Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 35

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 35 ERLENT * Hague boðar „nýjan“ Ihaldsflokk London. The Daily Telegraph. VORFUNDUR breskra íhalds- manna hefst í Reading í dag og William Hague, leiðtogi þeirra, hyggst þá boða „nýjan“ Ihalds- fiokk og hvetja flokksbræður sína til að sætta sig við ófarirnar í síð- ustu kosningum og einbeita sér að framtíðinni. Rétt eins og syrgjendum er sagt eftir ástvinamissi að sorgar- tímabilinu verði að ljúka verða skilaboðin til íhaldsmanna þau að þeir verði að hætta að einblína á fortíðina. „Það er kominn tími til að við losum okkur við byrðarnar," sagði Hague við fréttamenn í fyrradag. „Nú er tímabært að við áttum okkur á hversu kosningaósigur- inn var mikill - og sýna að við séum fær um að koma fram með nýjar hugmynd- ir.“ Hague telur að breskir íhalds- menn verði að gera sér fulla grein fyrir vandamálum sínum og það sé upphafið að batanum. „Við þurfum að vera fullkomlega hrein- skilin um það sem henti okkur og eyða ekki tímanum í að heyja aftur síðustu kosningabaráttu. Það er sama hvað við horfum oft á upptök- una af kosningunum 1. maí 1997, endirinn verður alltaf sá sami. Við bíðum afhroð." Hague telur að Tony Blair for- sætisráðherra vilji halda íhalds- mönnum í fortíðinni og hamra á þeim röksemdum sem stuðluðu að stórsigri Verkamannaflokksins. Markmið sitt sé að tryggja að íhaldsmenn „heyi orrustuna í fram- tíðinni", þannig að Blair þurfi ekki að kljást við gamlan andstæðing, heldur nýjan. Ihaldsmenn verði að gera sér grein fyrir því að þeim hafi orðið á ýmis mistök á 18 ára valdatíma sínum og þurfi nú að endurheimta tiltrú þjóðarinnar. MEWAPHOF aðeins 79.000 krónur! Leigubifreiðar, vörubifreiðar og hópferðabifreiðar. Vegna mikilíar skráningar getum við nú boðið námskeið til aukinna ökuréttinaa á þessu einstaka verði. Athugið að verðið gildir aðeins þetta eina námskeió Námskeiðið hefst 17. mars. Nánari upplýsingar og skráning í síma 581 1919 ÖKUSKÚLI sunnud ^ laugarc^g FOSSHÁLSl lagerinn sel'jum Stóraukinn afsláttur af fjölmörgum vörum. Allur lagerinn í búðinni - allt á að seljast! □□□ □□ □□□□□ □□□□□ □□□□□ □□□□□ □□□□□ □□□□□ ...sportvörii Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 sunnlid h/ettir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.