Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 13 FRÉTTIR Forsætisráðherra við umræður um hag aldraðra og öryrkja Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins Flokksmenn um 30 þúsund FLOKKSMENN Sjálfstæðis- flokksins era um 30 þúsund og þar af er helmingur í Reykjavík eða um 15 þúsund. I’etta kom m.a. fram í ræðu Kjartans Gunnai-ssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær. „Þessi mikli fjöldi félaga og fé- lagsmanna segir sína sögu um styrk og skipulagslegt afl Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á öflugt kerfí félaga um land allt og hefur það reynst hon- um vel í marga áratugi. Auk hinna einstöku félaga sem við þekkjum öll, sem hér erum, starfa innan flokksins landssamtök kvenna, ungra manna og launþega og á þessum fundi munu væntanlega bætast með fullum réttindum í þann hóp samtök eldri sjálfstæðis- manna sem stofnuð voru fyrir rúmu ári.“ Sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar Þarf að stíga skrefin varlega „EG hef alltaf verið þeirrar skoðun- ar að við myndum taka upp hvalveið- ar að nýju. Petta mál er hins vegar flókið. Það kemur inn á mjög víð- tæka hagsmuni okkar,“ sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartíma ráðherra Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi flokks- ins í gær. „Það þarf því að vanda allan und- irbúning að endanlegum ákvörðun- um þar um. Það þarf að gæta að þessum heildarhagsmunum og stíga skrefin varlega og það höfum við gert. En það er auðvitað fullveldis- réttur okkar Islendinga að nýta allar auðlindir sjávarins á grundvelli sjálf- bærrar þróunar," sagði Þorsteinn. Kjartan fjallaði nánar um hlut kvenna í starfi Sjálfstæðisflokksins og benti m.a. á að fengi flokkurinn mjög góða kosningu í komandi al- þingiskosningum gæti konum hugsanlega fjölgað í þingliði flokksins úr fjórum í tíu. „Þetta er mikil breyting og mun án efa styrkja mjög stuðning við flokkinn meðal kvenna og stuðla að eðlilegri þátttöku beggja kynjanna í stai’fi flokksins eins og vera ber,“ sagði hann. Tvöfalt oftar talað við fulltrúa R-listans Kjartan gerði hlut fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í ríkisfjölmiðlum einnig að umtalsefni og fullyrti að fjölmiðlum sem reknir væru fyrir almannafé væri purkunarlaust misbeitt í þágu tiltekinna stjórn- málaafla. „Þetta kom mjög vel í ljós í sveitarstjómarkosningunum síðustu en Sjálfstæðisflokkurinn Mega búast við að kjör þeirra batni verulega „Við þurfum að haga störfum okkar þannig að þeir sjái ástæðu til að treysta okkur“ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og þingmennirnir Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson bera saman bækur sínar á Landsfundinum. LANDSFUNDARFULLTRÚAR lögðu fjölmargar fyrirspumir fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins varð- andi kjör aldraðra og öryrkja og fleiri hópa þjóðfélagsins í fyrir- spumartíma á landsfundi flokksins í gær. Davíð Oddsson forsætisráð- herra ítrekaði ummæli sín úr setn- ingarræðu landsfundarins um að athugun hefði leitt í ljós að kjör ör- yrkja og aldraðra hefðu hmnið á ámnum 1987-1991, en ríkisstjóm- inni hefði hins vegar tekist að rétta hag þessara hópa við á seinustu ár- um. „Eg sé fyrir mér að veruleg kaupmáttaraukning geti orðið hjá þessum hópum á næstunni,“ sagði Davíð. „Ég tel að öryrkjar og aldr- aðir megi búast við að kjör þeirra batni vemlega á næstu mánuðum og misseram." Sanngjarnt að lífeyrissjóðir séu tekjuskattsfijálsir? Páll Gíslason tók upp áherslumál samtaka eldri borgara og benti á að 60-70% lífeyrisgreiðslna væm tilkomnar vegna arðs af lífeyrinum. Spurði hann fjármálaráðherra hvort ekki væri sanngjarnt að skattleggja þann hluta eins og aðr- ar ijármagnstekjur. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að sú forsenda að 2/3 hlutar af útgreiðslum úr lífeyris- sjóðum væm fjármagnstekjur sé sennilega rétt. „En það er fleira í þessu máli. Ef þessu verður nú breytt og það yrði tekið vegið með- altal, annars vegar 10% fjár- magnstekjuskattur af 2/3 og hins vegar fullur tekjuskattur af 1/3, er þá sanngjamt að lífeyrissjóðirnir, sem reka þessa sjóði, séu alveg tekjuskattsfrjálsir, eins og þeir em í dag? Er sanngjarnt að þessar greiðslur úr lífeyrissjóðum yrðu skattlagðar með þessum hætti en til dæmis allar bætur úr almanna- tryggingunum með fullum tekju- skatti? Ég er hræddur um að það myndu vakna ýmis önnur sann- girnisspursmál í tengslum við þetta mál. Hitt er annað að við höf- um fengið þetta til skoðunar og út- reiknings í fjármálaráðuneytinu og það er verið að vinna í því að skoða málið. Þar við situr í augnablik- inu,“ sagði Geir. Konur, aldraðir og öryrkjar kjósa síður Sjálfstæðisflokkinn Helga Guðrún Jónasdóttir spurði forsætisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að konur, aldraðir og öryrkjar kysu síður Sjálfstæðisflokkinn en aðra. Aður fyrr hefði þetta fólk verið helsta stoð flokksins. Davíð sagðist deila með Helgu áhyggj- um sínum af þessum þáttum; sem væm ekki alveg rökréttir. „Ég tel okkur þá hafa að minnsta kosti verið klaufaleg að ná til þessa fólks, því við höfum allar forsend- ur til þess, eins og við höfðum hér forðum tíð. Við erum með þessum landsfundi og með verkum okkar upp á síðkastið að leggja góðan grunn að því að þessir mikilvægu hópar, sem og aðrir, megi treysta okkur til að fara með þeirra mál- efni,“ sagði Davíð. „Við þurfum að haga störfum okkar þannig að þeir sjái ástæðu til að treysta okkur og ef okkur heppnast það, munu þeir á nýjan leik skila sér í auknum mæli til okkar,“ bætti hann við. Morgunblaðið/Árni Sæberg KJARTAN Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, benti m.a. á að hlyti Sjálfstæðisflokkurinn mjög góða kosningu í alþingiskosningunum í vor gæti konum fjölgað í þingliði sjálfstæðismanna úr fjórum í tíu. gerði eins og menn muna grein fyrir því á grundvelli óháðrar at- hugunar óháðs aðila að fréttastof- ur Ríkisútvarpsins mismunuðu mjög frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og frambjóð- endum R-listans. Það er sama hversu oft og lengi menn á þessum fjölmiðli reyna að bera þetta af sér, tölumar tala ským máli. Það er óhugsandi að það sé tilviljun þar sem tveir flokkar sitja í borg- arstjórn og em í framboði að það sé talað tvöfalt oftar við fulltrúa annars framboðslistans heldur en hins.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra Tek pólitíska ábyrgð á ráðningu Svavars DAVIÐ Oddsson forsætisráð- herra var spurður að því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hvort hann teldi viðeigandi að gera einn helsta talsmann and- stæðinga utanríkisstefnu þjóð- arinnar í 30 ár að sendiherra. Þar er átt við Svavar Gestsson, sem skipaður hefur verið sendi- herra í Kanada. „Ég tel að ég beri pólitíska ábyrgð á þessari ákvörðun ut- anríkisráðherrans. Þótt hann hafi formlega tekið ákvörðun- ina var hún tekin í samráði við mig. Ég vil ekki draga fjöður yfir það. Þetta var viðkvæm ákvörðun fyrir margra hluta sakir, bæði vegna þess sem fyr- irspyrjandi nefndi og eins höfð- um við áhyggjur af því að við væmm að blanda okkur í mál Samfylkingar og Vinstrafram- boðs. Við ákváðum að láta það lönd og leið og taka efnislega ákvörðun. Þessi tiltekni einstaklingur hefur verið formaður í stjórn- málaflokki um langt árabil, hef- ur gegnt fjölmörgum ráðherra- embættum með stuðningi meirihluta Alþingis um langa hríð. Með hliðsjón af því töldum við að kraftar hans gætu nýst til þess starfs sem hann var ráðinn í,“ sagði Davíð. Umræður og kjör vara- formanns KOSNING varaformanns Sjálfstæðisflokksins fer fram síðdegis á morgun, ef marka má dagskrá fundarins, en í dag verða m.a. umræður um ályktanir landsfundarins. St- arfshópar starfa fram yfir há- degi í dag en í kvöld verður landsfundarhóf; kvöldverður og dans á Hótel Islandi. Um 200 manns í kvöldverði Landssam- bands sjálf- stæðiskvenna LANDSSAMBAND sjálfstæð- iskvenna boðaði til kvöldverðar í Ásgarði í Glæsibæ á fimmtudags- kvöld þar sem um 200 manns, flest konur, hlýddu á ávarp Sól- veigar Pétursdóttur, frambjóð- anda til varaformannsembættis Sjálfstæðisflokksins. Einnig tóku til máls frambjóðendur til mið- stjórnar flokksins, Ásgerður Magnúsdóttir, Ásta Þórarinsdótt- ir, Elínborg Magnúsdóttir og Birna Lárusdóttir. Kosningabarátta Sólveigar ber yfirskriftina „Áræði á nýrri öld“ og nefndi hún í ræðu sinni mikil- vægi þess að breikka forystusveit Sjálfstæðisflokksins með því að kjósa konu í sæti varaformanns flokksins. Sólveig sagði hlut kvenna inn- an flokksins hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár og bæru nýleg úr- slit kosninga í öðrum landshlut- um þess glögglega merki. „Nú er að fylgja eftir glæstum árangri. Við þurfum að vera konum sem bjóða sig fram til forystu innan Sjálfstæðisflokksins hvatning," sagði Sólveig að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.