Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 16

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 16
16 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir MARGIR fengu viðurkenningar á Héraðsþingi HSK en fyrir miðju er Guðmundur Kr. Jónsson frá Umf. Sel- fossi, sem tók við verðlaunum fyrir hönd íþróttamanns ársins 1998, Magnús Aron Hallgrímsson kringlukast- ara, sem einnig er í Umf. Seifossi, en hanu var staddur erlendis við æfingar. Nýtt ferðaúti- bú á Akranesi Akranesi - Nýr umboðsmaður, Þór- dís Ai’thursdóttir, hefur tekið við sölu- umboði Norrænu ferðaskrifstofunnar, Smyril Line, Ferðaski’ifstofu Úrvals- Útsýnar og Plúsferða á Akranesi og opnað skrifstofu á Kirkjubraut 3. Þórdís er ekki alveg ókunnug ferða- málum og þjónustu vegna þeirra. Hún starfaði m.a. um árabil sem ferða- máiafuiltrúi Akranesbæjar og byggði upp öfluga ferðaþjónustu á Akranesi. Úi'val-Útsýn og Plúsferðir hafa um árabil haft umboðsskrifstofu á Akra- Að sögn Þórdísar hefur mikið verið að gera frá opnun skrifstofunnar, sem ber upp á sama tíma og mest spurn er eftir sumarleyfisferðum ársins. Hald- in var ferðakynning á dögunum og var hún vel sótt. Þórdís er bjartsýn á framtíðina og segir byrjunina hjá sér gefa góðar vonir. Þórdís mun hafa listahorn á skrifstofu sinni þar sem listamenn munu sýna verk sín og nú stendur þar yfir sýning Philippe Ricaif, sem sýnir veflistaverk og myndir úr flóka. Blönduós Sigursteinn Guðmunds- son læknir heiðraður Biönduósi - Austur-Húnvetningar þökkuðu Sigursteini Guðmunds- syni héraðslækni fjörutíu ára giftudijúgt starf í samsæti sem haldið var honum til heiðurs í fé- lagsheimilinu á Blönduósi að við- stöddu fjölmenni á sunnudag. Það var héraðasnefnd A-Húnavatns- sýslu sem stóð fyrir samkomunni fyrir hönd héraðsbúa. Lárus Ægir Guðmundsson stjórnaði samkomunni og oddviti héraðsnefndar Erlendur G. Ey- steinsson færði Sigursteini lista- verk eftir listamanninn Æju sem þakklætisvott frá íbúum héraðs- ins. Feðginin Jóna Fanney og Svavar H. Jóhannsson fluttu sam- komunni nokkur lög við góðar undirtektir, alþýðan söng og haldnar voru margar snjallar ræður. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SIGURSTEINN Guðinundsson fékk að gjöf frá íbúum A-Húnavatnssýslu listaverk eftir Æju. Talið frá vinstri Bryndís B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri héraðsnefndar, Sigursteinn Guðmundsson og sambýliskona hans, Kristín Ágústsdóttir, og Erlendur G. Eysteinsson, oddviti héraðsnefndar. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÞORDIS Arthursdóttir, hinn nýi umboðsmaður Norrænu ferðaskrif- stofunnar, Smyril Line og Ferðaskrifstofunnar Urvals-Utsýnar og Plúsferða, á skrifstofu sinni. Sjóvá-Almennar og Ferðaskrifstofa Aust- urlands í Níuna Morgunblaðið/Anna Ingólfs HANNIBAL Guðmundsson og Helgi Kjærnested, eigendur Ferðaskrif- stofu Austurlands og starfsmenn Sjóvár-Almennra, í nýju húsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum. Héraðsþing HSK s Iþrótta- maður árs- ins valinn Hellu - Fjöimenni var á 77. Hér- aðsþingi HSK sem haldið var á Laugalandi í Holtum fyrir stuttu. Um 90 fulltrúar frá 40 aðildarfé- lögum HSK og 2 sérráðum sam- bandsins mættu á þingið auk gesta og starfsmanna þingsins. Á þinginu var lögð fram 80 blaðsíðna skýrsla um starfsemi Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á liðnu ári og urðu nokkr- ar umræður um starf hreyfingar- innar á liðnu ári, enda starfið víða þróttmikið. Á þinginu var fjallað um fjölmörg mál sem framundan eru, en alls voru 18 tillögur samþykktar og ýmis mál rædd í nefndum þingsins. M.a. var lögð fram tillaga um að sækja um að Landsmót ung- mennafélaganna verði haldið í Árborg árið 2004 eða 2007. íþróttamaður ársins 1998 Fjölmörg verðlaun voru veitt á þinginu til einstakra félags- manna fyrir góðan árangur á ár- inu en 10 íþróttamenn voru til- nefndir til íþróttamanns ársins. Efstur með 140 stig var fijálsí- þróttamaðurinn Magnús Aron Hallgrímsson úr Umf. Selfoss. Hann er 22 ára kringlukastari og einn af afreksmönnum framtíð- arinnar í frjálsum íþróttum. Hann er fimmti Islendingurinn í sögunni sem kastað hefur kringlu yfir 60 metra og jafn- framt sá yngsti. Magnús kastaði lengst 60,62 metra á sfðasta keppnistímabili, sem er aðeins 38 cm frá lágmarki á Evrópumeist- aramótið í Búdapest. Magnús varð Norðurlandameistari í flokki unglinga 22 ára og yngri í Finnlandi sl. sumar og sýndi þar með að hann er langbesti kringlukastarinn í sínum aldurs- flokki á Norðurlöndum. Egilsstaðir - Sjóvá-Almennar hafa flutt í nýtt húsnæði að Miðvangi 1 á Egilsstöðum sem hefur fengið nafnið Nían. Heigi Kjærnested umboðsmað- ur Sjóvár-Almennra á Egilsstöðum hefur tekið við sem svæðisstjóri tryggingafélagsins á Austurlandi. Auk þess að reka skrifstofu Sjóvár- Aimennra hefur hann í félagi við Hannibal Guðmundsson stofnað Ferðaskrifstofu Austurlands sem hefur aðsetur í sama húsnæði. Þeir selja flugfarseðla bæði innanlands og í ferðir um ajlan heim. Þeir hafa um- boð fyrir Úrval-Útsýn, Flugleiðir, Flugfélag íslands, Islandsflug og Ferðamiðstöð Austuriands. Arshátíð Grunn- skólans í Búðardal Búðardal - Árshátíð Grunnskólans í Búðardal var haldin sunnudaginn 28. febrúar sl. Að venju komu allir nem- endur skólans fram í ýmsum atriðum og hefur árshátíð með þessu sniði ver- ið haldin í áratugi í Búðardalsskóla. Að árshátíðinni vinna kennarar ásamt nemendum og er ánægjulegt að sjá hversu eðlilegt nemendum er að standa á sviði og leika eða syngja íyrir fjölda manns. Árshátíðinni lauk með kaffiveislu þar sem foreldrar leggja til kökur og kræsingar á veisluborðið. Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir Fjáröflunarskemmtun í íþróttahúsinu á Höfn KARLAKÓRINN Jökull efnir til fjáröflunarskemmtunar í dag, laugardag. í íþróttahúsinu á Höfn. Sú skemmtun stendur írá hádegi fram á kvöld og lýkur með dansleik. Skemmtiatriði eru öll heimatilbúin af kórmönnum. Kór- inn efnir til þessara skemmtunar í tilefni væntanlegrar geislaplötu sem koma mun út í vor og söng- ferðar til Italíu í júni, auk venju- legra vortónieika á heimaslóðum. Á geislaplötunni verða hefð- bundin karlakórlög, hornfirsk lög og auk þess fimm vinsæl lög eftir Magnús Eiríksson í útsetningu söngstjórans Jóhanns Moráveks, en í lögum Magnúsar annast hljómsveit Hauks Þorvaldssonar undirleik, ásamt undirleikara kórsins Guðlaugu Hestnes. Þetta er í fyrsta skipti sem út kemur hljómdiskur með Karlakórnum Jökli en áður hefur hann átt nokkur lög á plötum og diskum með öðrum. Ítalíuferð kórsins í júní mun standa í tíu daga og verða tónleik- ar á a.m.k. fjórum stöðum í ferð- inni. Kórinn hefur ekki farið í söngferð út fyrir landsteinana ár- um saman. Karlakórinn Jökull hefur nú starfað óslitið í 26 ár og allan þann tíma hefur hann gegnt stóru hlutverki í menningarlífi Horn- firðinga. Stjómandi karlakórsins Jökuls er Jóhann Moravek, undir- ieikari Guðlaug Hestnes og for- maður Öm Amarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.