Morgunblaðið - 13.03.1999, Page 28

Morgunblaðið - 13.03.1999, Page 28
28 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sparisj óður V estmannaeyj a 27 milljóna kr. hagnaður Olíufélagið hf. ( £ssq) '“s''6' Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1998 1997 Breyt.\ Rekstrartekjur 10.462 10.910 -4% Rekstrargjöld 9.852 10.463 -6% Rekstrarhagnaður f. fjármagnsliði og skatta 610 447 +37% Fjármagnsliðir 2 18 -89% Tekju- og eignaskattur (219) (175) +25% Hagnaður af reglulegri starfsemi 393 290 +36% Hagnaður 394 285 +38% Leiðrétting RANGAR tölur birtust í töflu með grein um afkomu Olíufélags- ins hf. - Esso í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag og er hún því birt aftur. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja nam liðlega 40 millj- ónum króna fyi'ir skatta en eftir tekju- og eignarskatta nam hagnað- ur ársins 1998 26,9 milljónum króna. Heildartekjur Sparisjóðsins námu 260 milljónum króna og rekstrar- gjöld að meðtöldum afskriftum voru tæplega 220 milljónir króna. Innlán og verðbréfaútgáfa Spari- sjóðsins námu í árslok tæplega 1.798 milljónum króna og höfðu aukist um tæp 10% á árinu. Heildarinnlán sjóðsins voru í árslok tæplega 1.613 mUljónir króna og höfðu aukist um 28% á árinu. Langstærstu útlána- flokkamir voru eins og áður tU ein- staklinga og íbúðarlána, eða 52% af heUd, því næst kom sjávarútvegur með 33%, verslun og þjónusta með 9% og iðnaður og byggingastarfsemi með 4% af heildarútlánum sjóðsins. I fréttatilkynningu kemur fram að eigið fé Spaiisjóðsins nam í árslok liðlega 285 mUljónum króna og hafði aukist um rúmlega 12%. Samkvæmt reglum um eigið fé banka og spari- sjóða, CAD reglum, var eiginfjár- hlutfall 16,5% af útreiknuðum áhættugrunni í árslok 1998 en má lægst vera 8%. Sparisjóðurinn setti upp hraðbanka í verslun KA við Goðahraun í Vestmannaeyjum á fyrrihluta ársins auk þess sem Spari- sjóðurinn gerðist aðili að Verðbréfa- þingi Islands á miðju ári sem auð- veldar öU viðskipti með hlutabréf. Þá var tekið í notkun nýtt og mjög full- komið afgreiðslukerfi í Sparisjóðn- um í desember sl. sem mun hafa í för með sér aukin þægindi fyrir við- skiptamenn Sparisjóðsins. Starfs- menn Sparisjóðsins eru 15 talsins og sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragn- arsson. Þjóðarbú- skapurinn á Netinu ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gefur jafn- an út ritið Þjóðarbúskapinn á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. I ritinu er lýst framvindu efnahagsmála á liðnu ári og jafnframt er lýst mati stofnunar- innar á framtíðarhorfum í þjóðarbú- skapnum. Að þessu sinni verður birt- ing með eilítið öðru sniði en venju- lega, því ritið verður fyrst birt á heimasíðu Þjóðhagsstofnunar www.ths.is þriðjudaginn 16. mars nk. eftir kl. 16, en prentuð útgáfa mun liggja fyrir nokkrum dögum síðar. I fréttatilkynningu kemur fram að Þjóðhagsstofnun mun einnig senda þeim aðilum sem þess óska fréttatil- kynningu í tölvupósti með yfírliti yfn- helstu niðurstöður skýrslunnar á sama tíma og hún er birt í heild á Netinu. Viðkomandi geta skráð sig á útsendingarlista með því að senda beiðni ásamt upplýsingum um nafn, póstfang, símanúmer/faxnúmer og netfang til Þjóðhagsstofnunar, en netfang hennar er ths@centbk.is. Einnig er hægt að hafa samband við stofnunina með hefðbundnum hætti að Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, í síma 569 9500 eða myndsíma 562 6540. ------------------ Miðlarar á hálum ís Stokkhólmi. Reuters. KAUPHÖLLIN í Stokkhólmi hefur vísað máli Credit Suisse First Boston (CSFB) og Nordiska verð- bréfafyrirtækisins til aganefndar, sem verður falið að rannsaka hvort umrædd fyrirtæki eða staifsmenn þeirra hafí brotið reglur, vegna ásak- ana um ólögleg viðskipti með hluta- bréf í trjávörufyrirtækinu Stora. Aldrei hefur gerzt áður að mál að- ila kauphallarinnar komi til kasta aganefndarinnar, sem hefur vald til að reka þá sem gerast sekir, alfarið eða um stundarsakir, eða dæma þá í sekt að upphæð allt að 10 milljónum sænskra króna að sögn yfirmanns markaðseftirlitsins, Mats Wilhelms- son. Nýlega rak CSFB þrjá verðbréfa- sala sína í London, sem voru kallaðir „Flaming Ferraris" í höfuðið á eftir- lætis hanastéli þeirra, vegna ásak- ana um viðskipti með sænsk hluta- bréf. Einn þeira var sonur brezka milljónamæringsins Jeffrey Ai-cher, hins kunna rithöfundar og stjórn- málamanns. Sænska fjármálaeftirlitið, Fin- ansinspektionen, kannar einnig ásakanir um óheiðarleg viðskipti með bréf í Stora, sem hefur verið sameinað Enso í Finnlandi í Stora Enso. Fjármálaeftirlitið hefur samvinnu við brezk fjármálayfirvöld í málinu að þess sögn. Verðbréfasali Nordiska hefur látið af störfum að sögn fyrirtækisins. Ekki hefur áður verið minnzt á Nor- diska í sambandi við rannsóknina. I Verð fráaðeins: 830 kr. pr. nr| og boröar 4 20% afsláttur Sommer yfir 30 litir Verð frá: 830 kr. pr. m Á gólf og veggi Verð fra: 1.090 kr. pr. m Boen parket á frábæru tilboðsverði. 7 mismunandi gerðir. ? Verð frá: 2.690 kr. pr. m málning % MMÁUWNGÁVEGG! 41 HÁlfMÖTT PIASTMÁLNING GUÁSTIG <0 ^ Ertu að byggia - Víltu breyta - Þarftu að bæta? Grensásvegi 18 s: 581 2444. Opið mánud.- föstud. kl. 9-18, laugard. 10-16, sunnud. 12-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.