Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 51

Morgunblaðið - 28.03.1991, Side 51
MOKGlWKLAÐIÐ' I'IMMtOÖÁGIÍK xii! vík&i lð'9l' §f Albanía: Ramiz Alía vill þjóðstjórn eft- ir kosningarnar Stjórnarandstæðingar stefna að þingmeirihluta París. Reuter. LEIÐTOGI Lýðræðisflokksins albanska lýsti yfir því í gær að Ramiz Alía, forseta landsins, yrði komið frá völdum bæru stjórnarandstæðing- ar sigur úr býtum í þingkosningunum á sunnudag. Þær þykja marka þáttaskil í sögu Albaníu en þar hafa ekki farið fram lýðræðislegar kosningar frá árinu 1944. Gramoz Pashko, leiðtogi Lýðræð- isflokksins, sagði í viðtali við Reut- ere-fréttastofuna að næðu andstæð- ingar kommúnista meirihluta á þingi Albaníu væru dagar Alía á forseta- stóli taldir. Lýðræðissinnar kveðast vænta þess að fá um 60% atkvæða í kosningunum en þetta er í fyrsta skiptið sem þeir hafa tengt pólitíska framtíð forsetans niðurstöðum kosn- inganná: Fjórir aðrir flokkar stjórn- arandstæðinga bjóða fram í kosning- unum en Lýðræðisflokkurinn býður einn fram fulltrúa í öllum kjördæm- um landsins. Alía forseti sagði í viðtaii við ítalska dagblaðið La Repubblica fyrr í vikunni að mynda bæri þjóðstjóm í landinu eftir kosningarnar og skipti þá engu hver niðurstaða þeirra yrði að öðru leyti. Aðrir valkostir væru einfaldlega ekki fyrir hendi. Þessari hugmynd forsetans höfnuðu stjóm- arandstæðingar snimhendis. Alía, sem er 66 ára að aldri, varð forseti landsins árið 1985 er stalínistinn Enver Hoxha safnaðist til feðra sinna. Þrír franskir þingmenn munu fylgjast með framkvæmd þingkosn- inganna í Albaníu. í yfirlýsingu neðri deildar franska þingsins sem birt var í gær sagði að boð þessa efnis hefði borist frá Albaníu. Frönsku þing- mönnunum ey ætlað að fylgjast með framkvæmd kosninganna auk þess sem þeir hyggjast ræða við fulltrúa kommúnistaflokksins albanska og Lýðræðisflokksins, samtaka stjóm- arandstæðinga. Ramiz Alía hefur heitið því að kosningamar verði öldungis ftjálsar og lýðræðislegar en harðlínukomm- únistar hafa slakað nokkuð á klónni þar í landi á undanfömum mánuðum sökum megnrar óánægju almennings Kremlverjar hafna viðræð- um við Litháa Moskvu. Reuter. CESLOVAS Stankevicius, vara- forseti Litháens, sagði á þriðjudag að sovéska stjórnin hefði í raun hafnað tilboði Litháa um viðræður um sjálfstæðskröfur þeirra. Stankevicius sagði að litháíska stjórnin hefði lagt til að viðræðurnar hæfust í Vilnius, höfuðborg Lithá- ens, í dag en sett það skilyrði að efnt yrði til undirbúningsfundar í Moskvu. Fundurinn átti að fara fram á þriðjudag en Vitalíj Dogúzhiev, sem fer fyrir sovésku samninganefndinni, hefði neitað að ræða við Litháana. Því yrði ekki af viðræðum í Vilnius. með lífskjörin, sem þykja þau dapur- legustu í Evrópu. Um 30.000 Aiban- ir hafa flúið land á síðustu mánuðum og haft er fyrir satt að efnahags- kerfi landsins sé að hmni komið. Grænland: Umboðsmaður landsþingsins Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMÞYKKT hefur verið að stofna embætti umboðsmanns græn- lenska landsþingsins og mun hann taka afstöðu til kærumála vegna opinberrar stjórnsýslu. Þessi ákvörðun var skilyrði af hálfu nýja stjórnarflokksins Inuit Ataqatigiit, fyrir stjómarsamstarfi við Siumut. Eins og nú er háttað taka sömu stjórnvöld við kvörtunum og kvartað er yfir og hafa margir verið ósáttir við það fyrirkomulag. írak: Dyttað aðdráttarvél Reuter Rúmenskur bóndi, Calin Florea að nafni, dyttar hér að dráttarvél sinni sem hann hyggst taka í notkun eftir langt hlé. Florea smurði gripinn og gróf hann í jörðu fyrir 36 ámm þegar rúmenskur landbúnaður var þjóðnýttur því hann vildi ekki missa „þarfasta þjóninn". Síðan segist hann hafa gripið til þjóðráðs Rúmena gegn blóðsugum úr mannheimum og gróðursett hvítlauk þar sem vélin var grafin til að „bægja kommúnistunum burt“, eins og hann orðar það. Samkomulag næst um frið- arskilmála í öryggisráðinu Bandaríkjamenn hafna beiðni uppreisnarmanna um aðstoð Nikosíu. Reuter. RIKIN fimm, sem geta beitt neit- unarvaldi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, náðu samkomulagi um helstu skilmála fyrir varan- legu vopnahléi í gær, fjórum vik- um eftir að George Bush Banda- ríkjaforseti tilkynnti að hern- aðaraðgerðum bandamanna í stríðinu yrði hætt. Uppreisnar- mennirnir í írak börðust áfram við hersveitir Saddams Hússeins Iraksforseta en bandarisk stjórn- völd lýstu því yfir að Bandaríkja- menn gætu ekki komið þeim til hjálpar. Bandaríkjamenn beita sér nú fyr- ir því að öryggisráðið greiði sem fyrst atkvæði um ályktunartillögu, sem kveður á um að írakar eyði- leggi öll kjarnorku-, efna- og sýkla- vopn sín og veiji ákveðinni prósentu af olíutekjum sínum á næstu árum til að greiða stríðsskaðabætur. Full- trúar nokkurra ríkja, sem aðild eiga að ráðinu, sögðu þó ólíklegt að til- Reuter Á degi hverjum kemur mikill fjöldi flóttamanna frá írak inn á yfir- ráðasvæði bandamanna í suðurhluta landsins. Þar var myndin tekin í gær og sýnir hún flóttafólkið þiggja mat sem saudi-arabískir her- menn dreifðu. Skilyrði fyrir þátttöku s-afrískra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona: Sameini samtök sín á hálfu ári Jóhannesarborjr. Reuter. ALÞJÓÐA Olympíunefndin (IOC) veitti Suður-Afríkumönnum hálfs árs frest í gær til þess að sameina margskipta íþróttahreyf- ingu landsins undir einum hatti ef þeir vildu eiga von um að geta tekið þátt í Ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári. Sérstök sendinefnd IOC hefur kynnt sér ástand íþróttamála í Suður-Afríku undanfarna daga og þær tilslakanir sem F.W. de Klerk forseti hefur gert á aðskiln- aðarstefnu stjómar hvíta minni- hlutans. Átti nefndin meðal ann- ars fund með de Klerk en hann hefur heitið því að í júni verði búið að uppræta öll lög um kyn- þáttaaðskilnað, sem er ein af for- sendum þess að Suður-Afríku- menn fái á ný aðild að hinni al- þjóðlegu íþróttahreyfingu. Nefndin hrósaði þeim framför- um sem orðið hefðu og sagði að nú þegar yrði sérstökum samtök- um (INOCSA), sem stofnuð hefðu verið í þeim tilgangi að sameina fimm megin íþróttasamtök lands- ins undir einntn halti veit.t. bráða- birgðaaðild að IOC. Yrði INOCSA að uppfylla ákvæði Ólympíusátt- málans og taka upp samband við og öðlast viðurkenningu annarra afrískra blökkumannaríkja. Boltinn er því hjá Suður- Afríkumönnum sjálfum en deilur hafa verið á milli íþróttasamtaka landsins um sameiningu og rétt- mæti þess að hraða sameinginu þeirra í því skyni að geta keppt á Barcelona-leikunum sumarið 199Z. iLiui ídinefnd ÍOC hafði birt skilyrði sín í gær sögð- ust þrenn íþróttasamtök blökku- manna og ein samtök hvítra reiðu- búin til tafarlausrar sameiningar. Er þá aðeins eftir ein iþi'óttasam- tök hvítra sem sagst hafa vilja fara hægt í sakirnar. lagan yrði borin undir atkvæði fyr- ir páska. Júlí Vorontsov, sendiherra Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði að ríkin fimm, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu - Bandaríkin, Sovétríkin, Kína, Frakkland og Bretland - hefðu náð samkomulagi um helstu kröfurnar á hendur Irökum þótt sovésk og kínversk stjórnvöld ættu eftir að leggja blessun sína yfir ýmis atriði tillögunnar. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær að ekki kæmi til greina að Bandaríkja- menn skiptu sér af uppreisninni í írak, sem staðið hefur í fjórar vik- ur. Bandarískar flugvélar myndu ekki skjóta niður þyrlur íraska stjórnarhersins nema ef þær ógn- uðu hersveitum bandamanna í suð- urhluta íraks. Talsmenn íraskra stjómarand- stæðinga sögðu að viðbrögð Banda- ríkjamanna yllu þeim miklum von- brigðum. Bandaríkjastjórn tæki í raun afstöðu með Saddam Hussein með því að heimila honum að beita þyrlum gegn uppreisnarmönnum. Þeir ítrekuðu ásakanir sínar um að stjórnarherinn notaði þyrlurnar til að varpa taugagashylkjum og eld- sprengjum á óbreytta borgara. Um 65.000 bandarískir hermenn eru enn í suðurhluta íraks. Embætt- ismenn í Washington segja að allir hermenn Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra verði fluttir úr landinu um leið og samið hefur verið um varanlegt vopnahlé. Gert er ráð fyrir því að eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna verði sendar til landsins. Málgagn írösku stjórnarinnar, al-Jumbouriyah, sakaði í gær Bandaríkjamenn um íhlutun í inn- anríkismál íraks með því að senda flugvélar í eftirlitsflug inn fyrir loft- helgi landsins. i S i s 1 A I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.