanum enda byggingin ein- ungis nokkurra mánaða gömul. Það eina sem hægt væri að kvarta yfír væri maturinn. „Það hefur varla brugðist að maturinn er yfirleitt orð- inn kaldur, þegar hann kemur hing- að upp á deildina. Á sama tíma er jógúrtin yfírleitt heit þegar hún kem- ur með morgunskammtinum. Þetta hefur hinsvegar ekki verið svo slæmt því matarlystin hefur ekki verið svo mikil síðan ég var skorinn upp,“ sagði Ársæll hlæjandi. Óllum þeim íslensku sjúklingum sem blaðamaðurinn ræddi við varð tíðrætt um hlut séra Jóns A. Bald- vinssonar í sjúkrahúsverunni. Ársæll og kona hans, Guðrún ÓSkarsdóttir, voru þar engin undantekning. „Við höfðum reyndar, heyrt af séra Jóni áður en við komum. Einn kunningi minn tók nú svo stórt upp I sig að segja að séra Jón væri hálf-gerður kraftaverkamaður. Hann myndi sjá um að ná í okkur, koma okkur á spítalann, fylgjast með okkur og eftir sjúkrahúsdvölina myndi klerk- urinn síðan bera Ársæl upp í flugvél- ina. Þetta hefur allt gengið eftir hingað til og nú bíð ég spennt að sjá hvort hann getur borið manninn minn, sem er bæði miklu stærri og þyngri en guðsmaðurinn," sagði Guðrún hlæjandi. Biðin er erfiðust - segir Svala AuðbjðrnsdfittK, sem befiffi hefur níu mánuði í Landon ettir nýjum lítfærum Svala Auðbjörnsdóttir hefur beðið í rúm þijú ár eftir nýjum líffær- um. Hún er með háþrýsting í lungun- um, en það er mjög sjaldgæfur sjúk- dómur. Þrýstingurinn veldur of miklu álagi á hjartað sem stækkar óeðlilega mikið í kjölfarið og verður smám saman óstarfhæft. „Ég fann fyrst fyrir aukinni mæði fyrir rúmum tutt- ugu árum, en hélt þá bara að ég væri að fá astma. Fyrir rúmum þrem- ur árum var þetta farið að ágerast svo að ég fór til lungnalæknis. Þá fékk ég þann úrskurð að þrýstingur- inn væri farinn að eyðileggja hjartað og skiptá þyrfti því bæði um hjarta og lungu,“ sagði Svala. í fyrstu var Svala á íslenskum sjúkrahúsum en síðan í maí 1990 hefur hún legið á Brompton-sjúkra- húsinu. Vegna sjúkdómsins getur hún varla gengið nokkur skref og þarf því hjólastól til að komast leiðar sinnar. Einnig þarf Svala sífellt að fá blóðþynningarmeðal í æð og súr- efniskút hefur hún meðferðis hvert sem hún fer. Þrátt fyrir þetta er hún ótrúlega róleg yfir þessu öllu og seg- ist bara bíða og vona að réttu líffær- in komi fljótlega.: „Halldór Halldórs- son, fyrsti íslenski hjarta- og lungna- þeginn, kom strax er hann frétti af mér og ræddi við mig. Hann út- skýrði hvernig þetta gengur fyrir sig og reynsla hans hefur hjálpað mér mikið. En það er auðvitað kaldhæðn- islegt að eins dauði sé annars brauð. Þetta olli mér miklu hugarangri til að byija með en nú er ég alveg búin að brynja mig gegn því. Þar reyndist séra Jón mér betri en enginn og höfum við rætt siðfræði lSffæraflutn- inga fram og aftur. Það verður að segjast eins og er að ég hef getað lagst rólegri út af á koddann eftir hvert skipti sem presturinn hefur rætt við mig,“ sagði Svala. Snorri Olafsson, eiginmaður Svölu, er hjá henni í Englandi. Má segja að hann sé á sérsamningi hjá starfsfólkinu því hann fær að sofa inni í sjúkraherberginu hjá konu sinni enda er hún á einkastofu. „Það er ómetanlegt að hafa einhvem fjöl- skyldumeðlim hjá sér og eiginmaður minn og börnin hafa reynst mér mikil stoð og stytta í þessum veikind- um mínum,“ sagði Svala. „Dætur mínar voru hjá mér í sumar og síðan hefur Snorri verið hér alveg síðan síðastliðið haust. Sem betur fer fær hann að vera hjá mér í herberginu þó svo að það sé nú ekki samkvæmt sjúkrahúsreglunum. Á móti kemur hinsvegar að hann tekur ýmislegt ómak af starfsfólkinu, t.d. aðstoðar hann mig alltaf við að baða mig á morgnana og fer með mig út undir bert loft á hverjum degi ef veður leyfir,“ bætti hún við. Eins og gefur að skilja geta lækn- arnir ekkert sagt Svölu hvenær upp- skurðurinn fer fram. Það er því ekk- ert annað fyrir hana að gera en að reyna að drepa tímann eins og kost- ur er. „Ég get ekki kvartað yfir að- gerðarleysi. Við Snorri förum út á hverjum degi, ég sauma og svo horfi ég dálítið á sjónvarp. Reyndar hef ég aldrei verið mikil sjónvarpsmann- eskja en það gæti aukist núna því við erum búin að fá myndbandstæki og erum byijuð að fá þætti úr ís- lenska sjónvarpinu senda. Dætur mínar kvarta nú reyndar undan þvl að það sé aldrei hægt að ná í mig Svala Auðbjörnsdóttir ásamt eig- inmanni sínum Snorra Ólafssyni. hér á spítalanum því ég stundi partý- in hér í London svo grimmt,“ sagði Svala og brosti. „Ég hef farið í nokk- ur boð til prestsins, m.a. þegar hald- ið var upp á að þijú ár voru liðin frá því Halldór Halldórsson var skorinn upp. Síðan var ég viðstödd er séra Jón var sæmdur Fálkaorðunni í sendiráðinu fyrir nokkrum dögum. Svo má ekki gleyma því að Elísabet Bretadrottning heilsaði upp á mig hér á sjúkrahúsinu fyrir rúmum mánuði en þá var einmitt verið að leggja hornstein að nýrri álmu við spítalann. Ég hélt nú aldrei að ég myndi upplifa það að sjá drottning- una í eigin persónu en svona gerast hlutirnir. Hins vegar er því ekki að leyna að hugurinn berst ansi oft að aðgerðinni framundan og biðin er erfíð,“ sagði Svala Auðbjörnsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.