Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 31

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 31 ÚR VERINU w w w.Ia ndsban ki. i s Haukur GK þriðji togarinn á Hatton-bankann TOGARINN Haukur GK hélt í gær áleiðis á Hatton-banka þar sem Ernir BA og Sjóli HF hafa verið á karfaveiðum á annan mán- uð. „Eg hef verið að hugsa um að fara eftir áramót síðan í nóvem- ber og hef fylgst með gangi mála hjá Sjóla og Erni en veðrið hefur ekki verið heppilegt til veiða fyrr en nú,“ sagði Eyþór Jónsson framkvæmdastjóri Jóns Erlings- sonar ehf. sem gerir Hauk út. „Þetta er mesta veðravíti á jörðu eins og margir segja en það hefur verið þokkalegt að undan- förnu og menn eru byrjaðir að kroppa. Við höfum róið stíft allt kvótaárið en þó við eigum nægan kvóta eftir hef ég mikinn áhuga á að reyna þetta svæði. Hugmyndin er að gangi veiðin vel verði siglt með aflann til Skotlands eða Ir- lands, síðan haldið aftur til veiða og landað næst heima. Ef þetta gengur upp ætla ég að halda þessu striki áfram.“ Ernir hefur verið á veiðum á Hatton-banka í nær tvo mánuði og landað þrisvar erlendis, tvisvar á Irlandi og einu sinni í Skotlandi, samtals um 45 tonnum, aðallega karfa. „Við höfum verið á vitlausu róli í veðri en vísbending er um að þetta gangi þegar veðrið lagast," sagði Eiríkur Böðvarsson útgerð- arstjóri Ernis. Ernir kom til Reykjavíkur um liðna helgi og hefur verið unnið að því að laga það sem þurft hefur að laga í veið- arfærum og öðru en stefnt er að því að fara aftur út í næstu viku. „Veiðin er ekki merkileg - við vorum einum og jafnvel tveimur mánuðum of snemma á ferðinni - og við hefðum náð fyrrnefndum afla á nokkrum dögum ef við vær- um að byrja núna,“ sagði Eiríkur. „Hins vegar voru mjög jákvæðar fréttir og stillur í janúar en síðan hefur þetta verið eins og Lauga- vegurinn, stöðugt lægð við lægð.“ Sjóli er í þriðju ferð sinni en hann fékk um 30 tonn í fyrstu ferðinni og svo um 35 tonn. Aflinn var blandaður, einkum karfi en einnig blálanga, stinglax, skötu- selur og fleiri tegundir. „Túrarnir voru daufir en þetta er ekki fullreynt," sagði Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Sjóla- stöðvarinnar í Hafnarfirði. „Svæðið er erfitt hvað veður varð- ar en eitthvað skárra þegar janú- ar og febrúar eru búnir. Veðrið hefur verið þokkalegt að undan- förnu og það er eitthvert kropp núna.“ Eiríkur sagði að kostnaðurinn væri mikill vegna veiðanna og Haraldur tók í sama streng en sagði að sama hefði verið upp á teningnum þegar farið var í út- hafskarfann fyrir áratug. „Þetta eni í raun eins og rannsóknaleið- angrar því svæðið er svo stórt og Islendingar hafa ekki verið þarna,“ sagði Eyþór um veiðar ís- lensku skipanna á Hatton-banka. Aöalfundur w Landsbanka Islands hf. # Aöalfundur Landsbanka Islands hf. veröur haldinn í Borgar- leikhúsinu, mánudaginn 22. mars 1999, og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögurfrá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendurstjórnar með skriflegum hætti, eigi síöar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, aö Laugavegi 77, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu Landsbankans, Laugavegi 77, frá 15. - 22. mars til kl. 15:00. Atkvæöaseðlar og önnur fundargögn verða afhent viö upphaf fundarins. Reykjavík, 2. mars 1999 Bankaráð Landsbanka íslands hf. Landsbanki Isiands Danmörkul Nú ?eiur landinn komi Verðmúrinn er. HRUNINIIb Ferskur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.