Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 44

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARZ' 1991 m Ráðherra kynntur á dálk- sentimetrum Óviðeigandi íhlutun: Hugleiðingar vegna skrifa Uffe Elleman Jensen eftir Sólveigu Pétursdóttur Fyrir skemmstu lét menntamála- ráðherra, Svavar Gestsson, ráðu- neyti sitt auglýsa með heilsíðu aug- lýsingum í dagblöðum efni frum- varps sem enn var til meðferðar á Alþingi, og varð ráðherrann að biðj- ast afsökunar á þessum mistökum sínum, enda slík vinnubrögð eins- dæmi. En hugur virðist ekki hafa fylgt máli, því að nú hefur ráðherr- ann enn á ný farið kollsteypu á auglýsingamarkaðnum og skapað hættulegt fordæmi um leið. Sl. laugardag birtust í öllum helstu dagblöðum landsins stórar auglýsingar frá menntamálaráðu- neytinu um opnun Þjóðleikhússins, prýddum myndum af engum öðrum en stórsöngvaranum Kristjáni Jó- hannssyni og menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, hlið við hlið. I auglýsingatextanum er þjóðinni óskað ánægjulegra stunda í Þjóð- leikhúsinu og ýmsum þakkað sem tóku þátt í breytingum hússins og að lokum tilkynnt að Þjóðleikhúsið sé tekið til starfa á ný. Hér er þjóðinni: — óskað ánægjulegra stunda í húsi sem er hennar eign og hún hef- ur kostað breytingar á. — tilkynnt. um opnun húss sem skýrt hafði verið frá í öllum fjöl- miðlum, þ. á m. með beinum út- sendingum á báðum sjónvarps- stöðvum. — gert þetta kunnugt í auglýsing- um sem hún sjálf greiðir fyrir hönnun og kostnað á. — bent á verkið af hálfu stjómsýsl- unnar, ekki af manni, fyrirtæki eða félagi. Skilaboð auglýsingarinnar era hinsvegar ótvíræð, þ.e. mennta- málaráðherra réðst gegn ofureflinu, væntanlega fulltrúum löggjafar- og fjárveitingarvaldsins á Alþingi og hefði betur. Endurbætt Þjóðleikhús er hans prívat og persónulega verk, enda þessi ráðherra Alþýðubanda- lagsins á leið í kosningar. Auglýs- ingin hefði þess vegna getað verið skreytt með hinum nýju litum G-listans, rauðum og grænum, í stað fánalitanna. Þrjóskur ráðherra Þennan skilning undirstrikar Svavar Gestsson í viðtali í Þjóðvilj- anum sk laugardag, undir fyrir- sögninni „Það þurfti talsverðan skammt af þrjósku". Orðrétt segir m.a.: „Það er reyndar rétt að fara aðeins aftur í tímann og minna á að forverar mínir tveir í mennta- málaráðuneytinu höfðu skipað nefndir vegna þessa máls, en þar hæfði í rauninni ekkert gerst. En þegar við Ólafur Ragnar gátum sett kraft í málið urðu margir til að risa upp og andmæla." Metnaður þjóðar — eða manns? Það er ekkert að því að hafa metnað fyrir hönd íslenskrar menn- ingarstarfsemi en auglýsingar eins og þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni hafa ekkert með slík- an metnað að gera. Þær fela fyrst og fremst í sér misnotkun á al- mannafé rétt fyrir kosningar og þær skapa hættulegt fordæmi, því að þótt benda megi á býsna mörg varhugaverð dæmi úr auglýsingum ráðuneytanna á tímum þessarar rík- isstjórnar, þá er hér farið út fyrir velsæmismörk. Ef slíkt er látið óá- talið er hætt við ófremdarástandi. Hvar á að setja mörkin? Má eiga von á fjölda svona auglýsinga frá hinum ýmsu ráðuneytum fram að kosningum? Ef til vill fer mennta- málaráðherra þá að auglýsa á eftir- farandi hátt: „Því miður getum við ekki lokið nú við að fullgera Þjóðar- bókhlöðuna skv. stjómarsáttmálan- um, en ef við fáum áframhaldandi umboð frá þjóðinni þá lofa ég að þeirri framkvæmd verði lokið sem allra fyrst." í þessu sambandi skipti þá væntanlega engu máli að Þjóðar- bókhlaðan er hálfkörað og alls ekki séð fyrir endann á byggingu henn- ar. A árinu 1990 fékk Þjóðarbók- hlaðan aðeins 67 milljónir af þeim 265, sem sérstakur eignarskattur vegna byggingarinnar skilaði. Miðað við ósamkomulagið innan stjómarflokkanná og þá samkeppni sem þar ríkir verður e.t.v. farið að auglýsa allt milli himins og jarðar næsta mánuðinn. Kannski myndi umhverfismálaráðuneytið sjá ástæðu til þess, svona rétt til að minna á sig og sína, að óska Reyk- Sólveig Pétursdóttir „Það er ekkert að því að hafa metnað fyrir hönd íslenskrar menn- ingarstarfsemi en aug- lýsingar eins og þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni hafa ekkert með slíkan metnað að gera. Þær fela fyrst og fremst í sér misnotkun á al- mannafé rétt fyrir kosningar.“ víkingum í auglýsingu til hamingju með góða veðrið, því að rigningin væri svo heppileg fyrir gróðurinn. 0g minna má á bæklinginn fræga frá LÍN, sem Svavar Gestsson lét gera í 13 þúsund eintökum og senda öllum námsmönnum; ávarpsorð vora frá — rétt til getið — mennta- málaráðherra! Siðferðismat Menntamálaráðherra hefur nú undanfarið komið víða við á auglýs- ingamarkaðnum og eflaust finnst honum það bara allt í lagi, enda engar reglur sem gilda um slík út- gjöld hjá ráðuneytunum. Að auki hefur þing verið rofið svo að þar verður ekki kallað eftir afsökunar- beiðni á mistökum. Hann ætti hins- vegar að hafa það í huga að siðferð- ismat ráðherra og þjóðarinnar þarf alla jafna að fara saman. Hér er langur vegur frá að svo sé. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja víkurkjördæmi. eftir Pál Pétursson Laugardaginn 23. mars sl. skrif- aði utanríkisráðherra Dana, Uffe- Ellemann Jensen, viðhafnargrein í stærstu dagblöð allra Norðurland- anna samtímis. Á íslandi birtist rit- smíð ráðherrans í Morgunblaðinu undir fyrirsöginni „Þegar Norður- lönd era tilbúin". Grein þessi er mjög ákafur áróður fyrir því að Norðurlönd öll gangi í Evrópubandalagið og helst ekki seinna en strax. Hvað gengur ráð- herranum til með þessum skrifum? Hann lætur í veðri vaka að hann vilji hafa vit fyrir stjórnmálamönn- um annars staðar á Norðurlöndum og ráða þeim heilt. Nú hafa Danir áður viljað reyna að hafa vit fyrir öðram Norðurlandabúum. Við ís- lendingar höfum mörg hundrað ára reynslu af yfirráðum Dana, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem við fáum að kynnast ráðleggingum þeirra. Danir eru svo sem kunnugt er aðilar að EB. Uffe Elleman Jens- en gerir mjög lítið úr yfirstandandi viðræðum EB og EFTÁ um myndun evrópsks efnahagssvæðis, EES. Hann telur EES einungis „skiptistöð á leiðinni að hinu víðtæka samstarfi sem felur í sér skuldbinding- ar“ .. .„Spumingin sem menn verða að spyija sig nú er hversu lengi menn ætli að hafast við á þessari skiptistöð og hvort hún eigi að vera annað og meira en biðpallur, einn af þessum afskekktu og vindblásnu litlu brautarpöllum þar sem stóra lestimar brana framhjá." Nakinn ráðherra Síðan velur danski utanríkisráð- herrann líkingu úr sögu H.C. And- ersen um nýju fötin keisarans. Hann segist hafa fyrir ári valið sér „hlut- verk litla saklausa barnsins" og fært rök að því „að draumarnir um sameiningu milli EB og EFTA byggðust á á óraunhæfum vænting- um og hvatt hin Norðurlöndin til að taka stefnuna á fulla aðild að EB“. Hér tel ég að ráðherrann hafi verið óheppinn með samlíkingu, hann er ekki í hlutverki hins skarp- skyggna bams, hann er í hlutverki keisarans. Hann er nakinn enda þótt hann ímyndi sér að hann sé skartbúinn. Tilgangur skrifa ráð- herrans er augljós og annar en hann vill vera láta. Hann er ekki að hjálpa öðram Norðurlöndum, hann er að biðja um hjálp þeirra Dönum til handa og raunar er greinin öll eitt samfellt neyðaróp. Af greininni má ráða að afstaða Dana sem aðila að EB greiði ekki fyrir viðunandi niðurstöðu af samn- ingaviðræðum um EES. Ef Danir leggja sig fram um að koma í veg fyrir að EFTA-þjóðirnar nái sæmi- legum árangri, þá kann það að skaða hagsmuni okkar EFTA-þjóð- anna, enda þótt Danir séu lítils megandi í EB. Þetta eru alvarleg tíðindi þar sem EES-viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi þessa dagana. Misjafnt mat á Dönum Okkur Norðurlandabúum þykir mikið til Dana koma og lítum til þeirra með vinsemd og virðingu. Ég hef haft tækifæri til þess að kynnast viðhorfi „kontóristanna" í Brassel til Dana, það er allt annað. Þar er Danmörk álitin leiðinlegt kotríki með endalausar sérþarfir. Danir vilja t.d. hafa vinnuumhverfi og félagslegt öryggi með miklu kostnaðarsamari. hætti heldur en skrifstofugreifunum í Brussel þykir þurfa. Sjónarmið Dana hafa sáralít- inn hljómgrunn hjá EB og áhrif þeirra era ekki stórvægileg á ákvarðanatöku bandalagsins, þeir hafa t.d. einungis 16 þingmenn af 518 á Evrópuþinginu. Þessu una danskir stjórnmálamenn skiljanlega illa og róa að því öllum árum að fá önnur Norðurlönd inn í EB. Með því vonast þeir eftir að norræn sjón- armið fengju þar einhver áhrif. Ég vitna til greinar Uffe-Ellemanns Jensens: „Segjum svo að við gætum starfað þannig saman jnnan EB að það gæfi þeim gildum og hagsmun- um pólitískt vægi og slagkraft, sem Norðurlöndin eiga sameiginleg en skortir nú raunverulegan pólitískan vettvang.“ Hér fer ráðherrann villur vegar. Norræn gildi og hagsmunir eiga mjög langt í land að komast til áhrifa innan EB hvað svo sem ráðherrann dreymir. Árás á norrænt samstarf Uffe-Ellemann Jensen ræðst í grein sinni á Norðurlandasamstarfið og vanda því ekki kveðjumar. Hann telur Norðurlandasamstarfið „skuggaveröld" og segir orðrétt: „í Framkvæmdaáætlun íjafnréttismálum eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Lögð hefur verið fyrir ríkisstjórn og Alþingi framkvæmdaáætlun til næstu fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Framkvæmdaáætlunin er samin með stoð í lögum nr. 65/1985, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Við samningu framkvæmdaáætl- unarinnar hefur megináhersla verið lögð á aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna á öllum skólastigum og jafnrétti í Iaunamálum kvenna og karia. Áætlunin tekur einnig til ýmissa félagslegra réttinda svo og aðgerða til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Helstu viðfangsefni einstakra ráðuneyta á sviði jafnréttismála næstu fjögur árin eru: 1. Hlutur kvenna í nefndum á vegum ríkisins nái 25% í lok gildistíma áætlunarinnar, en hann er nú 11%. 2. Á árunum 1991-1992 verði valdar 5 stórar ríkisstofnanir t.d. á heilbrigðis- og skólasviði og athuguð kjör karla og kvenna, þ.e. laun, aðrar greiðslur og fríðindi. 3. Byggðastofnun verði frá og með árinu 1992 trýggð fjárhæð á fjárlögum hvers árs til að _ styrkja stöðu kvenna í dreifbýli. 4. ’ Tillögur nauðgunarnefndar komi til framkvæmda á gild- istíma áætlunarinnar, en þær eru m.a. að breyting verði gerð- ar á XXII. kafla almennra hegningarlaga um kynferðis- brot. Breytingar verði gerðar á lögum um meðferð opinberra mála. Haldin verði námskeið fyrir lögreglumenn og starfs- menn heilbrigðisþjónustu. Fræðsla um kynferðisbrot verði aukin í grunnámi lögreglunnar. 5. Gerð verði úttekt á stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnari fjölskylduábyrgð. 6. Jafnréttisráðgjafar verði ráðnir á árinu 1992 fyrir 2 kjördæmi til reynslu, sem vinni að leið- réttingu á stöðu kvenna í fyrir- tækjum og stofnunum. 7. Sett verði löggjöf um starfs- menntun en hún mun stuðla að auknu atvinnuöryggi kvenna. 8. Námskeið verði haldin fyrir rit- ara og fulltrúa er hefði það markmið að auka hæfni þeirra og veita þeim möguleika á launa- og stöðuhækkun. 9. Jafnrétti kvenna og karla í líf- eyrismálum verði tryggt, sérs- taklega réttindi heimavinnandi. 10. Komið verði á fót verkefna- og markaðsstofu með því markmiði að færa störf í ýms- Jóhanna Sigurðardóttir um tækni- og þjónustugreinum til landsbyggðarinnar. 11. Mörkuð verði stefna í mál- efnum fjölskyldna, 12. Úttekt verði gerð á eign karla og kvenna á fasteignum hér á landi. 13. Lög um fæðingarorlof verði endurskoðuð að því er varðar sjálfstæðan rétt fólks til töku fæðingarorlofs. 14. Stofnuð verði neyðarmót- taka fyrir fórnarlömb kynferð- isbrota og annars ofbeldis. 15. Þróunarverkefni til að fjölga atvinnutækifærum kvenna í iðngreinum. 16. Jöfnuð verði staða kynjanna á öllum skólastigum, m.a. með fræðslufundum, starfsmanna- • stefnu í skólum, námsefni án kynjafordóma, fjölskyldu- fræðslu og starfsfræðslu. Hér er aðeins fátt eitt talið í þessari framkvæmdaáætlun. Stjórnvöld hafa sérstakar skyldur í að hafa framkvæði að því að stuðla að jafnrétti kynjanna. Þess vegna er sú leið valin í framkvæmdaáætl- uninni að beina átaki að stjórnvöld- um. Gangi stjórnvöld á undan með góðu fordæmi er það vísandi veginn fyrir aðra svo sem aðila vinnumark- aðarins að gera slíkt hið sama. Höfundur er félagsmálar&ðherra. „Við samningu fram- kvæmdaáætlunarinnar hefur megináhersla verið lögð á aðgerðir til að jafna stöðu kynj- anna á öllum skólastig- um og jafnrétti í launa- málum kvenna og karla.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.