Morgunblaðið - 13.03.1999, Síða 53

Morgunblaðið - 13.03.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 53 UMRÆÐAN Á landsfundi SKRÍTIN samkoma landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Og fjölmenn. Þeir eru ekki fáir sem öðlast dugg- unarlitla hlutdeild í valdstjórninni á þessum samkomum - eða fá að minnsta kosti að halda það. Það er einhver vellíðan í loftinu sem óinnvígðir fá ekki að kynnast; fundir hjá vinstriflokkum eru eins og þing öskurapa miðað við það fágaða sam- kenndarþel sem ríkir á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins. Hér fmna menn sæluhroll yfir því að vera í hópi þeirra sem eiga landið og miðin. Héðan er landinu stjórnað. Þetta er sjálf uppsprettan - það eru hughrifin sem berast út af landsfundi. Málamiðlanirnar í samfélaginu fara fram innan Sjálf- stæðisflokksins, og einkum þó á landsfundi hans. Það er sígilt við- kvæði sjálfstæðismanna. Ekki á Al- þingi þar sem er bara stundað arga- þras og sundurlyndi ríður húsum. Og því eru þeir sem ekki koma á landsfund utanveltu, þeir eru í raun ekki með. Þeir standa úti og horfa Stjórnmál Þetta er sjálf upp- sprettan, segir Egill Helgason, það eru hughrifin sem berast út af landsfundi. inn með öfund og ólund. Þeir eru lít- ilsigldara fólk, en þeir hafa valið sjálfir og geta sjálfum sér um kennt að þeir eru svo óskynsamir að þeim er ekki trúandi fyrir landsstjórn- inni. Allir eru mjög samhentir á lands- fundi, að minnsta kosti meðan klappað er fyrir formanninum. Þeir standa hlið við hlið hreppstjórinn að norðan og Hörður Sigurgestsson og passa sig báðir að verða ekki fyrstir til að hætta að klappa. Hjá Herði og kolkrabbanum er tvöföld hátíð: Það vildi svo skemmtilega til að aðal- fundur Eimskips var sama dag og landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Þar ber páskana upp á jól þetta ár- ið. Til skamms tíma stjórnaði Davíð báðum samkomunum. Það eru furðu mörg kunnugleg andlit: lura- legir kvótakóngar, settlegir verka- lýðsforingjar, litlausir embættis- menn og alls kyns lið úr ríkiskerf- inu; kannski hugsar maður að sumt af þessu fólki ætti ekki að vera þarna, stöðu sinnar vegna. En máski hefur það verið í flokknum mann fram af manni og finnst það jafn sjálfsagt og að eiga mömmu eða fara í bað. Og svo líka venjuleg- ir sjoppukallar og fólk sem enginn man eftir að hafa séð. Stétt með stétt. Allt þetta fólk ber eitthvað úr býtum. Menn ganga ekki í Sjálf- stæðisflokkinn af hugsjón. Það dytti engum í hug að standa í einhverri hugsjónamennsku inni í Sjálfstæð- isflokki; slíkt er öfugmæli í sjálfu sér. Það er ekki hugsjón að vera sjálfstæðismaður, heldur yfírlýsing um að maður ætli að ná árangri, vera réttum megin í lífínu, fara beina og breiða leið. Hún er ekki jafn frekjuleg og hjá framsóknar- mönnum sem segja: Eg ætla að ganga í flokkinn og heimta að fá eitthvað í staðinn. Afstaða Sjálf- stæðismannsins er miklu almennari og græðgin ekki jafn skilyrðislaus: Að hafa vaðið fyi'ir neðan sig. Njóta vissrar velþóknunar ráðandi afla. Láta ekki taka frá sér það sem mað- ur á skilið. Láta ekki hanka sig. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru ekki gáfumannasamkomur þar sem fara fram skoðanaskipti um merkilegar^ hugmyndir og erfið vandamál. I því efni hefur fundur- inn álíka mikla þolinmæði og hinn slægvitri formaður. Ofvitar eins og Markús Möller láta alltaf í minni pokann. Gáfur skilja líka út- undan þá sem ekki hafa þær og á lands- fundi Sjálfstæðis- flokksins á öllum að líða vel. Til þessa er leikurinn heldur ekki gerður. Orðfærið er einfalt, það er tjaldað með bláu, allir eru með eins merki í barminum, og það eru tekin fram slagorð sem hafa dug- að vel og vekja góða kennd um samstöðu - hið ritúalska tungutak Sjálfstæðisflokksins á hátíðai'stundum. Það eru auðvitað alltaf einhverjar óánægjuraddir sem kvaka. En þær eru hásar og hjáróma í þeim alvöru- gefna hátíðleika sem ríkir. Þetta eru samt ekki óvæntar uppákomur, heldur verða þær aftur og aftur eins og vel æft leikrit þar sem allir þekkja hlutverk sitt: Búðarmenn, heildsalar og smáiðjuhöldar hér á mölinni reyna að herja eitthvað út úr lúkunum á dreifbýlisforstjórun- um og útgerðaraðlinum. Þeir vita að þeir munu tapa. Þar eni hagsmun- irnir svo þéttir að það er eins og að stíma á vegg. Þeir reyna jafnvel að brydda upp á smá Evrópuumræðu. Vestfirðingar rísa gegn kvótakerf- inu. Þeir vita líka að þetta er von- laust. Það er farið með þetta lið nið- ur í kjallara og barið á því í nefnd í tvo daga. Það er ekki hátt á því risið þegar það kemur upp aftur. Það hefur gert sig sekt um að syngja falskt í hljómkviðunni og lúpast í sæti sín. Endanlega kveður formað- urinn niður mótþróa þess með nokkrum vel völdum orðum í loka- ræðu: Þetta var misskilningur. Engum verður samt varpað á dyr. Eða, svo gripið sé í leiðarstef sjálf- stæðisforystunnar þetta misseri fyrir kosningar: Við ætlum að vera sammála um að vera ósammála. Það skiptir ekki máli hvað er samþykkt. Auðvitað er eitthvað samþykkt, líklega er það flest held- ur óljóst. Það sama er samþykkt aftur og aftur, landsfund eftir landsfund, og gleymist svo jafnóð- um. Það þykir hálfgerður dóna- skapur að hanga of mikið í sam- þykktunum og heitir „að binda hendur forystunnar". Slíkur ein- strengingsháttur veldur pirringi hjá foringjunum sem vita manna best að sjálfstæðisstefnan er stans- laus spuni. Sjálfstæðisflokkurinn átti bágt um tíma og landsfundirnir voru ekki góðir. Þeir voru haldnir í Sig- túni - þar sem nú er teppabúð. Nú eru þeir haldnir í Laugardalshöll - stærsta húsi landsins sem ekki er verksmiðja. Um tíma lenti Sjálf- stæðisflokkurinn líkt og upp á kant við eðli sitt - sem er að lúta sterk- um foringja. Geir var drenglyndur, eins og það hét, en duglítill. Þor- steinn ringlaður. Davíð er passlega hranalegur og setur sig á hæfílega háan stall sem hann notar til að láta sig síga niður á hárréttum úr- slitastundum eins og deus ex machina - og sjálfstæðismenn vita ekki alveg hvernig þeim hlotnaðist svo mikil hamingja að eiga svona fínan formann sem er aldrei neitt að flækja málin. Og þá er sama hvað allt hitt er losaralegt. Því er varla nema von þótt sjálfstæðis- menn velti fyrir sér hver sé foringi vinstrimanna. Þeir skilja ekki að til sé önnur aðferð. Þegar þeir lýsa eftir stefnu vinstrimanna, þá eru þeir svolítið að plata. En þeim er einlæg spurn þegar þeir segja: Hv- ar er foringi ykkar? Höfundur cr blaðnmaður og hefur setið landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Egill Helgason Eflum forystusveit Sjálfstæðis- flokksins - áræði á nýrri öld! Ellen Ingvadóttir eða svo. Til marks um það eru t.a.m. fylgis- sveiflur sem skoðana- kannanir endurspegla. Margt hjálpast hér ef- laust að. Dregið hefur úr svokallaðri flokks- tryggð. Jafnframt hef- ur litróf stjórnmálanna tekið miklum breyt- ingum, sérstaklega eftir fall járntjaldsins. Þá hafa fjölmiðlar harðnað í pólitískri umfjöllun sinni, svo að fátt eitt sé nefnt. Við þetta bætist síðan „þriðja leið“ hinna HÖFUÐMÁL kom- andi kosninga er að Sjálfstæðisflokkurinn tryggi stöðu sína og verði áfram það leið- andi umbótaafl sem hann hefur verið tvö undanfai'in kjörtíma- bil. I húfí er efnahags- legi stöðugleikinn, langþráðm- ávinningur þess þrotlausa starfs sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lagt af mörkum með ríkis- stjómarsetu sinni, ásamt áframhaldandi vaxtarmöguleikum at- vinnulífsins. Hugsum vel okkar gang Af þessum sökum verðum við sjálfstæðismenn að hugsa okkar gang, síðustu vikurnar fyrir kjör- dag. Veruleg endumýjun er að eiga sér stað í þingliði flokksins, auk þess sem boðaðar hafa verið breytingar á forystusveit hans í kjöri til nýs varaformanns. Mikil- vægt er að sú kosning skili Sjálf- stæðisflokknum sterkri og breiðri forystu sem endurspeglar með trú- verðugum hætti það breiða fylgi sem flokkurinn hefur og þarf að hafa til að festa bráðnauðsynlegar efnahagsumbætur í sessi. Komum til móts við nýja tíma Islensk stjórnmál hafa tekið verulegum breytingum á sl. áratug Kosningar Það gæti að mati Ellenar Ingvadóttur reynst Sjálfstæðis- flokknum heillaskref að nýta það lag sem nú er á landsfundi til að breikka forystu- sveit flokksins. „nýju“ vinstriflokka, sem farið hef- ur sigurför um Evrópu á undan- förnum ámm og er eflaust ein helsta hvatning og fyrirmynd sam- fylkingar gömlu vinstriflokkanna hérna heima. Sofnum ekki á verðinum Langur vegur er frá því að mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoð- anakönnunum skili sér sjálfkrafa í kjörkassana 8. maí nk. Þvert á móti gæti sterk staða í skoðana- könnunum gert það að verkum að við sofnum á verðinum. Slæmt gengi evrópskra hægriflokka gæti verið vísbending um afdrifaríkt vanmat á þeirri hreyfingu sem nýj- ar áherslur gamalla vinstriflokka geta komið á kjósendur. Sér í lagi þegar þokkalega árar og efnahags- málin brenna ekki eins á mönnum. Nú er lag Það gæti að mínu mati reynst Sjálfstæðisflokknum heillaskref að nýta það lag sem nú er á lands- fundi til að breikka forystusveit flokksins. Þegai’ tveir jafn reyndir og duglegir þingmenn og raun ber vitni sækjast báðir eftir varafor- mennsku hljótum við að taka tillit til fleiri þátta en þröngs saman- burðar. Með Sólveigu Pétursdóttur sem varaformann Sjálfstæðis- flokksins fáum við metnaðarfullan og þrautreyndan talsmann íyrir frjálslyndum umbótum hvort held- ur litið er til þarfa atvinnulífsins eða réttarstöðu einstaklingsins. Höfundur er fommður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. Grænir fingur borgarfulltrúans Borgarfulltrúinn Kjart- an Magnússon mundar stílvopn sitt í Morgun- blaðinu á fimmtudag- inn og fer mikinn. Þar staðhæfir Kjartan að ungir jafnaðar- og sam- fylkingarmenn hafi kúvent í afstöðu sinni til tolla á innfluttum vörum og hafi nú færst frá stefnu þeirra Jóns Baldvins og Gylfa Þ. um samkeppni á mat- vælamarkaði. Kjartan heggur þar í ‘ sama knérunn og ungir sjálf- stæðismenn á dögunum og heldur sig við rang- færslur og illa ígi-undaða sleggju- dóma. En rétt skal vera rétt. Engar beingreiðslur íslensk garðyrkja fær allar sínar tekjur frá markaðnum og nýtur engra beinna niðurgreiðslna frá Grænmeti Við styðjum eindregið afnám ofurtolla á inn- flutt grænmeti, segir Kolbeinn Stefánsson, en við viljum að rétt- lætis sé gætt í því máli sem öðrum. hinu opinbera. Hins vegar eru tollar á innflutt grænmeti og eru rökin fyrir þeim að grænmetisframleiðsla Evrópulandanna er niðurgreidd stórum af Evi'ópusambandinu og ís- lensk garðyrkja því ekki að keppa við hana á jafnréttisgrunni. Á það bentum við í auglýsingu frá ungu fólki í Samfylkingunni þar sem við leiðréttum rangfærslur sjálfstæðismanna. Til að íslensk garð- yrkja fái blómstrað og þessi græna stóriðja, sem við starfa beint og óbeint um 1.500 manns hérlendis, geti keppt við erienda garðyrkju þarf að lækka til henn- ar verð á rafmagni til jafns við það verð sem stóriðjan á íslandi nýt- ur. Ef íslenskir garð- yrkjubændur ætluðu að flytja út grænmeti til EB-landanna þyrfti að greiða háa verndar- tolla af þeim viðskipt- um. Það auk niðurgreiðslna Ew- ópusambandsins til garðyrkjunnar evrópsku gerir það að verkum að það er réttlætismál að jafna sam- keppnisaðstöðu íslenskrar garð- yrkju til móts við þá evrópsku. Burt með ofurtolla Líkt og Kjartan bendir réttilega á var það eitt af meginmálum ungi'a jafnaðamanna í kosningunum fyrir fjórum árum að losa yrði um inn- flutningshöft á landbúnaðarvörum. Svo er enn. Við styðjum eindregið afnám ofurtolla á innflutt gi'ænmeti en við viljum að réttlætis sé gætt í því máli sem öðrum. Það þarf að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar garðyrkju með þeim einfalda hætti að lækka verð á raforku til gi-einar- innar. Réttlætið hefur alltaf verið rauður þráður í öllum stefnumálum jafnaðarmanna og þar, líkt og í tollamálum, er ekki um stefnubreyt- ingu að ræða. Við viljum að réttlæt- is sé gætt og garðyrkjan fái keppt á jafnréttisgrunni. Um er að ræða einn af framtíðaratvinnu- og út- flutningsvegum íslendinga og að honum ber að hlúa með eðlilegum hætti. Höfundur er formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Kolbeinn Stefánsson -/elina Laugavegi 4, sími 551 4473. Laugavegi 40, sími 561 0075.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.