Morgunblaðið - 13.03.1999, Page 46

Morgunblaðið - 13.03.1999, Page 46
46 LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ráðherrar S.iálfstæðisflokksins svöruðu fj GEIR H. Haarde fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, Halldór Blöndal s; menntamálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra sitja fyrir svörum á landsfundi. Sturla Böðvarsson alþii Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartíma u Sannfærður um að g aflaheimildir getur h TÖLUVERÐAR umræður urðu um fiskveiðistjórnkerf- ið og úthlutun aflaheimilda í fyrirspumartíma ráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði að lagt hefði verið gjald á úthlutaðar aflaheimildir allt frá upp- hafi kvótakerfisins tO að standa undir tilteknum afmörkuðum kostnaði. Sagðist hann vera sannfærður um að þetta gjald gæti hækkað smám saman eftir því sem sjávarútvegurinn styrkt- ist. Davíð Oddsson forsætisráðherra benti m.a. á að það fyrirkomulag að úthluta veiðiheimildum á skip hefði verið komið á árið 1983. Það hefði ver- ið verk manna í þeim tilgangi að tak- marka óhefta sókn og engum hefði dottið í hug að önnur leið væri fær en sú sem farin var. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum á landsfundi flokksins fyrir hádegi í gær. Landsfundarfulltrúar báru fram fjöl- margar fyrirspurnir fyrir ráðherrana um ólík málefni og stóðu umræður yfír í hálfa + * þriðju klukkustund. Egill Olafsson og Omar Friðriksson fylgdust með umræðunum. Engum datt í hug 1983 að Iáta allt aðra menn hafa kvótann Þorsteinn ságði í svari við fyrir- spum frá Birni Loftssyni að ákvarð- anir um úthlutun aflahlutdeildar á skip hefðu verið teknar 1983. Þá hafi mönnum ekki verið færð réttindi heldur var þá verið að minnka rétt manna til veiða í fiskveiðilögsögunni frá því sem áður var, að sögn ráð- herra. Hálfdán Kristjánsson spurði Davíð Oddsson m.a. að því hvemig það mætti vera að einstaklingar sem hefðu afnotaréttinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar gætu selt hann og stungið andvirðinu í vasann. Davíð sagði að fyrir árið 1983 hefðu menn getað veitt ótakmarkað þegar þeir hefðu viljað. „Veiðiflotinn var orðinn svo öflugur að það varð að stöðva frjálsar veiðar af. Það var ekki gleðilegt íyrir íslend- inga, sem höfðu staðið í frjálsum veið- um mjög lengi. Við höfðum getað teygt þann tíma með því að færa út landhelgina skref fyrir skref, í þrjár mílur, tólf milur, 50 mílur, 200 mflur og þegar öll sú viðbót kom, gátu menn veitt frjálst. Þama var svo komið 1983-84 að þetta gat ekki lengur geng- ið. Þá var spursmálið þetta, átti að láta einhverja aðra fá þessa kvóta til veiða en þá sem vora að veiða? Ég sé ekki að nokkur maður hér í salnum eða annars staðar hefði fengið þá hug- mynd að stöðva veiðar skyndflega 1983, banna þeim að veiða frjálst, sem áður höfðu gert það, og láta síðan ein- hverja allt aðra menn hafa kvótann. Það datt engum í hug þá. Þeir menn sem að þessu stóðu af okkar hálfu vora Geir Hallgrímsson, Matthías Menntamálaráðherra vill gera breytingar á re TÆKIFÆRI SCHRÖDERS AFSÖGN Oskars Lafontaines, sem fjármálaráðherra Þýskalands og formanns Jafnaðarmannaflokksins, SPD, var jafnóvænt og hún var óhjákvæmileg. Á því hálfa ári sem liðið er frá því stjórn Gerhards Schröders tók við völdum í Þýskalandi hefur flest farið úrskeiðis, sem gat far- ið úrskeiðis. Stjórnin hefur einkennst af sundurlyndi og togstreitu ráðherra, ekki síst þeirra Lafontaines og Schröders. I hverju málinu á fætur öðru hefur stjórnin far- ið offari og reynt að keyra umdeild mál í gegn án undirbún- ings og nauðsynlegs aðdraganda. Á þetta við um hugmynd- ir stjórnarinnar í kjarnorkumálum jafnt sem skattamálum, í málefnum innflytjenda jafnt sem Evrópumálum. Oftar en ekki hefur það verið fjármálaráðherrann Lafontaine sem staðið hefur í vegi fyrir tilraunum Schröders til að hasla stjórninni völl á miðju stjórnmál- anna, þeirri „nýju miðju“ sem jafnaðarmenn hétu að inn- leiða í kosningabaráttunni síðastliðið haust. Schröder reyndi fyrir kosningarnar að sannfæra kjós- endur og atvinnulífið um að hann væri ábyrgur stjórnmála- maður er myndi stjórna af skynsemi en ekki reyna að knýja í gegn róttækar breytingar. Lafontaine hefur hins vegar tekist að egna atvinnulíf Þýskalands til reiði og þar með dregið úr trausti á stjórnina í heild. Yfirlýsingar hans í Evrópumálum og stöðugar kröfur á hendur hins nýja evr- ópska seðlabanka hafa að sama skapi átt sinn þátt í að veikja stöðu evrunnar, hins sameiginlega gjaldmiðils Evr- ópusambandsins. Hversu trúverðugar eru yfirlýsingar um sjálfstæði seðlabankans er fjármálaráðherra voldugasta ríkis ESB reynir nær daglega að hafa afskipti af ákvörðun- artöku bankans? Úrslit kosninganna í sambandslandinu Hessen fyrr á ár- inu, þar sem stjórn jafnaðarmanna og græningja missti óvænt meirihluta sinn, var að flestra mati alvarleg viðvörun til stjórnarinnar og stöðugur orðrómur hefur verið um að Schröder kynni að söðla um og taka upp samstarf við FDP, flokk frjálsra demókrata í stað græningja. Þær vangaveltur hafa blossað upp að nýju í kjölfar afsagnar Lafontaines. Vandi stjórnarinnar er hins vegar djúpstæðari en svo að hann verði leystur með því að jafnaðarmenn skipti um sam- starfsflokk. Það hefur háð Schröder frá upphafi að hann hefur ekki haft tök á eigin flokki og að þær hugmyndir, sem hann hefur staðið fyrir, hafa ekki notið óskoraðs stuðnings innan SPD. Því hugmyndalega uppgjöri, sem átti sér stað í breska Verkamannaflokknum löngu áður en Tony Blair komst til valda, var frestað fram yfir kosningar af þýskum jafnaðarmönnum og má rekja þá óeiningu sem einkennt hefur stjórnarstarfið til þeirrar staðreyndar að miklu leyti. Schröder hefur nú tekist að treysta stöðu sína verulega. Hann hefur tekið við formennsku í SPD og losnað við öflug- asta andstæðing sinn innan stjórnarinnar. Hvort Lafontaine hverfur nú af vettvangi stjórnmálanna eða ákveður að láta sverfa til stáls á næsta flokksþingi og reyna á hvor njóti meiri stuðnings á enn eftir að koma í ljós. Það var hins vegar ljóst frá upphafi að miðjustefna Schröders nýtur mun víðtækari stuðnings meðal þýskra kjósenda en sósíalismi Lafontaines, þótt vissulega megi einnig færa rök fyrir því að Lafontaine geti að minnsta kosti státað af skýr- um hugmyndafræðilegum grundvelli. Afsögn Lafontaines veitir kanslaranum einstakt tækifæri til að snúa við blaðinu, hverfa frá glundroða undanfarinna mánaða og treysta stöðu stjórnar sinnar jafnt meðal þýskra kjósenda og atvinnurekenda sem erlendra samstarfsþjóða. HEIMSÓKN FORSETANS TIL PÓLLANDS OPINBER heimsókn forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Póllands á áreiðanlega eftir að efla tengslin á milli Islendinga og Pólverja. Þau hafa raunar verið að styrkjast á undanförnum árum. Töluverður hópur Pólverja starfar hér á landi. Við Islendingar höfum lengi átt margvísleg viðskipti við Pólverja. Og nú eru Pólverjar orðnir aðilar að Atlantshafsbandalaginu. En fyrst og fremst höfum við lengi litið til Pólverja með virðingu og aðdáun fyrir þá þrautseigju, sem þeir hafa sýnt í baráttu sinni fyrir lífi þjóðar sinnar á þessari öld. Þótt á mörgu hafi gengið í Evrópu síðustu eitt hundrað árin eru örlög Pólverja að mörgu leyti sérstök. Það er mikið spunnið í þjóð, sem lifir slík örlög af. BJÖRN Bjamason menntamálaráðherra segir nauðsyn- legt að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Um slíkar breytingar verði hins vegar að skapast víðtæk sam- staða og enn hafi ekki tekist sátt um breytingarnar. Þorsteinn Halldórsson spurði Bjöm á landsfundinum hvers vegna hann hefði ekki breytt rekstri RUV í sam- ræmi við ítrekaðar samþykktir landsfundar flokksins. Björn sagði að málefni Ríkisútvarpsins hefðu verið mjög til skoðunar á sínum vegum og innan Ríkisútvarps- ins á þessu kjörtímabili. Lagt hefði verið fram frumvarp að almennum útvarpslögum, sem m.a. tæki mið af þeirri þróun sem væri að verða í útvarpsmálum á Evrópska efnahagssvæðinu, en ekki hefði unnist tími til að ljúka um- ræðu um málið á Alþingi. „Mér er ljóst að það gengur ekki til frambúðar að Ríkis- útvarpið starfi áfram innan þess ramma sem núverandi lög setja því. Það þarf hins vegar að takast víðtækt sam- komulag um hvernig Ríkisútvarpinu verði breytt. Það samkomulag hefur enn ekki tekist, en það samkomulag þarf m.a. að snúast um hvemig eigi að fjármagna starf- semi Ríldsútvarpsins. Það er ljóst að afnotagjöldin era RUV getur < eftir óbreyl mjög óvinsæl, en við þurfum að tryggja því tekjustofna í staðinn. En hvað á að koma í staðinn og hvemig á að taka á málinu í ljósi breyttra krafna? Það er viðfangsefni sem menn þurfa að vinna áfram að,“ sagði Björn. Bjór og léttvín í verslanir Þorsteinn spurði Geir H. Haarde fjármálaráðherra einnig hvers vegna ekki hefðu verið gerðar breytingar á rekstri ÁTVR. „Ég tel að það fyrirkomulag sem nú er fyrir hendi í smásölu áfengis sé að mörgu leyti úrelt og standist ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.