Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 51

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 51 UMRÆÐAN Telst veiðireynsla ESB við Island 100 þús. tonn? ÚLFAR Hauksson er enn að slást við staðreyndir í nýrri svargrein til mín hér í blaðinu 5. mars sl. undir fyrirsögninni „Steinrunnar stað- reyndir Ragnstrs Armdds". Orðaval Úlfars á einkar vel við ef haft er í huga hve seigur hann er að berja höfðinu við steininn. Það er kjarninn í deilu okkar Úlfs að sj álfsákvörðunarréttur þjóðarinnar á fjölmörg- um sviðum færist yfir til stofnana Evrópu- sambandsins við aðild íslands að ESB. Úlfar neitar þessu ekki beint en hefur þó ákaft reynt að telja lesendum trú um að það breyti nán- ast engu. Úlfar viðurkennir að úthlutun veiðiheimilda til ESB-ríkja fari fram í ráðherraráðinu og ,Jafn aðgangur" að sameiginlegum fiskimiðum sé ein af meginreglum sjávarútvegsstefnu ESB. Um það eram við sammála. En þar skilur á milli að Úlfar heldur því fram að íslendingar geti lagt traust sitt um ókomin ár á viðmið- unarreglur ESB um „veiðireynslu“ og þurfi því ekki að óttast um yfir- ráð sín yfir fiskimiðunum við landið. Hann orðaði þetta svo í fyrri grein sinni: „Evrópusambandsþjóðir hafa enga viðurkennda veiðireynslu á Is- landsmiðum og fengju þar af leið- andi engar aflaheimildir.“ Hvað felst í hugtakinu „veiði- reynsla“? Ætli það velti ekki býsna mikið á túlkun þeirra sem ferðinni ráða innan ESB á hverjum tíma. I nýjum bæklingi sem nefnist „Stjórn fiskveiða í Evrópusambandinu“ og gefinn er út á íslensku á vegum fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir ísland og Noreg segir orðrétt: „Veiðireynsla miðast við hefðbundna eða venjubundna veiði við- komandi ríkja úr til- teknum stofnum á tímabilinu 1973 til 1978.“ Lítum á veiði- reynslu núverandi ESB-ríkja á íslands- miðum þessi árin. Að meðaltali veiddu þessi ríki á þessum sex við- miðunarárum 68.749 tonn af þorski á ári. Að meðtöldum öðrum teg- undum var veiðin á annað hundrað þúsund tonn á ári að meðaltali. Svo kemur Úlfar Hauksson og segir að ESB-ríkin hafi enga „veiðireynslu“ á íslandsmiðum! Með þessum orðum er ég síður en svo að fullyrða að ESB myndi krefj- ast veiðiheimilda í samræmi við veiðireynslu áranna 1973-78. Æðstu stofnanir ESB eru algerlega óbundnar af því við hvað „veiði- reynsla aðildarríkja" er miðuð og veiði ESB-ríkja var að sjálfsögðu miklu meiri á áninum fyrir þetta tímabil en aftur á móti mjög lítil eft- ir að því lauk. Evrópusambandið Kjarni málsins er sá, segir Ragnar Arnalds, að við inngöngu í ESB glötum við Islendingar forræði fyrir málum á mjög mörgum sviðum. Sjávarútvegsstefna í lausu lofti Það er rétt hjá Úlfari að Spán- verjar sóttust eftir enn meiri veiði- heimildum en þeir fengu í landhelgi annarra ESB-ríkja út á „veiði- reynslu" sína. Þeir fengu þó tals- vert. Nýlega var upplýst í Morgun- blaðinu að 200 spönsk skip stund- uðu veiðar í landhelgi annarra ESB- ríkja. Þar fyrir utan er sá afli sem þeir ná úr landhelgi annarra með kvótahoppi. Til marks um óvissuna í sjávarút- vegi ESB má nefna að jafnvel regl- an um 12 mílna einkalandhelgi að- ildarríkja hefur ekkert varanlegt gildi. Sennilega verður hún fram- lengd árið 2002 en þó er það ekki öruggt. Sjávarútvegsstefna ESB eftir árið 2002 er almennt í lausu lofti ef undan er skilin sú megin- regla að fiskimiðin innan lögsögu ESB-ríkja teljast sameign aðildar- ríkja. Vitað er að á næstu árum mun ríkjum ESB fjölga og meiri- hluta ákvarðanir verða algengari í stofnunum ESB. Hvenær smáríki eins og ísland lendir í meiri- eða minnihluta við úthlutun veiðiheim- ilda getur enginn séð fyrir. Við slíka áhættu geta íslendingar ekki búið. Það er kjarni málsins. ESB krefst veiðiheimilda Úlfar gefur í skyn að ég hafi sagt að nágrannar okkar í ESB bíði ein- ungis eftir að „gera okkur að þurfalingum í ESB.“ Það voru ekki mín orð. Á hitt hef ég bent að ESB gerði harða hríð að Islendingum fyrir fáum árum til að fá þá til að fallast á að veita ESB-ríkjum veiði- heimildir hér við land, en það var við gerð EES-samningsins. Sá samningur fjallaði ekki um fiskveið- ar en forystumenn ESB linntu þó ekki látunum fyrr en þeir fengu veiðiheimildir í landhelgi Islands og Noregs, þar af 3.000 tonn af karfa í íslenskri lögsögu. í bók minni Sjálfstæðið er sívirk auðlind rek ég allítarlega kosti og galla EES-samningsins. Fríverslun með fisk hafði náðst fram í EFTA og í EES-samningnum var einmitt verið að semja um afnám viðskipta- hindrana á flestum sviðum. Samt varð niðurstaðan sú að margs konar iðnaðarframleiðsla úr sjávarafurð- um, helsta atvinnuvegi Islendinga, var undanskilin fríverslun. Eg er ekki einn um þá skoðun að það var einkar ósanngjörn niðurstaða að tollar voru felldir niður af hráefni til fiskvinnslu en ESB fékk áfram að vernda heimamarkað sinn með toll- múrum gagnvart fullunnum íslensk- um sjávarafurðum, t.d. lagmeti, nær Ragnar Arnalds öllum síldarafurðum og hvers konar tilbúnum sjávarréttum. Ekki er vafi á því að þessi óbilgirni ESB gagn- vart aðalframleiðsluvöru Islendinga átti rót sína að rekja til þess að ESB krafðist veiðiheimilda í ís- lenskri lögsögu en hafði lítið upp úr krafsinu í það sinn. Samningsforræðið glatast í grein Úlfars er margt fleira sem þörf væri á að svara en plássið leyf- ir ekki að ég nefni nema eitt atriði. Það er óumdeilt hvað varðar við- skiptasamninga við ríki utan ESB að þeir falla niður við aðild eða svo notuð séu orð Úlfars: „Þetta fer þannig fram að nýja ríkið segir við- skiptasamningum sínum formlega upp.“ En hér sem víðar heldur Úlf- ar áfram að berja höfðinu við stein- inn með því að fullyrða að aðeins sé um formsatriði að ræða. Hann orð- ar það þannig: „Síðan er gerður nýr samningur á milli ESB og þeirra ríkja sem nýja ríkið hefur samninga við. Þeir samningar innihalda a.m.k. þau sérkjör sem nýja aðildarríkið naut gagnvart samningsaðila sín- um.“ Þetta er mikill misskilningur. ESB er tollabandalag með sameig- inlegum tollmúrum út á við. Við- skiptasamningar okkar við ríki utan ESB fela almennt í sér tollfríðindi. Stangist þau á við tollareglur ESB verða þau að víkja eins og skýrt er tekið fram í 307. gr. Amsterd- amsáttmálans (áður 234. gr.). Kjarni málsins er sá að við inn- göngu í ESB glötum við Islendingar forræði fyrir málum á mjög mörg- um sviðum. Til dæmis er reginmun- ur á því við gerð fiskveiðisamninga hvort við semjum við Norðmenn um veiðar á síld og loðnu eða hvort ESB semur við Norðmenn fyrir okkar hönd og allra hinha aðildar- ríkjanna. Þetta er svo augljóst að varla þarf að ræða það. Höfundur er alþingismaður. Ný sending af glæsilegum húsgögnum - tilvalin fyrir fermingarbarnið Húsgögn, rúm, dýnur, koddar og fleira fyrir svefninn [ u SUútuvogi 11 • Sími 568 5588 Góður svefn gefur góðati dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.