Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 65

Morgunblaðið - 13.03.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 65 JÓN HILDMANN ÓLAFSSON + Jón Hildmann Ólafsson var fæddur í Hallfríðar- staðakoti í Öxnadal 17. mars 1921. Hann lést á Borgar- sjúkrahúsinu 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Magnúsdótt- ir, f. 22 febrúar 1881, d. 18. júní 1970, og Ólafur Jónsson, f. 9. októ- ber 1887, d. 14. febrúar 1971. Systkini Jóns voru Lára, f. 9. ágúst 1915, d. 29. mars 1996; Þorsteinn, f. 12. apríl 1917, d. 1917; Jón, f. 28. desember 1918, d. 30. janúar 1919; Anna Aðal- heiður, f. 4. febrúar 1920, d. 17. september 1993; og Stefán Kristinn, f. 19. mars 1922, d. sama ár. Fyrir átti Jóhanna dótturina Klöru Georgsdóttur, Fallegan vetrardag hinn 7. mars síðastliðinn hringdi systir mín og sagði mér þær sorgarfréttir að Jón frændi okkar væri dáinn eftir stutt veikindi. Jón frændi eða eins og við kölluðum hann Jónsa og stundum gamla því það var annar og yngri Jón í fjölskyldunni, var móðurbróðir minn og var alla tíð á heimili þeirra ömmu og afa á Akureyri eða þar til þau fóru á elliheimili. Eftir það héldu þau saman heimili Jónsi og Lára systir hans og á heimili þeirra ömmu og afa dvöldumst við systkinin meira eða minna. Dvaldist ég mörg sumur hjá þeim ömmu og afa og kynntist ég því Jónsa vel. Jónsi hætti að vinna 1988 og þá fluttu þau systkinin suður í Hveragerði til systur minnar og hennar fjölskyldu. Ái’ið 1956 fluttust foreldrar mínir frá Akureyri til Þor- lákshafnar. Þá kom Jónsi snemma á vori hverju þangað. Man ég að þau komu líka amma, afi og Lára. Öll sumrin sem ég var fyrir norð- f. 16. október 1906. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Miðlandi og Hraunshöfða í Öxnadal. 1937 flytja þau til Akureyrar og vann Jón þar ýmsa verkamanna- vinnu og síðustu ár- in í Gefjun. Jón vann alltaf fulla vinnu þótt hann hefði misst alla fingur hægri hand- ar í vinnuslysi 1938. Árið 1988 fluttist Jón ásamt systur sinni Láru til systurdóttur sinnar í Hvera- gerði og bjó þar síðan. Minningarathöfn um Jón fer fram í Hveragerðiskirkju í dag og hefst klukkan 14, en útför hans fer fram frá Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 15. mars og hefst athöfnin klukkan 14. an fór ég með Jónsa fyrst á Rúbban- um svo á LandRover, stundum fór ég ein með honum eða við systkinin tvö eða þrjú og stundum voru líka vinir með í ferðinni. Þá tók það allan daginn að fara á milli. I þessum ferð- um var ýmislegt skoðað, stundum var farin Uxahryggjaleið eða þessi hefðbundna leið. Jónsi hafði gaman af að ferðast og var búinn að ferðast mikið um land- ið. Jónsi hafði líka mikinn áhuga á veiðiskap og fór oft í veiðiferðir, meðal annars í Laxá í Aðaldal og Skjálfandafljót. Ekki var það nú að- alati’iðið hvað veiðin var mikil, held- ur hitt að vera úti í náttúrunni. Það voru ótrúlegustu hlutir sem Jónsi gat gert þó það vantaði á hann alla fingur hægri handar sem hann missti í vinnuslysi 1938. Ekki fannst manni það há honum neitt í verki því hann vann alltaf fulla vinnu. Meðal annars hnýtti hann flugur og eitt sinn þegar hann var í veikindafríi ÞÓRUNN ÓLÖF JÓNSDÓTTIR + Þórunn Ólöf Jónsdóttir fæddist í Sandvík á Eyrarbakka 4. júlí 1911. Hún lést á Ljósheimum á Sel- fossi 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 24. sept- ember 1880, d. 15. júní 1961, og Jón Guðbrandsson, f. 21. júlí 1866, d. 25. maí 1928. Þau eignuðust sjö börn: 1) Guðmunda Júlía, f. 4. júlí 1902, d. 21. febrúar 1972. 2) Ingimar, f. 8. febrúar 1904, d. 5 apríl 1927. 3) Sighvatur, f. 29. september 1905, d. 8. októ- ber 1936. 4) Sigrún, f. 5. aprfl 1908, d. 22. febrúar 1993. 5) Þórunn Ólöf, sem hér er kvödd. 6) Guðrún, f. 8. október 1913, d. 26. febrúar 1996. 7) Jónatan, f. 3. desember 1921. Hinn 12. júní 1943 giftist Þórunn Ólöf eftirlifandi eig- inmanni sínum, Torfa Nikulássyni, f. 15. september 1915. Foreldrar hans voru hjónin Helga Sveinsdóttir og Nikulás Torfa- son frá Söndu á Stokkseyri. Þórunn Ólöf og Torfi bjuggu á Eyrar- bakka allan sinn búskap, fyrst í Sandvík og siðan á Smáravöll- um. Utför Þórunnar Ólafar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur Óla frænka kvatt þennan heim. Við systkinin eigum um hana margar ljúfar og góðar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar. Það voru forréttindi fyrir okkur að eiga að tvær góðar frænk- ur, Ólu og Gunnu, sem bjuggu í næstu húsum við Heiðmörk, þar sem við ólumst upp. Heimili þeirra voru okkur ávallt opin og auðvelt að hlaupa á milli og fá hlý faðmlög. Ólu var mjög annt um velferð okk- ar allra sem og annarra ættmenna sinna. Alla tíð fylgdist hún af áhuga með því sem við tókum okkur fyrir hendur bæði í námi og starfí og seinna nutu börn okkar góðmennsku hennar og umhyggjusemi. Á uppvaxtarárum okkar tók hún mikinn þátt í okkar daglega lífi. Hún var einhvern veginn alltaf til staðar til þess að hjálpa okkur og styðja. Hún tók að sér ýmis vei’kefni eins og að kenna sumum okkar að lesa og reikna. Þegar við þurftum aðstoð við handavinnu í skóla þá var enginn flinkari við prjónana en Óla. Hún prjónaði mjög mikið og gaf, á meðan heilsan leyfði, og sá meðal annars um að okkur skorti aldrei vettlinga eða sokka. Margar „orlofsnætur“ gistum við systkinin á Smáravöllum og þá var dekrað við okkur á allan hátt, eins og Ólu var einni lagið. Eins og víða tíðkaðist fyn’ á árum byrjuðu unglingar snemma að hjálpa til við að vinna fyrir heimilinu. Mörg sumur fór því Óla í kaupavinnu í MINNINGAR eftir að hafa misst framan af vísi- fíngri vinstri handar þá gerði hann listaverk úr skeljum, litlum kuðung- um og kröbbum. Bauð Jónsi yfírleitt í sunnudags- bílferð á sumrin fram í fjörð, í Vagla- skóg, í Öxnadalinn eða út á Hjalteyri og á hverju hausti var faiin berja- ferð. Eftir að ég hætti að vera fyrir norðan á sumrin þá var samt farið tvisvar til þrisvar á hverju ári og ekki þreyttist Jónsi á að keyra eða sækja mann hvert sem var. Eftir að Jónsi flutti suður þá kom hann hingað í hverri ferð og gisti. Minnast dætur mínar þess þegai’ nestisboxið og kaffibrúsinn voru komin upp á borð að þá var svo spennandi að sjá hvað væri í boxinu. Margar sögur og vísur kunni Jónsi bæði eftir þekkt og óþekkt skáld. Á sínum yngri árum fór hann oft á skíði og í sund og ég held á alla fót- boltaleiki á Akureyri. Mikinn áhuga hafði hann á íþróttum og mátti aldrei missa af íþróttafréttum eða þáttum hvorki í útvarpi né sjónvarpi því það voru hans ær og kýr. Að leiðarlokum vil ég þakka syst- ur minni og hennar fjölskyldu fyrir umönnun þehTa systkinanna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigurlaug og fjölskylda. Nú er Jónsi farinn frá okkur og sofnaður sínum eilífa svefni, farinn á fund horfínna ástvina. Eg man ekki eftir öðru en að Jónsi frændi og Lára frænka tilheyrðu lífinu okkar. Þegar ég vai- lítil fórum við á öllum tímum ársins norður á Akureyi’i til Jónsa og Láru á Oddagötu 3 tii þess að eyða smátíma þar hjá þeim og til að heim- sækja aðra ættingja. Þegar við kom- um norður var alltaf beðið eftir okk- ur ef þau vissu að við værum að koma, hversu seint sem við komum. Við komum stundum við í Gefjun hjá Jónsa, ef hann var að vinna, áður en að við fórum í Oddagötuna. Þegar ég hugsa til baka, veit ég að þau hafa í raun lifað íyrir að fá okkur norður til sín, það hefur verið í raun mikil upplyfting fyrir þau. Það var alltaf mikið snúist í kringum okkur uppsveitir Árnessýslu og hafði hún æ síðan sérstakt dálæti á þeim, ekki síst Hrunamannahreppi. Síðan vann hún sem ráðskona, bæði á vertíðum suður með sjó og einnig tvö sumur á Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Eftir að Óla giftist sinnti hún hús- móðurstörfum af miklum myndar- skap og var hún höfðingi heirn að sækja. Einnig tók hún virkan þátt í starfsemi Kvenfélags Eyi’arbakka um árabil og hafði af því mikla ánægju og gladdi það hana mjög er hún var gerð að heiðursfélaga þar fyrir nokki-um árum. Óla frænka hafði mjög gaman af að ferðast og fórum við systkinin oft í styttri og lengri ferðh- með þeim hjónum á gamla „Moskanum". Ann- að sem hún hafði mikið yndi af var ljóðlist og kunni hún ógrynni af ljóð- um. Hrifnust var hún af íslenskum Ijóðskáldum, eins og t.d. Davíð Stef- ánssyni. Óla fékk lömunarveiki þegar hún var ung og þó hún næði sér að mestu háði það henni alltaf. Hún hlífði sér þó ekki og tók til hendinni í kartöflu- tínslu með okkur á hverju hausti, þá var oft gaman að vera með þeim Torfa, en hann var lengst af með þó nokkra kartöflurækt. Fyrir 13 árum veiktist Óla og vai- það henni mjög erfitt þar sem hún náði aldrei aftur fullri heilsu. Það var henni þungbært en hún var svo heppin að eiga hann Torfa. Þau voru alltaf mjög samhent og ánægð sam- an. Toifi hugsaði sérstaklega vel um Ólu og annaðist hana heima öll árin nema þau síðustu þar sem hún hefur dvalið á Ljósheimum á Selfossi. Þar hefur hún notið mjög góðrar umönn- unar starfsfólks sem Óla kunni vel að meta og ber að þakka fyrir. Hana langaði þó alltaf heim á Smái’avelli. Torfí hefur sýnt mikinn styi’k og dugnað og tók hana heim flestar helgar á meðan heilsan leyfði. Við viljum þakka Ólu frænku allar samverustundh-nar og vottum Torfa okkar dýpstu samúð. þegar við komum, og ekki síst okkur krakkana. Árið 1988 fluttust Jónsi og Lára, systh- hans, til okkar í Áifafell í Hveragerði. Eg man að mamma hafði mikið tilstand i kringum það. Það hefur sennilega verið erfitt fyrir þau að fai’a af heimili sínu til að búa hjá annarri fjölskyldu þó að skyld- fólk væri en það lagaðist þegar allh- voru orðnir vanh’ hver öðrum. Þau voru alltaf mjög góð við okkur og sérstaklega snerust þau í kring- um Evu Rós systur mína vegna þess að hún var langyngst af okkur sysþkinunum. Árið 1992 eignaðist ég dóttur (Ás- dísi Erlu). Þekktu þau Jónsi og Lára stúlkuna frá fæðingu og héldu bæði mikið upp á hana. Þegar ég kom í heimsókn í Álfafell með Ásdísi Erlu þegar hún var farin að skríða og svo seinna að labba þá voru annaðhvort Jónsi eða Lára mikið á eftir henni. Jónsi stóð alltaf á fætur og elti Ás- dísi Erlu um allt þegar hún kom í heimsókn, alveg þangað til hann veiktist í janúar síðastliðinn. Stillt vakir Ijósið í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól yfir myrkvuð lönd. Ei með orðaflaumi mun eyðast heimsins nauð. Kyrrtogróttí jörðu vex korn í brauð. (Jón úr Vör.) Hvíl í friði. Sigurbjörg Sara. Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Fólki sem með framkomu sinni er góð fyrirmynd í orði og verki. Fátt þroskar meir en fá að vera samferða slíku fólki. Það eru raunar forréttindi. Jón H. Ólafsson, móðurbróður minn, er látinn í Reykjavík eftir stutt veikindi. Hann var af norðlenskum bændaættum og rakti ættir sínar um Öxnadal þar sem byggð er nú í eyði. Foreldrar hans bjuggu á Hrauns- höfða og síðar Miðlandi í sömu sveit. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum til Akureyrar þar sem þau bjuggu í Oddagötu 3. Er Jón hætti að vinna flutti hann til systurdóttur sinnar, Magneu Árnadóttur, í Hveragerði, ásamt Láru systur sinni. Þar bjuggu þau síðustu árin við gott atlæti, en Lára lést fýrir þremur árum. Bæði voru Jón og Lára ógift og bamlaus. Við upprifjun minninga bernsku- áranna er margs að minnast, þar sem við systkinin bjuggum í nánu sambýli við afa okkar og ömmu, en Jón bjó hjá þeim alla tíð, meðan þau lifðu, ásamt Láru systm’ sinni. Eftir það héldu þau systkinin heimili í Oddagötu 3. Þar áttu margir athvarf um lengri eða skemmri tíma. Var þá ekki spurt um endurgjald. Allir voru þar velkomnir, þar var fólki skipað til borðs með því viðmóti að allir væru jafnir. Á því heimili var mann- gildið sett ofar auðgildinu. Jón var hæglátur maður sem tal- aði ekki um tilfinningar sínar eða ^ langanir. Að vera öðrum til aðstoðar var honum ávallt mikils virði, enda margii’ sem nutu þess í gegnum árin. Til þess vai’ tekið hvað börn löðuðust að þessum hægláta manni. Eflaust hefði ævi Jóns orðið með öðrum hætti ef hann hefði ekki orðið fyrir vinnuslysi, þegar hann var 17 ára, þai- sem hann missti alla fingur hægri handar. Jón hafði mjög gaman af að ferð- ast um Iandið og óbyggðir þess. Gaman var að njóta fróðleiks hans á ferðalögum. Síðasta ferð okkar sam- an var um Amarvatnsheiði. Sú ferð mun seint gleymast. Á sínum yngri ái’um var Jón góður íþróttamaður, stundaði bæði sund og ^ . skauta, þrátt fyrir fótlun sína. Stang- veiði var hans aðaláhugamál síðustu árin. Á Akureyri stundaði Jón almenna verkamannavinnu og þótti góður verkmaður. Ekki aftraði það honum að aka hjólbörum upp sliskjur í steypuvinnu þótt einhentur væri. Hann vann í verksmiðju Sambands- ins mörg síðustu starfsárin. Kæri frændi, ég kveð þig með virðingu. Megir þú hvfla í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Jóhanna Lára. Blessuð sé minning hennar. Nú máttu hægt um heiminn Iíða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þúbjarta heiða júlínótt. Og gáttu vær að vestursölum þinn vinarljúfa friðarstig, og saklaus ást í Islands dölum um alla daga blessi þig. (Þorsteinn Erl.) Bróðurbörnin. Þórunn Ólöf frá Eyrarbakka var alltaf skemmtileg og hress kona. Hún vai’ góð við allt og alla. Við munum minnast hennar sem góðu, finu Ólu frænku. Það var alltaf hægt að koma inn til hennar og dyrnar voru alltaf opnar. Við lærðum margt og mikið af henni. Þegar við komum til hennai’ var alltaf bleikur lax og góður ís. Óla var mjög gjafmild. Hún prjón- aði oft á mann ullarsokka, vettlinga og annað, ef maður þurfti. Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf, ók.) Þín frænka, Sigurbjörg Guðrún. Kær móðursystir mín er látin. Nú þegar leiðh’ skilja horfi ég til liðinna ára, því hún átt stóran þátt í Iífi mínu frá fyrstu tíð til hinstu stundar þar sem móðir mín og hún voru mjög nánar og samhentar syst- ur og bjuggu í nálægð hvor við aðra. Allt sem Óla tók sér fyrir hendur einkenndist af áhuga, elju og ósér- hlífni meðan heilsan leyfði, en það var hennar lán að geta verið heima eins lengi og kostur var og hugsaði Torfi um hana af mikilli umhyggju og fyrir það var hún mjög þakklát. Þó að Óla eignaðist ekki sjálf börn átti hún mikil ítök í systkinabörnum sínum og lét sér mjög annt um þau. Hún var búin að eiga við langvar- andi heilsubrest að striða sem hún bar af þrautseigju og þolinmæði, en síðustu árin hefur hún dvalið á Ljós- heimum á Selfossi þar sem hún naut afar góðrar hjúkrunar og alúðar af hálfu starfsfólksins. Þessum fátæklegu orðum er ætlað að tjá þakklæti mitt fyrir öll árin sem við áttum samleið. Hvíl í friði, Óla mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. (Þ.S.) Sigrún. Elsku Óla frænka, eða eiginlega ætti ég að segja amma, því það varst þú mér í raun og veru. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér fyrir samveruna og góðar stundir frá því ég var barn. Það var svo gott að koma til þín og Torfa frænda og minnist ég þess sér- staklega þegar foreldrar mínir fóru til útlanda og ég átti að vera annars staðar í pössun en linnti ekki látum fyiT en ég fékk að koma til ykkar og vera hjá ykkur á Smáravöllum. Það eru margar og hlýjar minn- ingai’ sem ég á frá Eyrarbakka og var það sérstök upplifun þegar ég, ásamt frænkum mínum í Heiðmörk og öðrum krökkum lék mér á túninu við prestsetrið á sumrin og við fórum á skauta á litlu tjörnunum á veturna. Nú ert þú komin til ömmu Guðmundu og hinna systkina þinna og ég veit að ykkur líður vel saman. Guð blessi þig og minningu þína. Halldóra Ingimarsdóttir. t 1 I •: k §

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.