Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.03.1991, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÓAGUR 28. MARZ 1991 Námslán og listamannalaun Nokkur orð til Braga Asgeirssonar Guðmundur Rúnar Lúðvíksson eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson í laugardagsblaði Morgunblaðs- ins 2. mars var grein eftir myndlist- arrýninn Braga Ásgeirsson, sem bar yfirskriftina Lög um lista- mannalaun. Greinin er að mörgu ieyti ágætt innlegg í þá umræðu sem fram fer um framtíðarskipulag á svo viðkvæmu máli sem starfslaun listamanna eru. Ég kemst þó ekki hjá því að leggja nokkur orð í belg um grein þessa þar sem Bragi Ás- geirsson virðist oft í skrifum sínum um myndlist falla í þá gryfju að flokka listspírur í mismunandi þroskastig eftir aldri og hreinlega villa um fyrir lesendum. Ágætt dæmi er að fyrir nokkru fjallaði B.Á. um sýningu í Nýlistasafninu og kemst því sem næst að þeirri niðurstöðu, að af því að viðkomandi listamaður hafi ekki boðið skoðend- um upp á einhverskonar greinar- gerð í katalog um verkin sín, þá sé nánast útilokað að fjalla um verk viðkomanda. Ef rýnirinn hefur ekki, eða getur ekki, aflað sér þekkingar um þann hlut, sem hann ætlar að fjalla um er betur látið kyrrt liggja en af stað farið. í samskonar pytt virðist Bragi hafa dottið í áður- nefndri grein sl. laugardag. Grein- inni er ætlað að höfða til ráða- manna þjóðarinnar. En við skulum aðeins rýna í greinina. Þar segir m.a.: „Vita háttvirtir þingmenn að samkvæmt könnun sem ungur ónefndur myndlistamaður gerði fyrir fáum árum mun láta nærri að 750 manns séu við listnám á námslánum ytra, fyrir utan þá hér heima.“ (Feitletrun undirritaðs.) Við skulum staldra aðeins við þessi orð Braga. Hér rétt enn einu sinni er Gróa komin í umfjöllun (sem ónefndur ungur).' Hér er ekki faglega reynt að fjalla um hlutinn heldur einhver fullyrðing eða kjaftagangur látinn ráða ferðinni. Eg_ leyfi mér að vara ráðamenn og þá sem hafa lesið greinina við að taka nokkurt mark á þessu. Alla- vega þætti mér betra að fá ein- hvetja staðfestingu á þessari könn- un og að ekki einhver ónefndur hafi unnið hana. Ef það væri rétt að um 750 manns væru við listnám erlendis (það samsvarar nærri fjórum Mynd- lista- og handíðaskólum íslands) þá get ég ekki annað séð en að hér sé um gífurlegt vantraust á listnám hér heima á Fróni að ræða (Bragi er einn af kennurum MHÍ og hefur verið um árabil). En eins og ég sagði áðan þá dreg ég stórlega í efa, að þetta sé rétt. En höldum áfram að skoða grein B.Á. því nú dregur til tíðinda. Hann segir: „ ... að 750 manns séu við listnám á námslánum ytra, fyrir utan þá hér heima. Allir þessir hafa þá vísast hærri laun en grónir lista- menn í fullu starfi við listakennslu, og er þetta einungis ábending en enginn metingur, því að sérhver sem [takið nú vel eftir, innskot GRL] sannar ótvírætt ágæti sitt á listasviði á skilið að fá námslán." Skoðum þessi skrif nánar. Hér allt í einu blandar B.Á. saman launum og lánum. Hann segir „ ... vísast hærri laun. ..“. Ég segi það satt að ég hélt nú að Bragi. vissi það að námslán eru ekki laun, heldur lán tfl þeirra er stunda nám og skulu greidd af launum eftir að námi lýkur. Það er því enginn öf- undsverður sem slík lán þarf að taka á meðan nám er stundað. Bragi veit það líka. Það að stunda listnám gæti ég trúað að væri með dýrara námi sem stundað er. Reyndar veit ég það því fyrir tveim- ur árum gerði ég könnun fyrir LIN og BISN á þessum efnum. Þær töl- ur er ábyggilega hægt að fá stað- festar. En svo segir Bragi: „Því að sér- hver sem sannar ótvírætt ágæti sitt á listasviðinu á skilið að fá námslán." Ég spyr: Hverog hvenær hefur nemandi (listspíra) sannað ótvírætt ágæti sitt? Er Bragi Ás- geirsson tilbúinn að setjast í það dómarasæti fyrir ríkið, svo það sé ekki að „sóa“ í óhæfar listspírur? Það væri annars gaman og fróðlegt að fá nánari útlistun á því hvernig Bragi hugsar sér þetta. Ég trúi því ekki að hann hafi sett þetta fram bara sí svona. Það væri ekki lítill biti í munni ef einhver gæti sagt „ég hef ótvírætt sannað ágæti mitt á listasviðinu og þvi ber mér að fá námslán, þökk sé Braga Ásgeirs- syni“. Og enn heldur Bragi áfram: „En er það ekki undarlegt og jafnvel fáránlegt, að þjóð sem hefur efni á að halda úti 750 listspírum er- lendis, blautum á bak við bæði éyr- un [??? innsk. GRL] í listinni, skuli ekki hafa efni á að skapa nokkrum tugum gróinna myndlistarmanna fullan starfsfrið til listrænna átaka í nokkur ár?“ Hvað er Bragi að- fara þarna? Því miður get ég engan veginn skil- ið þessi skrif hans, sama hvað ég reyni. Telur Bragi að ef námslán verði skorin niður eða hreinlega algjörlega felld niður (nema fyrir þá sem ótvírætt hafa sannað ágæti sitt) sé hægt að skapa nokkrum tugum gróinna myndlistarmanna fullan starfsfrið til listrænna átaka í nokkur ár? Það held ég ekki. Ég held jafnvel að það sé enn fárán- legri hugmynd. Það er í raun fárán- legt að ræða í sömu andrá um starfslaun listamanna og námslaun. Það sýnir í raun ófyrirleitna öfund- sýki í garð þeirra sem stunda list- nám. Við skulum ekki gleyma því að í skrifum sínum vill' Bragi að tekið sé mark á sér, allavega hef ég reynt það. Að vísu með misjöfn- um árangri. En þegar umíjöllun er komin á það stig að etja á saman tveim ólíkum málum þá kemst maður ekki hjá því að svara. Það er margt ágætt í grein Braga, en því miður er líka margt sem hrein- lega er rangt og villandi. Hann leyf- ir sér t.d. að vitna í tvö stór nöfn í listasögunni, þá Rafael og van Gogh. Það gæti verið hollt fyrir Braga að vita að t.d. van Gogh sannaði aldrei ágæti sitt í lifanda lífi fyrir listrýnum á listsköpun sinni. Kannski þess vegna auðnað- ist honum ekki að skapa enn stór- brotnari verk. En aðalatriðið er þetta. Þegar ijalla á um listsköpun, listamanna- laun eða listgagnrýni er farsælast að gera það með innsæi og á fagleg- an hátt, og gefa Gróu á Leiti ær- legt ævilangt frí. Höfundur er myndlistarnemi í fjöltæknideild MHÍá 4. ári. ÁRNAÐ HEILLA í\Oára afmæli. Páska- U \/ dag, 31. mars, er sex- tugur Jón Þorgilsson, Heið- vangi 22, Hellu. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. OAára afmæli. Á laugar- OU daginn kemur, 30. mars, er áttræður Ingimund- ur Ingimundarson frá Svanshóli í Bjarnarfirði. Á afmælisdaginn tekur hann á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Fjarð- arseli 15, Rvík, eftir kl. 15 um daginn. AAára afmæli. Sunnu- Ovf daginn 31. mars nk. er sextugur Birgir Helgason húsasmíðameistari, Heiðar- gerði 72, Rvík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 7 f|ára afmæ^- 2- apríl I næstkomandi ervsjö- tugur Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri Reykja- víkurborgar, Einimel 26. Hann og kona hans, Herdís, taka á móti gestum á afmæl- isdaginn í félagsheimili Raf- magnsv. Reykjavíkur við Raf- stöðvarveg kl. 17-19. /? Aára afmæli. 2. apríl Ovf nk., þriðjudag, er sextug María Gröndal, Norðurbraut 41, Hafnar- firði. Maður hennar er Hörð- ur Helgason. Þau taka á móti gestum í Kiwanissalnum, Dalshrauni 1 þar í bænum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 20. 7 Oara afmæli. Hinn 2. I U apríl nk. er sjötug Hulda Agnarsdóttir frá ísafirði, Kirkjuteigi 7, Keflavík. Maður hennar var Gunnar Helgason. Hann er látinn fyrir mörgum árum. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn í sal K.K. í Keflavík, eftir kl. 20. /? Aára afmæli. Þriðju- OV/ daginn 2. apríl nk. er sextugur Þórir S. Her- sveinsson lögregluþjónn, Fjölnisvegi 4, Rvlk. Hann gerðist lögreglumaður 1952. Okukennari hefur hann verið í nær þijá áratugi. Kona hans er Guðbjörg Ármannsdóttir. Þau verða að heiman á af- 'mælisdágirin. /?Aára afmæli. Föstu- UU daginn 29. mars er sextugur Stefán S. Tryggvason lögreglumað- ur, Blikahólum 2, Rvík. Kona hans er Rannveig G. Kristjánsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. PT Aára afmæli. í dag, 28. U U mars, er fímmtugur Gylfi Sigurðsson, Boga- braut 12, Skagaströnd. Hann og kona hans eru að heiman í dag, afmælisdaginn. /? Aára afmæli. Hinn 29. UU mars er sextugur Jón Hilmar Jónsson fyrrum verkstjóri, Hrafnistu, Hafnar- firði. /I Hára rfnMdi. í dag, 28. iv þ.m., er fertugur Gunnar Þorsteinsson, Hraunbrún 46, Hafnarfirði. Hann er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Eigin- kona hans er Ingibjörg Guðnadóttir. Þau taka á móti gestum í sal félagsheimilis Kópavogs, Fannborg 2, í dag, afmælisdaginn, kí, 2Ö-23.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.