Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristján Ragnarsson formaður LIÚ Arangursríkt kerfí í stjórn fiskveiða Morgunblaðið/Þorkell ÁRNI Snævarr, forseti Alliance Francaise, afhentir Vigdísi Finnboga- dóttur viðurkenningarskjal í tilefni þess að hún var kjörin heiðursfo- rseti félagsins. Vigdís heiðursforseti Alliance Francaise „MÉR fannst forsætisráðheiTa fara mjög vel og skilmerkilega yfir þetta málefni, sem snertir stjóm fisk- veiða,“ sagði Kinstján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, spurður álits á því sem fram kom um sjávarútvegsmál í ræðu Davíðs Oddssonai' við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. „Hann gerði grein fyrir því hve árangursríkt þetta kerfi hefur ver- ið; hve gríðarlegar breytingar það hefur haft í för með sér fyrir sjávar- útveginn og þjóðarheOdina og mat það með þeim hætti að þrátt fyrir það að alið hafi verið á öfund í kringum þetta kerfi hafi ekki komið fram tillögur sem hafa leitt til betra fyrirkomulags.“ „Mér fannst mjög eðlilegt að setja þetta fram með þeim hætti að menn ættu alltaf að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og meta þær en setja jafnframt það skilmerkilega skilyrði að þær þurfi bæði að skila betri árangri efnahagslega og jafn- framt að stuðla að meiri friði en er um núverandi kerfi.“ Margrét Frímannsdóttir Töluverð sinna- skipti „ÉG ER ánægð að heyra í fyrsta skipti svona afgerandi að Sjálfstaeðisflokkurinn ætlar að viðurkenna að það þurfi að taka á og mynda þjóðarsátt um sjávarútvegsmálin, sem er langt í frá til staðar í dag,“ sagði Margrét Frímannsdótt- ir, talsmaður Samfylkingar- innar, aðspurð um viðbrögð við því sem fram kom í setn- ingarræðu Davíðs Oddssonar við upphaf landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sjávarút- vegsmál. „Þetta eru töluverð sinna- skipti. Þegar verið var að ræða um dóm Hæstaréttar lögðum við í stjómarandstöð- unni og Samfylkingunni mesta áherslu á það að það þyrfti að setja sólarlagsákvæði í lögin og það færi fram heildarend- urskoðun á lögunum og þess yrði freistað að ná fram þjóð- arsátt. Svörin sem við fengum á þeim tíma voru útúrsnúning- ar og ekkert annað. Þannig að ég fagna því að forsætisráð- herra skuli búinn að taka upp sjónarmið Samfylkingarinnar í þessum efnum,“ sagði Mar- grét. Halldór Ásgrímsson Haldi sinn fund í friði fyrir mér „ÉG ER í Póllandi og hef ekki fengið neinar nánar fréttir af ræðu Davíðs og er ekki tilbúinn að tjá mig um hana fyrr en ég kem heim,“ sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsókn- arflokksins þegai' Morgunblað- ið bar undir hann það sem fram kom um sjávarútvegsmál hjá Davíð Oddssyni við setningu landsfundai' Sjálfstæðisflokks- ins. „Ég tel að Sjálfstæðisflokk- urinn eigi að halda sinn fund í friði, fyiir mér að minnsta kosti,“ sagði Halldór. „Hann getur þess að í framtíð- inni komi til greina að við greiðum hærri þjónustugjöld en við gerum. Það hefur okkur alla tíð verið ljóst. Við sjáum hins vegar hvernig upp- gjör þessara fyrirtækja og afkoma þeirra í dag lítur út; hvernig rækjuveiðarnar standa í dag og hvernig loðnuafurðirnar eru að hrynja í verði. Við sjáum að sjávar- útvegurinn hefur ekki burði til neinna viðbótargreiðslna eins og staðan er í dag. En að slíkt sé til skoðunar, ef staðan batnar, finnst mér ósköp eðlilegt. Við vonum að sá tími komi að afkoman verði með þeim hætti að hún leyfi það. í þess- ari ræðu kom ekkert fram annað en jákvæði gagnvart núverandi kerfi og viðvörun gagnvart afleið- ingum þess að breyta því á ein- hvern hátt.“ Gerði grín að sjónarmiði uin sameiginlega auðlind Kristján lýsti hneykslan sinni á frásögn, fréttamati og ályktunum ritstjórnar Morgunblaðsins út frá „MENN hafa alltaf tekið málefna- legi'i gagnrýni. Það er auðvitað mikilvægt,“ sagði Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra þegar leitað var álits hans á ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra um sjávarútvegsmál í setn- ingarræðu landsfundar Sjálfstæðis- flokksins í gær. Davíð sagði meðal annars að óskynsamlegt væri að gera lítið úr þeim athugasemdum sem gerðar væru, síst þeirri að ver- ið sé að hafa hina sameiginlegu auðlind af þjóðinni. Um þetta sagði sjávarútvegs- ráðhen-a einnig: „Þessi löggjöf er í þróun. Það er að störfum nefnd allra þingflokka sem er að fjalla um það með hvaða hætti eigi að nýta auðlindir landsins, bæði til lands og sjávar. Ég tel að það sé mjög mikilvæg vinna og hún sé forsenda þess að menn nái sátt um nýtingu auðlindanna, hægt verði að koma fram reglum sem eru sambærilegar gagnvart öllum auð- lindum, hvort sem þær eru á landi eða í sjó. Þannig verða menn að ræðu Davíðs og sagði að Morgun- blaðið hefði t.d. reifað ræðuna án þess að geta tilvísunar Davíðs til uppnefnis á útgerðarmönnum sem Morgunblaðið hefði fundið upp og Davíð hefði deilt á í ræðunni. Spurður um tilvísun Davíðs til þess að síst ætti að gera lítið úr þeirri athugasemd að verið sé að hafa hina sameiginlegu auðlind af þjóðinni, sagði Kristján: „Það er verið að reyna að ala á því að það sé verið að því. Jafnframt undir- strikaði hann að sjávarútveginum hefði gengið betur og að þjóðin hefði í ríkum mæli notið þeirra framfara, sem sjávarútvegurinn hefur skapað. Hann var ekki með neinum hætti að gera því skóna að það sé verið að hafa af þjóðinni auðlindina. Það eru slík öfugmæli og ég held að hann hafi verið að taka sér þetta í munn til að gera grín að þessum sjónarmiðum, sem þama hafa kom- ið fram, með hliðsjón af því sem hann sagði um árangurinn af kerf- inu.“ vera opnir fyrir málefnalegri um- ræðu.“ Forsætisráðherra sagði einnig að ef gera ætti breytingar á kerfinu yrði að tryggja að betri sátt tækist um nýtt kerfi. Um það sagði Þor- steinn: „Ég held að menn þurfi ekki að hlusta lengi á umræðu um þessi efni og margar af þeim tillögum sem settar hafa verið fram til að átta sig á að það er mikil hætta á við stígum mörg skref aftur á bak ef ýmsar af þeim hugmyndum yrðu gerðar veru- leika. Það er afskaplega mikilvægt sem þama var verið að benda á, að tillögur sem fram eru settar verða að fleyta mönnum eitthvað áfram, bæði efnahagslega og pólitískt. Fram hjá því verður ekki Utið að það stjóm- kerfi sem við höfum búið við hefur skilað okkur gríðarlegum efnahags- legum árangri og hefur verið ein meginforsenda fyrir stöðugleika og auknum kaupmætti. Menn mega ekki taka ákvarðanir í þessum efn- um sem færa lífskjaraklukkuna aftur á bak og tek ég heilshugar undir það með forsætisráðherra.“ VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Islands, var kjörin heiðursforseti Alliance Francaise á stjórnarfundi félagsins á fimmtu- daginn. Árni Snævarr, forseti fé- lagsins, afhenti Vigdísi viðurkenn- ingarskjal i tilefni heiðursnafnbót- arinnar. Að sögn Áma hafa tengsl Vig- dísar við Frakkland, þ.e. við franska tungu og menningu, ávallt verið mjög góð. Vigdís, sem var forseti félagsins frá 1975 til 1976, lagði stund á nám í frönsku, bók- menntir og leikhúsfræði í Frakk- landi og kenndi síðan frönsku um árabil. Árni sagði að Vigdís hefði átt stóran þátt í að breiða út franska tungu á íslandi. Hann Byggt undir gröfuna STARFSMENN áhaldahúss Ár- borgar unnu að því í gær, þriðja daginn í röð, að ná upp trakt- orsgröfu sem sökk í Löngudæl á Stokkseyri. Grafan var notuð til að ryðja skautasvell sem gaf sig undan þunga tækisins. í gær unnu sex menn með tvær gröfur og tvo bíla við að ná gröfunni upp. Þeir reyndu að byggja undir gröfuna og ná henni smám saman upp. Gekk það ágætlega í gær og náðist grafan aðeins nær landi en ekki tókst þó að ljúka verkinu. Síðan er ætlunin að saga eða brjóta svellið og draga hana á bjálkun- um til lands en það er 50 metra leið. Þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þarna á ferðinni í gær sá Guðmundur Sigurjóns- son verksljóri fram á erfíðan dag og kvöld. sagði að fyrstu setningamar sem jafnaldrar hans hafi lært í frönsku hafi verið „Bon jour Vigdís, bon jo- ur Gerard,“ en þetta vom upphafs- orð frönskukennsluþátta Vigdísar og Gerards Lemarquis í sjónvarp- inu. Að sögn Áma voru samskipti Is- lands og Frakklands mjög mikil- væg í augum í Vigdísar. Tveimur ámm eftir að hún var kjörin for- seti fór hún í opinbera heimsókn til Frakklands, auk þess tók hún í tvígang á móti Frakklandsforseta hér á landi. Árni sagði að í þessum heimsóknum hefði verið lagður grunnur að víðtæku samstarfi fs- lands og Frakklands í menningar- málum. Sameining kennara- félaganna samþykkt FÉLAGAR í Kennarasambandi Is- lands og í Hinu íslenska kennarafé- lagi hafa samþykkt sameiningu fé- laganna í allsherjaratkvæðagreiðslu í hvoru félaganna um sig og verður stofnþing nýs kennarasambands haldið 11.-13 nóvember næstkom- andi og tekur félagið slðan formlega til starfa 1. janúai’ ái'ið 2000. Hjá Kennarasambandinu féllu at- kvæði þannig að já sögðu 2.883 eða 76,6% og nei 687 eða 18,2%. Ógildir seðlar voru 59 eða 1,6% og auðir seðl- ar 137 eða 3,6%. Á kjörskrá voni 4.607 og greiddu 3.766 atkvæði eða 81,7%. Hjá Hinu íslenska kennarafélagi voru 1.262 á kjörskrá, en 957 greiddu atkvæði eða 75,8%. Já sögðu 694 eða 72,5%, nei 224 eða 23,4% og auðir seðlar voru 39 eða 4,1%. Kjörstjórnh' félaganna settu skil- yrði um 60% lágmarksþátttöku í at- kvæðagreiðslunni og að a.m.k. 60% þeirra eru afstöðu tækju segðu já og voru bæði þessi skilyrði uppfyllt í at- kvæðagreiðslunni. Rúta með 40 manns fór út af vegi HÓPFERÐABIFREIÐ með 40 manns fauk út af veginum við Björn- ólfsstaði í Langadal rétt eftir hádeg- ið í gær. Rútan hélst á hjólunum og engan sakaði. Farþegarnir voru sel- fluttir í ESSO-skálann á Blönduósi þar sem þeir biðu þangað til rútan gat haldið áfram. Bifreiðin var á leiðinni til Akur- eyrar þegar óhappið varð. Ki-api var á veginum og vindhviður feyktu rút- unni út af veginum. Lögregla og Hjálparsveit skáta á Blönduósi fluttu farþegana til Blönduóss. Um miðjan dag náðist rútan upp á veginn aftur og gat haldið aftur af stað norður til Akureyrar. Þótt eitt- hvað hafí þá dregið úr vindi fór hún Svínvetningabraut í síðara skiptið en þar nær vindurinn sér ekki eins upp- Morgunblaðið/Sigurður Fannar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Verður að fleyta mönnum eitthvað áfram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.