Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 41

Morgunblaðið - 03.05.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 41 LISTIR Eins og leikur einn t ... Ljósmynd/Halldór Bjöm Hluti af upphengi Sigurðar Arna í Galerie Aline Vidal í París. MYNDLIST Galerie Aline V i d a I, París, 6. hverfi MÁLVERK-SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Sýningu lokið. SIGURÐUR Árni Sigurðsson hefur óneitanlega vakið athygli fyrir nýjustu verk sín hjá Aline Vi- dal. Galleríið sem er staðsett í sjötta hverfi Parísar, númer 70 við Rue Bonaparte, er í hópi þeirra markverðustu á vinstri bakkanum. Þeir sem kaupa fötin sín hjá Cacharel og Max Mara geta varla gengið framhjá Aline Vidal án þess að rekast inn í portið þar sem sýn- ingarsalurinn blasir við fannhvítur og forvitnilegur fyrir endanum. Innan hárra veggja á tveim til þremur hæðum hefur Sigurður Arni komið fyrir málverkum sínum af skífum á stilkum. Sumpart virk- ar mótífið eins og leikur, nánar til tekið lúdó, en sömuleiðis má skoða það sem sameindakerfi eða efna- fræðilega skýringarmynd. Flest verkin og jafnframt þau nýjustu sýna þessi kerfi líkt og horft væri ofan á þau. Að vísu eru eitt eða tvö verk af sama toga og þau sem Sig- urður Arni sýndi í Feneyjum síð- asta sumar. Þar er sjónarhornið mun lægra, grunnurinn málaður og skífurnar snöggtum stærri en í nýju myndunum. Nú svífa skífurnar og stilkarnir Nýjar plötur • TÍMINN líður heitir afmælis- plata Rangæingakórsins í Reykja- vík, en kórinn er 25 ára. Efni plöt- unnar er sótt í smiðju íslenskra laga- og ljóðahöfunda ásamt ís- lenskum þjóðlögum og hefur m.a. að geyma sönglög sem aldrei hafa verið gefin út áður á hljómdiski, segir í fréttatilkynningu. Það eru lög eins og Rangárþing eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og ný útsetning á lagi Torfa Ólafssonar, í musterinu, fyrir kór, einsöngv- ara, píanó og þverflautu. Einsöngvarar með kórnum eru Kjartan Olafsson, Gissur Páll Giss- urarson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Hólmfríður Sigurðardóttir leikur undir á píanó og Maríanna Más- dóttir leikur á þverflautu. Stjórn- andi Rangæingakórsins í Reykja- vík er Elín Ósk Óskarsdóttir. Útgefandi er Fermata. Hljóðrit- un fór fram í Fella- og Hólakirkju nú í vetur á vegum Halldórs Vík- ingssonar. Verð: 2.199 kr. að því er virðist yfir hörgráum fletinum eins og óreglulegt en staðlað mynstur því Sigurður Árni dregur fram skugga þeirra á ómál- uðum grunninum. Þessi sjónhverf- ing leysir myndefnið úr tengslum við grunninn svo það virkar nánast sem geimstöð svífandi yfir eyði- legri plánetu. Eitt hið merkilegasta við mál- verk Sigurðar Árna er hve einfalt það er, en flókið um leið. Blekking- in sem felst í skuggamynduninni er til marks um áhyggjuleysi lista- mannsins gagnvart gömlu kredd- unum sem héldu vöku fyrir abstraktkynslóðinni á sjötta ára- tugnum. Þá mátti ekkert sjást sem hugsanlega var reist á sýndar- grunni. Allt átti að vera konkret - hlutrænt - þótt menn stæðu löngu síðar frammi fyrir þeim rökum að list getur aldrei verið konkret, sökum þess að hún er aldrei prakt- ísk. Áþreifanleikanum er nefnilega ætíð ofaukið. Listsköpun er ætíð blekking og getur aldrei orðið ann- að, hversu þungt, traust og tröll- aukið sem listaverkið er. Meiri steinsteypa skapar ekki raunhæf- ari list heldur einungis þyngra verk í kílógrömmum talið. Verk Sigurðar Árna eru abstra- ktlist eftir tilkomu netveruleikans. Efnistökin eru naumhugul í merkingunni stöðluð og byggja með sínum hætti á þeim tilbúnu eigindum sem finna má í oplist sjötta og sjöunda áratugarins. Ef staðsetja ætti listamanninn í litrófi eftirmódernískrar listar má greina töluverðan skyldleika með Fyrirlest- ur um kirkjuna GEIR Waage, prestur í Reyk- holti, heldur fyrirlesturinn Reykholt og staðamál í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21 í safn- aðarsal Reykholtskirkju. Geir mun gera grein fyrir helstu dráttunum í þróun kirkjunnar frá einkakirkju goðaveldis til biskupakirkju síðmiðalda, en arfleifð hvors tveggja má finna í stofnunum íslensku þjóðkirkjunnar enn í dag. Hann mun greina frá helstu ágreiningsatriðum í þeirri deilu, sem kölluð er staðamál og rekja fáein brot úr sögu Reykholts og bera við þessi mál allt til dagsins í dag. Aðgangseyrir er 400 kr. Sigurði Árna og þeim Philip Taaffe, Christopher Wool og Peter Schuyff. I stað þess að forðast sjónhverfinguna - trompe l’il-eff- ektinn alræmda sem módernism- inn sór að afhjúpa og uppræta - vinnur Sigurður Árni með hana sem aukavídd andspænis fullkom- lega náttúrulegum gildum hins hráa striga. Ef til vill hefði Marcel heitinn Duchamp málað svona ef hann hefði þurft að afhjúpa alvöru abstraktlistarinnar. Halldór Björn Runólfsson Notaðar búvélar á kostakjörum Vissir þú að við eigum mikið úrval notaðra búvéla? Mikil verðlækkun. Hafið samband við sölumenn okkar sem fyrst. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 - Stmi 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577-www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is Þú kemst þangaö sem þig langar og getur gert þaö sem þú vilt á Trek, Gary Fischer og Klein hjólunum trá Erninum. Traustbyggö og vönduö hjól fyrir þá sem kalla ekki allt ömmu sína. Skeifunni 11 - Sími 588 9890 - Veffang orninn.is Opiökl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.