Morgunblaðið - 13.03.1999, Síða 75

Morgunblaðið - 13.03.1999, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 75 SIGURÐUR ÁSGEIRSSON + Sigurður Ás- g-eirsson fædd- ist á Reykjum í Lundarreykjadal 28. aprfl 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ásgeir Sig- urðsson, bóndi á Reykjum, f. 24.9. 1867, d. 4.8. 1934, og Ingunn Daníels- dóttir frá Kolugili í Víðidal, f. 9.5. 1872, d. 8.6. 1943. Bræður Sigurðar voru: 1) Magnús, skáld og ljóðaþýðandi, f. 9.11. 1901, d. 30.7. 1955. 2) Leifur, prófessor í stærðfræði, f. 25.5. 1903, d. 19.8. 1990. 3) Björn, bóndi á Reykjum, f. 8.1. 1906, d. 7.2. 1989. 4) Ingimundur, bóndi á Hæli í Flókadal, f. 13.4. 1912, d. 11.9. 1985. Eiginkona Sigurðar var Valgerður Magnúsdóttir, frá Dölum í Fáskrúðsfirði, f. 8.11. 1912, d. 5.5. 1996. Foreldr- ar Valgerðar voru Magnús Stef- ánsson, bóndi í Dölum, f. 17.7. 1883, d. 8.7. 1963, og Björg S. Steinsdóttir, kona hans, f. 25.7. 1889, d. 1.3. 1968. Börn Sigurð- ar og Valgerðar eru: 1) Ásgeir, kerfisfræðingur í Reykjavík, f. 6.4. 1937. 2) Björg, sérkennari á Selfossi, f. 6.6. 1939, gift Sveini J. Sveinssyni lögfræð- ingi, f. 15.5. 1933. 3) Freysteinn, jarð- fræðingur í Kópa- vogi, f. 4.6. 1941, kvæntur Ingibjörgu S. Sveinsdóttur lyfjafræðingi, f. 24.1. 1942. 4) Ingi, prófessor í sagn- fræði í Reykjavík, f. 13.9. 1946. 5) Magn- ús, málfræðingur í Reyhjavík, f. 2.9. 1957. Barnabörn voru átta en tvö eru látin. Sigurður ólst upp á Reykjum og stundaði nám við Lauga- skóla. Hann var lengst af bóndi, ásamt bróður sfnum, og garð- yrkjumaður á Reykjum en dvaldi frá 1994 á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Sigurður gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sinni sveit, sat í hreppsnefnd 1946-1970 og í skattanefnd 1957-1962, var gjaldkeri Sjúkrasamlags Lundarreykja- dalshrepps 1947-1972 og bóka- vörður Umf. Dagrenningar í hartnær þrjá áratugi. Sigurður verður jarðsunginn frá Lundarkirkju í Lundar- reykjadal í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elskulegur afi minn er dáinn. Með söknuð í hjarta rita ég þessi orð til minningar um hann. Afi minn var góður við bæði börn og málleysingja, sérstaklega var hann barngóður og talaði við börn sem jafningja sfna, en aldrei niður til þeirra, sem er sérstæður eigin- leiki. Hann var ávallt afar kurteis og háttvís og sýndi engum dóna- skap eða yfirgang. Afi var mikill bókamaður og að sama skapi fróður um hin ýmsu málefni. Hann var líka ávallt fróðleiksfús, fylgdist alltaf vel með fréttum og gekk ávallt með litla vasabók á sér til að rita hjá sér þá fróðleiksmola sem á vegi hans urðu og hann vildi halda til haga. Hann naut þess líka að fræða aðra, sérstaklega okkur barnabörnin. Hann hafði líka tii að bera ótrúleg- an innri styrk. Þessi styrkur kom vel í ljós á síðustu árum hans, þegar mörg þung högg dundu á honum; fráfall elsku ömmu, missir sjónar og ótímabær andlát beggja bræðra minna með nokkurra mánaða milli- bili. Afi var nokkuð sérvitur, eins og fleiri í fjölskyldunni, þótt hann væri kannski ekki alltaf tilbúinn að sam- þykkja það. En fyrst og síðast var afi einn besti maður sem ég hef kynnst. Ein besta minning mín um afa er ferð út í ritfangaverslun þegar ég var 4 eða 5 ára gömul. Þegar afi var að borga innkaupin sá hann hversu hugfang- in ég horfði á eina skrautlega vasa- bók og greip hana þá og bætti henni við innkaupin. Afgreiðslukonan leit þá brosandi á mig og sagði „Já, það er gott að eiga afa“. Að mínu áliti felast mikil sannindi í þessum fáu orðum. Fyrir öll þau ár sem ég naut ást- úðar, þolinmæði, elsku og fræðslu þinnar, hafðu þökk fyrir elsku afi. Berðu ömmu og bræðrum mínum kveðju mína. Við munum öll hittast áný. Ragnhildur Freysteinsdóttir. Ástkær föðurbróðir minn og vin- ur, Sigurður Ásgeirsson, er til moldar borinn í dag. Ég hef þekkt Sigurð alla ævi mína, en nánust voru kynni okkar þau sumur, sem ég var í sveit á Reykjum í Lundar- reykjadal eða frá því að ég var sjö ára til tólf ára aldurs. Afi minn, Ás- geir Sigurðsson, og amma mín, Ing- unn Daníelsdóttir, bjuggu á Reykj- um og áttu þau fimm syni. Föður minn, Leif Asgeirsson, stærðfræð- mg, Magnús Ásgeirsson, skáld og þýðanda, Björn, sem bjó sem bóndi á Reykjum ásamt Sigurði og hans fjölskyldu, og svo Ingimund, bónda og fræðimann, sem bjó á Hæli í Flókadal. Þeir bræður allir voru virkir félagar í Ungmennafélaginu Dagrenningu og létu öll framfara- mál sig miklu skipta. Þeir eru nú allir gengnir á fund feðra sinna. Það var grafið í hlíð í bæjartúninu á Reykjum vegna hlöðubyggingar og kom þá í ljós kuml, væntanlega af heiðnum manni. Þannig tengdist nútíð og fornöld á þessum stað. En það eru margir fleiri leyndardómar á Reykjum. Þar er t.d. ekki fáanlegt kalt drykkjai'vatn við bæjarhúsin og fólk, sem elst þar upp fær ekki tannskemmdir. Þar voru Vestlend- ingar skírðir til kristni árið 1000, þar sem var heit laug. Á efri árum gekk Sigurður á hverjum degi til Krosslaugar og baðaði sig. En eins og Sigurður og Freysteinn, sonur hans, skýrðu út fyrir mér er tækni- lega óframkvæmanlegt, að Vest- lendingar hafi verið skírðir í Kross- laug vegna fjölda þeirra og þeirra afkasta sem ná þyrfti við slíka fjöldaskírn. Ég veit ekkert, hvort það er fá- gætt, að þroskaður maður, eins og Sigurður, skyldi eiga alvörusam- ræður við barn, eins og mig, en hann fræddi mig um söguna, nátt- úruna, heimsmálin, pólitík, trúmál og yfirleitt allt sem skipti máli. Annar þáttur í fari Sigurðar var hið mikla umburðarlyndi, sem hann var gæddur og sú ríka mannúð í garð manna og málleysinga, sem hann hafði. Sigurður var aila tíð mikill rækt- unarmaður. Hann og Ingimundur bróðir hans byggðu gróðurhús og ræktuðu tómata. Einnig var smá skógræktargirðing á berangri í tún- inu á Reykjum, þar sem Sigurður setti niður nokkrar birkiplöntur. Þær eru núna yfir 8 metra háar, sem sýnir glögglega þann árangur, sem hægt væri að ná á þessum slóð- um. Það var ágætt bókasafn á Reykj- um, sem við krakkarnir lágum í, en Sigurður var sílesandi alla ævi sína, þar til hann missti sjón, og mundi nærri því allt sem hann las. Það var alveg hægt að fletta upp í honum, sem alfræðiorðabók, því maður kom aldrei að tómum kofunum hjá hon- um. Kona Sigurðar, Valgerður Magn- úsdóttir, var honum mjög samhent. Þau eignuðust fimm börn, sem öll hafa haft frábærar námsgáfur. í seinni tíð lenti fjölskylda hans í mikilli sorg. Sigurður var orðinn aldraður og hafði misst sjón, en sál- arstyrkur hans var svo mikill, að hann gat stutt aðstandendur til að komast yfir þessa ei-fiðu tíma. Sigurður var farsæll maður og var sáttur bæði við Guð og menn, þegar hann lést. Ásgeir Leifsson. Sigurður Ásgeirsson var hálfní- ræður þegar fundum okkar bar fyrst saman íyrir fjórum árum. Hann var þá nýfluttur á Dvalar- heimili aldraðra í Borgamesi ásamt konu sinni Valgerði Magnúsdóttur. Ekki voru þau umskipti honum að öllu leyti ljúf, því helst vildi hann dvelja áfram á sínum kæru æsku- stöðvum, Reykjum í Lundarreykja- dal. Þar var hann borinn og barn- fæddur og hafði alið þar mestallan aldur sinn. Sigurður var þó furðu fljótm- að aðlagast nýjum heim- kynnum og breyttum siðum, kunni að meta elskusemi starfsfólksins, nema nútímaleg smurning á brauð- inu féll honum ekki í geð, fannst smjörið naumt skammtað. Hugur- inn leitaði þó ávallt fram í dalinn og fóru þau hjón þangað eins oft og kostur var og heilsa Valgerðar leyfði, en hún lést 5. maí 1996. Nokkru áður hafði sjón Sigurðar hrakað og það varð honum þung- bært, því hann var einstakur bókaunnandi, en meðan Valgerðar naut við hafði hún lesið fyrir hann. Konu- og bókarlaus hélt hann þó sinni sálarró, hafði oft verið án Val- gerðar á vetrum, þegar hún var fjarri við kennslu, en bókarlaus sjaldnar. Þá kom hið óbrigðula minni sér vel og hin mikla þekking sem hann bjó yfir. Aldrei var komið að tómum kof- unum hjá Sigurði er hin margvís- legustu mál bar á góma. Hann átti auðvelt með að tjá sig á auðugu og myndríku máli, hagyrðingur góður og einnig samdi hann falleg lög við snilldarþýðingar tveggja ljóða bróð- ur síns, Magnúsar Ásgeirssonar og við eitt kvæða Gríms Thomsens. Eitt var það sem okkur greindi á um í sambandi við bókmenntir, en það voru Passíusálmarnir, þá kunni hann ekki að meta. Annars voru andleg málefni Sigurði hugleikin og sérstaklega var hann áhugasamur um kenningar dr. Helga Pjeturss um drauma og framlíf á öðrum hnöttum. Sigurður var ættrækinn og mikill vinur barna sinna og bamabarna. Það var honum mikil eftirsjá og harmur þegar Sigurður og Gunnar Freysteinssynir, sonarsynir hans, létust í blóma lífsins með skömmu millibili. Margar ferðir í Lundarreykjadal- inn með Valgerði, Sigurði og afkom- endum þeirra eru minnisstæðar. Heimsóknir til vinafólks á Þverfells- bæjunum, Brennu og Hóli voru kærkomnar og gestrisni Lunddæl- inga engu lík. í þessum ferðum var Sigurður í essinu sínu, enda gæddur ríkri kímnigáfu, margt skoplegt var rifjað upp, brandarar látnir fjúka og hlegið dátt. Sigurður hafði í heiðri gamlar hefðir frá uppvaxtarárunum og gladdist þegar borið var á borð salt- kjöt og baunir og soðkökur hafðar í baununum að hætti Ingunnar móð- ur hans húnvetnskrar. Góður rómur var gerður að frásögnum hans um forna búskaparhætti og auðvelt var að ímynda sér lífið fyrrum í ljósleys- inu í gamla bænum á Reykjum, sem ennþá stendur í túninu fyrir ofan nýja bæinn. En ekki var Sigurður óhóflega áhugasamur um nútíma tækni. Þannig var það eitt sinn á góðviðrisdegi að gestkomandi á Reykjum bað um strokjárn, sem húsbóndinn vísaði fúslega á, en spurði svo að bragði hvort ekki hefði örugglega verið tunga í því! Börnum Sigurðar, Ásgeiri, Björgu, Freysteini, Inga og Magn- úsi og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Vini mínum Ásgeiri verð ég ævinlega þakklát fyrir að fá að njóta vináttu foreldra hans, Val- gerðar og Sigurðar. Blessuð sé þeirra minning. Ólöf Þórey Haraldsdóttir. t Móðir mín og amma okkar, SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Langholtsvegi 28, Reykjavík, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 11. mars síðastliðinn. Ásgeir Guðnason, Sigríður Líba Ásgeirsdótt Guðmundur Ásgeirsson Embla Dís Ásgeirsdóttir ir, t Kær vinur og frændi, HALLDÓR KRISTINN GUÐMUNDSSON, lést á Elliheimilinu Grund 3. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir til stjórnar og starfsfólks á Elli- heimilinu Grund fyrir frábæra aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Elínborg Guðmundsdótti r. t JÓN BJÖRNSON, fyrrv. ræðismaður íslands í Minneapolis, lést á heimili sínu 11. mars. Matthildur Björnson og fjölskylda. t Útför ELIMARS HELGASONAR, frá Skammadal f Mýrdal, bónda að Hvammi í Holtum, er lést 6. mars fer fram frá Marteinstungukirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 15.00. Sætaferð frá BSÍ kl. 13, á Selfossi kl. 14. Þið, sem viljið minnast hans, látið Marteinstungukirkju njóta þess. Sigríður Pálsdóttir, Sigurbjörg, Sveinn og fjölskylda. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, EIRÍKU ELFU AÐALSTEINSDÓTTUR, Eskifirði Guðlaug Stefánsdóttir Aðalsteinn Jónsson. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför VIGFÚSAR HELGASONAR, frá Borgarfirði eystra, Jóna H. Vigfúsdóttir og fjölskylda, Hallgrímur Vigfússon og fjölskylda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.