Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 28.03.1991, Síða 40
Skipting Reykjavíkur- prestakalls 5KÍPULAG REYKJAVÍKUR • JKÓLAVORÐUH.ÆÐÍN EAHNAÍROLÍ íAMKOMOHlXí BLKÍfHSf isú* AHHÍ; ST VJ> BNTAHIfMILI íUftnJA flOCAOON<5 Skri/"U ntr Jfjl WNHÖS B.táMVQHAM „Háborg íslenskrar menningar“ á Skólavörðuhæð — tillöguuppdrættir Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, frá árinu 1924, tveim- ur árum áður en farið var að ræða um nýja kirkju í Reykjavík. Nýklassísk kirkja á miðju torgi. .'zt;A HZATCVCTRlT'TTSTH' IT&J'J'TiTJh,' • <-}^(Vvv^ . 'H'HH • • i - • - I - s c á /o /a 20 A1 Yerðlaunauppdráttur af dómkirkju í Reykjavík, gerður 1930 af Eitt af frumrissum Guðjóns Samúelssonar að Hallgrímskirkju. Agúst Pálssyni frá Hermundarfelli. Fyrri grein eftir sr. Þóri Stephensen Reykvíkingar minntust á liðnu hausti tímamóta í kirkjusögu sinni, þeirra afdrifaríkustu síðan kirkja var fyrst reist í Reykjavik á 11. öld, að talið er. Ég á hér við þá atburði, sem gerð- ust síðla árs 1940, er Reykjavíkur- sókn var skipt. Þrír nýir söfnuðir urðu til, og Reykjavíkurprófasts- dæmi var stofnað, klofíð út úr hinu foma Kjalarnesprófastsdæmi. Söfn- uðirnir þrír, sem stofnaðir vom og kenndir við Hallgrím, Laugarnes og Nes, hafa nú allir minnst hálfrar aldar afmælis. Síðast hélt prófasts- dæmið samkomu í Langholtskirkju til að þakka 50 ára starf. Prestarn- ir, sem hófu starfíð í hinum nýstofn- uðu söfnuðum, vom skipaðir frá og með 1. janúar 1941, þannig að um þessar mundir er hálf öld frá því að hið raunvemlega safnaðarstarf var að byija. Þeir atburðir, sem nú er minnst, voru Reykvíkingum ekkert auðveldir á sinni tíð, og þetta kostaði allt bar- áttu, áður en það varð að vemleika. Ýmsir ágætir menn komu þar við sögu, menn sem gjarnan má minn- ast á þessum tímamótum. Við rann- sóknir mínar á sögu Dómkirkjunnar hefur ýmislegt borist upp í hendur mér um þetta efni. Ég álít, að þeir, sem unna kirkjumálum og sögu höf- uðborgarinnar, telji sér feng að því að kynnast aðdraganda þeirrar mikiu þróunar, sem þama hófst. Því er þessi grein rituð. Aðalheimild mín er fundargerðabók sóknarnefndar Dómkirkjunnar frá þessum árum. Annarra heimilda er getið sérstak- lega. Fleiri kirkjusóknir í upphafi Á landsvæði því, sem nú tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi, voru fyrr á tíð 7 kirkjur, auk Reykjavík- urkirkju. Þær voru að Nesi við Sel- tjöm, í Laugarnesi, Engey, Viðey, Gufunesi, Breiðholti og Hólmi. Kirkj- ur þessar voru allar aflagðar, nema Viðeyjarkirkja. Kirkjan að Nesi var þeirra síðust, 1797. Dómkirkjan í Reykjavík þjónaði stærstum hluta þessa landsvæðis frá 1797 og til 1940 (Prestatal og prófasta, Rvík 1940, bls. 109-110). Dómkirkjan verður of lítil Er bæjarbúum í Reykjavík fjölg- aði, varð Dómkirkjan einfaldlega of lítil fyrir söfnuðinn. Fríkirkjan bætti úr um tíma, en samt var svo komið upp úr 1920, að fólk, sem ætlaði í messu, varð stundum frá að hverfa vegna þrengsla. Það er þó ekki fyrr en 3. febrúar 1926, sem þetta mál kemur til um- ræðu á sóknarnefndarfundi, og er þá „talað um fjársöfnunarnefnd til nýrrar kirkju". Þetta kom fram í umræðum um hugsanlega byggingu jarðarfarakapellu í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Sú bygging reis aldr- ei, en kirkjubyggingarmálið varð ekki stöðvað. Það velktist að vísu lengi í farvegi ómarkvissrar um- ræðu, en fékk þó farsæla lausn að lokum. Á aðalsafnaðarfundi 6. júní 1926 kom málið enn til umræðu, og fram kom tillaga um nefnd. Nefndin var skipuð um haustið og var undir for- sæti Magnúsar Th.S. Blöndahl út- gerðarmanns. Báðir prestar kirkj- unnar störfuðu með nefndinni, þeir sr. Bjarni Jónsson og sr. Friðrik Hallgrímsson. Á almennum safnað- arfundi, 5. desember þetta sama ár, bar nefndin fram þá tillögu, „að unnið verði að því að koma upp nýrri kirkju með sæti fyrir um 1.200 taka um 800 manns.) Ætti sú kirkja að standa einhvers staðar í Austur- bænum, t.d. á Skólavörðuholtinu." (Guðjón Samúelsson hafði gert ráð fyrir mikilli kirkju þar, er hann kom fram árið 1924 með hugmynd að „háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti“.) — Tillagan var samþykkt og nefndinni falið að vinna áfram að málinu. í umræðum á fund- inum kom fram, að sr. Friðrik Hall- grímsson taldi ekki endilega nauð- synlegt, að ný kirkja kallaði á fleiri presta til þjónustu. Sýnir það, að menn hafa þá vart verið farnir að hugleiða skiptingu prestakallsins. Fjár aflað til nýrrar kirkju Á næsta ári, vorið 1927, voru kirkjunni til ágóða fyrir nýja kirkju. Hafa verður í huga, að á þessum tíma var Dómkirkjan eign ríkisins. Nefndin virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að erfítt myndi að fá ríkisvaldið til að reisa nýja kirkju í Reykjavík. Vænlegra hefur verið talið, að leggja til, að Dómkirkjan yrði afhent söfnuðinum til eignar ásamt ríflegu álagi, þ.e. peningaupp- hæð, sem svaraði til þess kostnaðar, er af því hlytist að gera kirkjuna sem nýja. Álagið hafa menn svo hugsað sér að nota til að greiða að hluta kostnað við að reisa nýja kirkju. Á aðalsafnaðarfundi 6. júní 1927 var umræðan á þessum nótum, tillaga borin fram, en engin ákvörðun tekin. Málinu var svo ekki hreyft fyrr aðalfundinum 1927 rædd á tveimur safnaðarfundum í röð og var eftir- farandi tillaga samþykkt í tvígang: „Að gefnu tilefni lýsir Dómkirkju- söfnuðurinn í Reykjavík því yfír, að sé það ósk eiganda Dómkirkjunnar, ríkissjóðs, þá er söfnuðurinn fús til fyrir sitt leyti að taka alveg við fjár- málum hennar gegn því: a) að ríkis- sjóður greiði í safnaðarins hendur 250.000 krónur til að reisa söfnuðin- um nýja kirkju til viðbótar Dómkirkj- unni eða hálfan byggingarkostnað nýrrar kirkju; b) að ríkissjóður greiði til Dómkirkjunnar í Reykjavík sem árlegt tillag, 600 krónur, gegn því að ríkisstjórnin hafí umráðarétt yfír kirkjunni, þegar stjórnvöld sérstak- lega þurfa, eins og við Alþingissetn- c) að skuld Dómkirkjunnar við ríkis- sjóð, ef nokkur verður, falli niður; d) að fjármál kirkjugarðsins í Reykjavík verði aðgreind frá fjár- málum kirkjunnar með sérstökum lögum." 1.200 manna kirkja í rómönskum stíl Við þessa ákvörðun fékk kirkju- byggingarmálið nýjan byr. í mars næsta ár var samþykkt að efna til verðlaunasamkeppni um teikningu að nýrri kirkju og ákveðið að veita þrenn verðlaun, 1.000 kr., 500 kr. og 300 kr. I útboðslýsingunni segir m.a., að kirkjan skuli gjörð „úr járn- bentri steinsteypu og verði á Skóla- vörðuhæðinni — og helst í rómönsk- én ■háústiðl928.'Þá várTiIlágánTrá"'" mgú,' þfestas£efnúr‘ög'þfestvígslur; ‘ * ‘"(SJÁBLÁÐSÍÐU t2) ma'nrísT (Dómkirkjáii var þá' tálin" 'séttTr úþp' samsEöfabáúkar"fT)ðm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.