Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 13.03.1999, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. MARZ 1999 77 fornar og nýjar. Hann var læknis- sonur og hefði því að líkindum átt kost að ganga hinn svokallaða menntaveg. En sjálfur heyrði ég hann þó segja að hann hefði aldrei óskað sér annars starfs en vera bóndi. Hann gekk á Hólaskóla og varð búfræðingur þaðan. Kannski mat hann mest frelsi bóndans, það gaf honum einnig það hugarfrelsi sem hann þarfnaðist. Sigurður var nokkuð sérstæður maður í sinni sveit. Hugur hans reikaði oft til sögu og bókmennta. Hann hafði yndi af góðum bók- menntum og las margt, einkum það sem sígiít var. Eftmlætishöfundur hans var Jón Trausti. Smásögur hans margar þóttu Sigurði miklar perlur. Oft talaði hann um söguna „Þegar ég var á fregátunni“, sem honum fannst snilldarverk. Honum þótti Jón Trausti vanmetinn með þjóðinni í seinni tíð. Og svo var það Njála, henni velti hann mikið fyrir sér, efni og höfundi. Sú bók var Sigurði hugleikin og oft ræddi hann um atburði sögunnar, höfund hennar og persónur. Hann hafi hrifizt af skrifum Barða Guð- mundssonar og hélt fram hugmynd- um hans um Þorvai'ð Þórarinsson sem höfund Njálu. Hann skrifaði um það efni og tók meðal annars saman bók um tilkomu Njálu. Ekki voru þó afarmargir honum sammála um höfundinn. Barða- kenningar hlutu þá ekki almenna viðurkenningu. Þekktur Njáluvinur var í grenndinni, Helgi á Hrafnkels- stöðum. Hann hélt fram Snorra sem höfundi Njálu, mesti rithöfundurinn hlyti að hafa skrifað mesta lista- verkið. Þeir ræddu stundum Njálu og voru þar ekki sammála. En þeir mátu hvor annan á margan hátt. Helgi var búfjárræktaiTnaður og þótti kannske Sigurður sinna bók- menntunum á kostnað búskaparins. Einu sinni heyrði ég þó Helga segja um Sigurð: „Þær eru fallegar hjá honum kýrnar." Eitt áhugamál Sigurðar var spænska, sem hann mun hafa lært algerlega af eigin rammleik og tók víst upp hjá sjálfum sér að læra þetta víðþekkta tungumál, sem þá kunnu tiltölulega fáir hér, og varla nokkur í hans stétt. Hann mun hafa tekið upp hjá sjálfum sér að læra það mál. Hann vildi geta lesið Cervantes á máli hans. Þetta þótti skrítið uppátæki, að læra honum svo óhagnýtt mál sem spænsku. Og hér var að sjálfsögðu örðugt um vik, orðabók engin og enginn kennari nærtækur. Þó kynntist hann lítils háttar sendikennara við háskólann og fékk þar einhverja tilsögn. En Sigurður skrifaði sína eigin spænsku orðabók með hjálp enskr- ar, og þessi bók var síðan tvívegis prentuð, í seinna skiptið aukin og bætt. Þetta var afrek íslenzks bónda. Sigurður átti þess síðar kost að ferðast til Spánar og spreyta sig í tali við þarlenda. Eitthvað fékkst hann einnig við að læra pólsku. Er árin færðust yfir fengu þau Sigurðui' og Elín búið í hendur böm- um sínum, og ein dóttir þeirra hjóna hafði reist sér nýbýlið ísabakka í landi Hvítárholts, nærri hinu gamla býli með því nafni. Sigurður fluttist í íbúðir aldraðra á Flúðum, þar hafði hann næði til lesturs og skrifta. Síð- ari árin var heilsan biluð, hann gekkst undir aðgerð vegna krabba- meins og náði sér um tíma aftur. Hann náði þá að skrifa endurminn- ingai’ sínar í tveimur bindum, sem hann sjálfur gaf út, og einnig gaf hann út greinasafn sitt á sl. ári. Hann var stálminnugur, vel ritfær og hugsuður á ritvelli og hafði næma májtilfinningu. Áratugir eru síðan ég var nánast eins og einn af heimilisfólkinu í Hvítárholti þessa sumarparta. Ég kom aðeins einu sinni þangað síðan. En við Sigurður höfðum stöku sinn- um símasamband. Hann lét yfirleitt vel af sér meðan heilsan hélst, þó fannst mér hann búa við nokkra einveru, gekk enda oft einn sína götu. Fjölskyldunni hans, mínu gamla vinafólki, sendi ég mínar beztu kveðjur og þakkir fyrir liðnar sam- verustundir. Þór Magnússon. SVEINN KLEMENSSON + Sveinn Klem- ensson, bóndi á Görðum, Reynis- hverfi í Mýrdal, fæddist 20. október 1936. Hann lést á heimili sínu 3. mars síðastliðinn. Eftirlif- andi eiginkona Sveins er Jakobína Elsa Ragnarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Eddu Sveinsdóttur, f. 17.7. 1979. Fóstur- sonur Sveins er Ragnar Sigurður Indriðason, f. 17.11. 1971. Útför Sveins fer fram frá Reyniskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Astæða þess að ég skrifa nokkur kveðjuorð til Sveins besta vinar míns er sú að ég var það heppin að fá að kynnast honum náið. Því var það mér ósköp erfitt er ég fékk sím- tal frá Elsu um að vinur minn hann Sveinn væri dáinn. Fæ ég virkilega ekki að sjá hann framar? Eg og son- ur minn Þráinn bjuggum hjá fjöl- skyldunni í 4 mánuði og kynntumst við öll mjög vel á þeim tíma, eða eins og Sveinn var vanur að kalla það, heimalning- urinn á heimilinu. Einnig yljaði það mér um hjartarætur þegar þau komu í bæinn og voru heimalningar hjá mér. Það var erfitt hjá 'Sveini mínum í hans veikindum sem hann var búinn að vera með síðustu 10 árín sem riðu honum loks að fullu. En þrátt fyrir veikindin var stutt í húmorinn og stríðnina hjá honum sem gerði lífið bærilegi’a. Hann var sterkur persónuleiki og lét ekki uppi hversu veikur hann var oft á tíðum. Sveinn var mikil tilfinninga- vera, það sýndi sig best meðal ann- ars í því að þegar við sungum fyrir hann táraðist hann alltaf. Það var alltaf yndislegt þegar hann hringdi í mig og sagði hæ vinkona en þetta sýndi mikið hjá honum, þar sem hann var ekki allra og ekki mikið fyrir að hringja. Annars var Sveinn snillingur að baka pönnukökur og gleymi ég aldrei að þegar við Elsa BÁRA MAGNÚSDÓTTIR Guðríður Bára tMagnúsdóttir Idist 7. mars 1931. Hún lést á Landspítalanuni 3. mars slíðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Breiðholts- kirkju 12. mars. í gær kvöddum við okkar ástkæru systur og mágkonu, hana Báru, hinstu kveðju. Fyrir átta árum kenndi hún sjúkdóms og gekkst undir skurðaðgerð sem heppnaðist vel, en á síðastliðnu ári tók sjúkdómurinn sig upp. Hún barðist hetjulega við sjúkdóminn og miklar vonir voru bundnar við að hún myndi sigrast á honum. Það ríkir því mikil sorg og söknuð- ur hjá okkur öllum að sjá á bak Báru. En þótt sorgin sé þungbær kenn- ir hún okkur betur að meta það sem við höfum átt. Minningin um elskulega systur fæðh- af sér marg- ar ánægjulegar endurminningar. Við yngstu systkinin vorum mjög samrýnd enda vorum við lengst heima. Þegar Frímann, mágur okkar, kom í fjölskylduna, þá var hann strax einn af okkur. Þau hjónin kynntust kornung á skólaárum sínum og giftu sig fjór- um árum seinna. Það er margs að minnast, bæði frá æsku- og fullorðinsárum. Með- al þess eru ferðalög innanlands og utan og heimsóknir í sumar- bústað Báru og Frímanns á Þingvöll- um. Hún hafði sérstaka ánægju af að heim- sækja Ninnu systur og Einar mág, bæði er þau bjuggu á Long Island og eins í Mar- yland. Þangað fórum við saman og þau hjónin nær árlega okkur til mikillar gleði og ánægju. Við nutum ríku- lega samverunnar í þessum ferð- um. Eftir á skilur maður hve mikil forréttindi þær voru. Eftir standa sælar minningar. Báru er sárt saknað og skarðið eftir hana er stórt. Elsku Frímann, Margi’ét, Elísa- bet og Inga Bára, makar og barnabörn, megi Guð gefa ykkur öllum styrk á þessari sorgarstund. Kveðja frá bræðrum og mökum þeirra. Nú legg ég augun aftur, 0, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Einara, Einar, Hjördís og Gunnsteinn. HARALDUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON + Haraldur Hafsteinn Guð- jónsson fæddist á Hólmavík 11. mars 1913. Hann lést 27. febrúar síðastliðinn og fór útför lians fram frá Bústaðakirkju 9. mars. Jarðsett var í Lágafells- kirkjugarði. Elsku tengdapabbi, nú er stríði þínu lokið, þú ert kominn á æðra tilverustig. Ég kveð þig með: Frá greinum skógar glaðir söngvar óma í gljúfri hjalar foss um sumarstund, en strönd og hlíð í logaskrúði ljóma, og laufgum möttli skrýðist fósturgi'und. Hvað hrífur dýpra hjaitans duldu strengi, hvar heyrist skýrar Drottins blíða mál? Ég finn Guðs anda vaka yfir vengi og veita ljósi í hverja þreytta sál. (A. Kröyer.) Hvíl í friði. Sigrún. fórum að veiða uppi í Heiðarvatni og komum svangar og þreyttar heim var Sveinn búinn að baka heil- an stafla af þeim bestu pönnukök- um sem ég hef smakkað. Þær voru ófáar stundirnar sem við Sveinn vorum að spjalla og varð vel til vina. Hann studdi mig í mínum erfiðleik- um og gat ég alltaf leitað til hans og er ég honum og fjölskyldu hans æv- inlega þakklát. Sveinn gat líka verið dapur í sínum veikindum, þá var nóg að ræða við hann um Elsu og hjónaband þeirra því það yljaði hon- um mikið og náði hann alltaf gleði sinni á ný. Elsa er ein af hetjum hversdagslífsins og annaðist mann- inn sinn eins og besta hjúkrunar- kona og þurfti oft að fara til Reykjavíkur með hann, það var erfitt að þurfa endalaust að taka saman og fara stundum í skyndi, sérstaklega þar sem þau eru bænd- ur og það þarf að huga að skepnum en þar eru þau heppin að eiga góðan að. Ragnar, sonur Elsu og fóstur- sonur Sveins, var þeim stoð og stytta öll árin sem Sveinn var veik- ur, enda þegar Sveinn talaði um þetta í einum af okkar spjallstund- um táraðist hann og sagði að það væri ómetanlegt að eiga svona góða að. Einkadóttir hans og augasteinn er Edda og var Sveinn aldrei ánægðari en þegar hún var við hlið hans. Elsku Elsa, Raggi og Edda, hjá ykkur er hugur minn nú. Ég færi ykkur innilegar samúðarkveðjur, Guð styi’ki ykkur í sorginni. Jæja, svona varst þú Sveinn minn, og ég gæti endalaust talið upp öll þín góðverk og manngæsku í gegnum tíðina en kannski er það ekki að þínu skapi svo ég læt hér staðar numið. Ég og margii’ aðrir sem þótti vænt um þig geymum minningamar með okkur og tökum þær fram úr hug- skoti okkar þegar sorgin sverfur að og leitum huggunar og svölunar í myndum yndislegra minninga um góðan og mætan mann. Með sorg í hjarta og tár á kinn vil ég kveðja þig, elsku Sveinn minn, og þakka þér samfylgdina í gegnum tíðina. Ég á eftir að sakna þín sárt. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta húm skuggi féll á brá lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinur þó falli frá. Góða minning að geyma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók) Þín vinkona og heimalningur, Elfn Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR, Greniteigi 20, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11G á Landspítalanum. Auður Jónsdóttir, Birgir Ingólfsson, Bjargey Sigrún Jónsdóttir, Guðmundur Sigmar Jónsson, Rúnar Ágúst Jónsson, Margrét Linda Ásgrímsdóttir, Pétur Tryggvi Jónsson, Ólöf Hildur Egilsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, tengdaföður, fósturföður og afa, SIGURBJÖRNS INGIMUNDARSONAR, Hraunbæ 126, Reykjavík. Hansína Vilhjálmsdóttir, Guðjón Guðlaugsson, Bryndís Arna Reynisdóttir, Davíð Ingi, Elísabet Ýr, Reynir Már. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og tengdasonar, ANDRÉSAR ÓLAFSSONAR, Laugabóli, Mosfellsbæ. Valgerður Valgeirsdóttir, Ásdís Andrésdóttir, Guðjón Guðjónsson, Ólafur Andrésson, Ólafia Andrésdóttir, Sigurður Andrésson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Halldóra Andrésdóttir, Jón Þór Jónsson, Valgeir Sigurjónsson og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.