Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 22

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ 1991 Stjónunálaflokk- ar á flæðiskeri eftir Þorvald Gylfason Stjórnmálaflokkarnir virðast ekki njóta mikillar hylli meðal al- mennings í landinu. Skoðanakann- anir Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands hafa sýnt það mán- uðum saman, að um eða yfir 40% kjósenda hika við að greiða nokkr- um flokki atkvæði sitt í komandi kosningum. Hvers vegna njóta flokkarnir svo lítils fylgis meðal þjóðarinnar? Nærtækasta skýringin er sú, að þeir hafa brugðizt. Þeir hafa dregizt aftur úr. Þeir hafa ekki sinnt kalli tímans. Meðan öll Evr- ópa er á fleygiferð í átt til aukins frelsis og framfara í skjóli heil- brigðra markaðsbúskaparhátta, sitjum við íslendingar fastir á klafa forpokaðra stjórnmála- flokka, sem fylgjast ekki með tímanum. Kjarni vandans virðist mér vera sá, að stjórnmálaflokkamir eru allir klofnir í tvær höfuðfylkingar. Annars vegar eru menn, sem eru .hlynntir því, að markaðsöflunum sé gefinn lausari taumur í efna- hagslífinu og á öðrum sviðum þjóðlífsins almennt til að bæta lífskjörin í landinu og til að búa í haginn fyrir framtíðina í anda þess fijálsræðis, sem nú er að IÚr flokki greina há- skólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. ryðja sér til rúms í auknum mæli um alla Evrópu, bæði í vestri og austri. Hins vegar era menn, sem standa fast gegn slíkum umbót um yfirleitt til að vernda þrönga sérhagsmuni á kostnað almenn- ings. Síðar nefnda fylkingin hefur haft yfírhöndina hingað til og hef- ur enn í skjóli ranglátrar kjör- dæmaskipunar og ónógs aðhalds af hálfu almennings og fjölmiðla. Almenningur á alltaf í vök að veij- ast gagnvart harðsnúnum hags- munahópum, því að almannahagur er dreifður. Það er til dæmis eng- in tilviljun, að neytendasamtökin eru veik, en bændasamtökin sterk, þótt neytendur séu margfalt fleiri en bændur. Stjórnvöldum ber skylda til að gæta hagsmuna almennings gagn- vart þröngum sérhagsmunum. Þau hafa vanrækt þessa skyldu. Afleiðingarnar blasa við: * Við búum enn við óhagkvæm- ustu landbúnaðarstefnu og um leið hæsta matvöruverð í allri Evrópu, jafnvel þótt lífskjör láglaunafólks séu mun lakari hér en meðal ná- lægra þjóða með svipaðar tekjur. * Tiltölulega fáum útvöldum útgerðarmönnum er gefinn afla- kvóti, sem þeir geta selt fyrir svim- andi fjárhæðir í auðgunarskyni, jafnvel þótt fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar samkvæmt lögum. * Gengisskráning krónunnar er ennþá miðuð við afkomu sjávarút- vegsins fyrst og fremst, jafnvel þótt helmingur útflutningstekna okkar eigi upptök sín í öðram at- vinnugreinum, einkum iðnaði, verzlun og þjónustu. * Stjórnvöld hafa haldið áfram að leyfa meiri veiði en fiskifræð- ingar hafa talið ráðlegt, jafnvel þótt fiskstofnarnir umhverfís landið hafi minnkað verulega vegna of mikillar veiði á liðnum árum. ■ * Við búum ennþá við óhag- kvæman rekstur ríkisbanka og fjárfestingarsjóða, jafnvel þótt gjaldþrot Útvegsbankans hafi kostað almenning Ijárhæð, sem nemur um 40.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu. * Stjórnmálamenn halda áfram að ota sjálfum sér og hver öðram í bankastjórastöður og bankaráð, jafnvel þótt bankastjórn í nútíma- þjóðfélagi útheimti mikla reynslu og sérþekkingu á sviði bankamála og efnahagsmála yfirleitt. * Fjármál ríkisins eru í ólestri enn sem fyrr, jafnvel þótt þráfelld- Aöalfundur 1991 Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 12. apríl 1991 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykja- vík, og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Tillaga um breytingu á 4. gr. sam- þykkta félagsins. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu fé- lagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 8. apríl til kl.15:00 á fundardag, en eftir það á fundarstað. Skeljungur hf. Einkaumbod fyrir Shell-vörur á íslanch. Kristín Jónsdóttir sýn ir í Listasafni ASÍ KRISTÍN Jónsdóttir frá Munka- þverá opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ, Grensás- vegi 16, laugardaginn 30. mars kl. 15.00. Á sýningunni eru myndverk úr ull, gerð með þæfingu og bland- aðri tækni. Þetta er fimmta einka- sýning Kristínar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Kristín stundaði nám viðJVlynd- lista- og handíðaskóla íslands 1949-1952 og lauk þaðan teikni- kennaraprófi. Framhaldsnám stundaði hún síðar í Danmörku, Frakklandi og á Ítalíu. _ Sýning Kristínar í Listasafni ASÍ verður opin daglega kl. 14-19. Henni lýk- tif sunnudaginn 14. apríl. Kristín Jónsdóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson Jón Aðalsteinn Þorgeirsson Tónleikar á laugardag- inn á Kjarvalsstöðum JÓN Aðalsteinn Þorgeirsson, klarinettleikari, og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari, halda laugardaginn 30. mars tónleika á Kjarvalsstöðum og hefjast þeir kl. 17.00. Þeir flytja Sónötu eftir F. Poul- an tónverk fyrir klarinett og enc, Premiere Rhapsodie eftir píanó. Jón Aðalsteinn og Þor- C. Debussy, Fjögur stykki op. 5 steinn Gauti hafa unnið saman eftir A. Berg og Sónötu eftir J. undanfarin ár og leikið í Brahms í f-moll op. 120, allt sam- Reykjavík og víða út um land. * Enginn stjómmálaflokkanna hefur fjallað um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalaginu fyr- ir aldamót til nokkurrar hlítar, hvað þá tekið afstöðu til þess mik- ilvæga máls með skynsamlegum rökstuðningi, jafnvel þótt almenn- ingur sé mjög áhugasamur um nánari tengsl á milli íslands og Evrópu. Það bætir ekki úr skák, að flest- ir fjölmiðlar landsins eru tengdir stjómmálaflokkunum með einum eða öðram hætti. Þess vegna búa stjórnmálaflokkarnir og forustu- menn þeirra við minna aðhald en tíðkast í öðrum löndum yfirleitt. Stjórnmálaflokkarnir eiga sameig- inlegra hagsmuna að gæta að þessu leyti. Þeir sjá sér hag í að geta deilt og drottnað í friði á sem flestum sviðum án þess að huga að dreifðum hagsmunum almenn- ings. Þess vegna vilja stjórnmála- menn halda áfram að úthluta verð- mætum aflakvótum ókeypis á svipaðan hátt og jeppum og gjald- eyri var úthlutað á gjafverði á skömmtunarárunum. Þess vegna vilja þeir halda áfram að hafa tögl og hagldir í banka- og sjóðakerf- inu. Þess vegna sjá margir þeirra rautt, þegar minnzt er á markaðs- búskap. Höfundur erprófessor í hagfræði við Háskóla íslands. ur hallarekstur ríkisins í víðum skilningi sé ein helzta orsök verð- bólguvandans. * Erlendar skuldir þjóðarinnar era komnar upp undir 700.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu, jafnvel þótt stjórnvöld hafi heitið því að draga úr skulda- söfnun í útlöndum. * Verðbólguvandinn er óleystur enn í raun og veru, þótt verðbólg- an hafi að vísu hjaðnað í bili vegna hófsamlegra kjarasamninga. Þorvaldur Gylfason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.