Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.03.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARS-TILBOÐ á handlaugum 20% afsláttur Samkomulag næst í viðræðum um framtfð Austur-Timor Indónesar sam- þykkja at- kvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðunum, Dili. Reuters. STJÓRN Indónesíu hefur sam- þykkt að efnt verði til atkvæða- greiðslu meðal íbúa Austur-Tímor um hvort þeir vilji að landsvæðið eigi að vera áfram hluti af Indónesíu og fá víðtæk sjálfstjóm- arréttindi. Verði tillögunni um sjálfstjórn hafnað gæti það orðið til þess að Austur-Tímor fengi sjálfstæði. Samkomulagið um at- kvæðagreiðsluna vakti þó ekki mikinn fögnuð meðal íbúa Austur- Tímor; viðbrögð aðskilnaðarsinna voru varfærnisleg og stuðnings- menn Indónesíustjórnar óttuðust að atkvæðagreiðslan gæti kynt undir átökum milli þessara stríð- andi fylkinga. Samkomulag náðist í meginat- riðum um atkvæðagreiðsluna á fundi utanríkisráðherra Indónesíu og Portúgals á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrrakvöld. Gert er ráð fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar skipuleggi atkvæða- greiðsluna og að utanríkisráðherr- amir komi aftur saman í apríl til að ákveða endanlega hvernig henni verði háttað. „Ég efast ekki um að mörg vandamál eru enn óleyst," sagði Jamsheed Marker, milligöngu- maður Sameinuðu þjóðanna í við- ræðunum. „En ég tel að við höfum tekið mjög, mjög stórt skref fram á við og menn geti verið bjartsýnir á að málið verði leyst.“ Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, hafði lýst því yfír að at- kvæðagreiðslan kæmi ekki til greina og samkomulagið kom því á óvart. Ottast blóðsúthellingar Stjórn Indónesíu hefur boðist til að veita Austur-Tímor sjálfstæði verði sjálfstjórnartillögunni hafn- að eins og búist er við. Jose Ramos-Horta, útlægur leiðtogi að- skilnaðarsinna, kvaðst sannfærður um að 90% íbúanna myndu hafna því að Austur-Tímor verði hluti af Indónesíu ef vel yrði staðið að at- kvæðagreiðslunni. Sameinuðu þjóðimar yrðu að senda þangað eftirlitsmenn og gæslulið til að tryggja að Indónesar reyni ekki að hafa áhrif á niðurstöðuna. Indónesar yrðu einnig að kalla allt herlið sitt á Austur-Tímor heim. Xanana Gusmao, leiðtogi aust- ur-tímorskra uppreisnamanna, fagnaði samkomulaginu en sagði að enn væri mjög óljóst hvernig atkvæðagreiðslunni yrði háttað. Tugir manna hafa fallið í átök- um milli aðskilnaðarsinna og stuðningsmanna Indónesíustjórn- ar á Austur-Tímor síðustu mánuði. Filomeno De Jesus Hornay, leið- togi bandamanna Indónesíustjórn- ar, sagði að atkvæðagreiðslan gæti orðið til þess að átökin mögn- uðust. Austur-Tímor, sem er fyrrver- jk andi nýlenda Portúgals, var inn- ij limuð í Indónesíu með hervaldi ár- S ið 1976 en Sameinuðu þjóðirnar W hafa aldrei viðurkennt innlimun- ina. Vegghandlaug 45x35 Tilboðsverð 3.612,- Vegghandlaug 50x39 tilb.verð 4.024,- 45x36 tilb.verð 3.942,- Vegghandlaug 50x22 Tilboðsverð 2.795.- S/ VATNS VIRKINN ehf ftftn Ármúla 21, sími 532 2020 Milosevic vill að ÖSE framfylgi Kosovo-samkomulagi Borðhandlaugar frá 5.588 Vegghandlaugar frá 2.795 Verðdæmi: Borðhandlaug 56x43 Tilboðsverð 7.231.- Port-au-Prince. The Daily Telegraph. ÓGNARÖLD hefur gengið í garð á ný á Haítí í Karíbahafínu. Eyja- skeggjar hafa á liðnum mánuðum mátt búa við stjórnleysi, og meiri fátækt og ofbeldi en nokkru sinni frá því að Bandaríkjastjórn kom herstjórn Raoul Cedras, hershöfð- ingja, frá árið 1994 og Jean- Bertrand Aristide, lýðræðislega kjörnum forseta landsins, aftur til valda. Dauðasveitir Duvaliers ein- ræðisherra, sem nefndar voru Tonton Macoutes, hafa verið leyst- ar upp en fyrrverandi liðsmenn þeirra hafa haft ærinn starfa af morðum og mannránum undanfarin misseri. Ríkisstjóm Haítí hefur verið óstarfhæf í 18 mánuði og fjárlög ekki verið samþykkt frá 1997. Stjórnmál á eyjunni komust í sjálf- heldu í júní 1997 er Rosny Smarth, forsætisráðherra, sagði af sér. Rene Preval, forseti, sem tók við að Aristide árið 1995, tilkynnti íyrr í vikunni um að samkomulag hefði náðst við stjórnarandstöðuna um að koma á fót kjörstjóm sem skipu- leggja skyldi kosningar fyrir árs- lok. Tilkynningin kemur í kjölfar hótana frá Bandaríkjastjóm og Sameinuðu þjóðunum um að stöðva greiðslur alþjóðlegrar fjárhagsað- stoðar til landsins. Aðeins bjartsýn- ustu menn búast við því að loforð forsetans um að halda kosningai' muni slökkva elda vargaldarinnar sem geisað hefur á Haítí undan- farna mánuði. Ringulreið eða málamiðlun Systir Prevals forseta var særð þremur skotsáram og bílstjóri hennar myrtur í janúar sl. Jean- Yvon-Toussaint, öldungadeildar- þingmaður og stjórnarandstæðing- ur, var myrtur á heimili sínu í þess- um mánuði. Morðingjar hans hafa ekki náðst en böndin berast að stuðningsmönnum forsetans. Mischa Gaillard, leiðtogi Lýðræðis- hreyfingarinnar og andstæðingur Prevals, brást við tíðindum af morði Toussaints með orðunum: „Kostir okkar era skýrir, annað- hvort mun ríkja ringulreið ellegar málum verður miðlað." Rætur deilnanna á milli Prevals forseta og andstæðinga hans verða ekki nema að litlu leyti raktar til mismunandi stjómmálaskoðana, heldur ráða persónulegar væringar för. Stuðningsmenn forsetans segja kjarnann í hópi andstæðinga hans vera fáar vellauðugar fjölskyldur, sem bindist Bandaríkjunum sterk- um böndum og hafí gegnt lykilhlut- verki í þjóðlífinu þar til Aristide komst til valda árið 1995. Andstæð- ingar Prevals forseta segja hann hins vegar vera óhæfan og spilltan stjómmálamann. Aristide er vinsæll meðal alþýðu manna á Haítí. Hann mátti ekki bjóða sig aftur fram til forseta árið 1995 vegna reglna sem banna að menn sitji á forsetastóli í tvö kjör- tímabil í röð, en talið er víst að hann myndi sigra byði hann sig fram í forsetaskosningunum árið 2000. Eyjaskeggjar hafa nefnt ástand undanfarinna missera í stjórnmálum Haítí „maronage" upp á kreólamál sitt, sem kalla mætti lausnafælni, þ.e.a.s. tilhneigingu að horfast ekki í augu við þann vanda sem við Haítí-búum blasir. En nú er fólki nóg boðið og mótmæli hafa verið tíð í höfuðborginni Port-au- Prince undanfarnar vikur. Kennar- ar hafa beitt verkfallsvopninu og skólar verið lokaðir vikum saman. Eiturlyfjavandinnn fer einnig vaxandi á Haítí, en eyjan er í alfar- arleið smyglara sem flytja eiturlyf frá Suðm--Ameríku til Bandarílg'- anna. Oft rekur heilar tunnur af kókaíni, sem fallið hafa af hraðbát- um í smyglferðum á Karíbahafi, að ströndum Haítí. Ofbeldisaldan sem gengið hefur yfír Haítí á liðnum mánuðum er ekki síður rakin til eit- urlyfjaverslunarinnar og glæpanna sem henni fylgir, en stjórnleysis yf- irvalda. ERLENT Reuters ÖRYGGISLÖGREGLA í Port-au-Prince stendur andspænis námsmönnum, sem mótmæltu verkfalli kennara. Ivanovvarð ekki ágengt í Belgrad Belgrad, Pristina. Reuters, Daily Telegraph. FUNDUR ígors ívanovs, utanrík- isráðherra Rússlands, með Slobod- an Milosevic, forseta Júgóslavíu, í Belgrad í gær breytti engu um af- stöðu forsetans til fyrirliggjandi friðarsamkomulags um Kosovo- hérað. „Stjómvöld í Belgrad hafna algjörlega vera erlends her- eða lögregluliðs í Kosovo,“ sagði Ivanov í viðtali við fréttastofuna It- ar-tass. George Papandreou, utan- ríkisráðhena Grikklands, sat einnig fundinn. Hann kvað Serba vera þeirrar skoðunar að friðar- samkomulagi mætti framfylgja með því að fjölga eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í héraðinu. Milosevic sagð- ist þó mundu senda samningamenn sína til Frakklands á mánudag, en þá hefst önnur lota í samningavið- ræðum á milli stjórnvalda í Belgrad og leiðtoga Kosovo-Al- bana. Öryggissveitir Serba fóra um héraðið í gær, líkt og undanfama daga, stökktu fólki á flótta, lögðu eld að húsum og drápu búfénað. Hjálparstarfsmenn í Kosovo segja að ekki sé vitað um afdrif a.m.k. 4.000 manna sem stökkt hefur ver- ið á flótta vegna átakanna í Kosovo-héraði í þessari viku. Hashim Thaqi, leiðtogi stjóm- málaarms Frelsishers Kosovo (UCK), sneri aftur til Kosovo í gær en ekkert hafði bólað á honum frá því að leiðtogar Kosovo-Albana hétu því að undirrita friðarsam- komulag Tengslahóps stóveldanna í byijun vikunnar. I yfírlýsingu frá UCK, sem birt var í gær, var látið að því liggja að samkomulagið yrði undirritað þrátt fyrir ágallana sem á því væru, að því er kom fram í fréttaskeyti Associated Press. Þá sagði Ibrahim Rugova, einn leið- toga Kosovo-Albana, allt til reiðu að undirrita samkomulagið: „Við foram til Parísar og skrifum undir. Samningurinn liggur á boi-ðinu.“ Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að senda banda- rískt herlið til Kosovo, gerist þess þörf, en fyrirliggjandi samkomulag gerir ráð fyrir að 28.000 hermenn frá NATO-ríkjum framfylgi því. Samkomulag um minni olíu- framleiðslu Haag. Reuters. SAMKOMULAG tókst á fundi olíuríkja í Haag í gær um að draga úr íramleiðslu olíu, sem nemur tveimur milljónum tunna á dag, í því augnamiði að hækka verð hennar á heimsmai’kaði. Olíuverð hækkaði strax í 13 doll- £ira tunnan í gær, sem er hæsta verð í fímm mánuði. Olíumála- ráðheiTa Sádí-Arabíu sagði von- ir standa til þess að verð á olíu- fatinu hækkaði í 17-19 dollara fyrir mitt ár, eða jafnvirði 1.230- 1.370 ísl. króna, auk þess að sem hægt væri að selja allai’ fyrir- liggjandi birgðir. Ógnaröld enn á ný á Haítí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.