Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.05.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 41 LISTIR Eins og leikur einn t ... Ljósmynd/Halldór Bjöm Hluti af upphengi Sigurðar Arna í Galerie Aline Vidal í París. MYNDLIST Galerie Aline V i d a I, París, 6. hverfi MÁLVERK-SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Sýningu lokið. SIGURÐUR Árni Sigurðsson hefur óneitanlega vakið athygli fyrir nýjustu verk sín hjá Aline Vi- dal. Galleríið sem er staðsett í sjötta hverfi Parísar, númer 70 við Rue Bonaparte, er í hópi þeirra markverðustu á vinstri bakkanum. Þeir sem kaupa fötin sín hjá Cacharel og Max Mara geta varla gengið framhjá Aline Vidal án þess að rekast inn í portið þar sem sýn- ingarsalurinn blasir við fannhvítur og forvitnilegur fyrir endanum. Innan hárra veggja á tveim til þremur hæðum hefur Sigurður Arni komið fyrir málverkum sínum af skífum á stilkum. Sumpart virk- ar mótífið eins og leikur, nánar til tekið lúdó, en sömuleiðis má skoða það sem sameindakerfi eða efna- fræðilega skýringarmynd. Flest verkin og jafnframt þau nýjustu sýna þessi kerfi líkt og horft væri ofan á þau. Að vísu eru eitt eða tvö verk af sama toga og þau sem Sig- urður Arni sýndi í Feneyjum síð- asta sumar. Þar er sjónarhornið mun lægra, grunnurinn málaður og skífurnar snöggtum stærri en í nýju myndunum. Nú svífa skífurnar og stilkarnir Nýjar plötur • TÍMINN líður heitir afmælis- plata Rangæingakórsins í Reykja- vík, en kórinn er 25 ára. Efni plöt- unnar er sótt í smiðju íslenskra laga- og ljóðahöfunda ásamt ís- lenskum þjóðlögum og hefur m.a. að geyma sönglög sem aldrei hafa verið gefin út áður á hljómdiski, segir í fréttatilkynningu. Það eru lög eins og Rangárþing eftir Björgvin Þ. Valdimarsson og ný útsetning á lagi Torfa Ólafssonar, í musterinu, fyrir kór, einsöngv- ara, píanó og þverflautu. Einsöngvarar með kórnum eru Kjartan Olafsson, Gissur Páll Giss- urarson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Hólmfríður Sigurðardóttir leikur undir á píanó og Maríanna Más- dóttir leikur á þverflautu. Stjórn- andi Rangæingakórsins í Reykja- vík er Elín Ósk Óskarsdóttir. Útgefandi er Fermata. Hljóðrit- un fór fram í Fella- og Hólakirkju nú í vetur á vegum Halldórs Vík- ingssonar. Verð: 2.199 kr. að því er virðist yfir hörgráum fletinum eins og óreglulegt en staðlað mynstur því Sigurður Árni dregur fram skugga þeirra á ómál- uðum grunninum. Þessi sjónhverf- ing leysir myndefnið úr tengslum við grunninn svo það virkar nánast sem geimstöð svífandi yfir eyði- legri plánetu. Eitt hið merkilegasta við mál- verk Sigurðar Árna er hve einfalt það er, en flókið um leið. Blekking- in sem felst í skuggamynduninni er til marks um áhyggjuleysi lista- mannsins gagnvart gömlu kredd- unum sem héldu vöku fyrir abstraktkynslóðinni á sjötta ára- tugnum. Þá mátti ekkert sjást sem hugsanlega var reist á sýndar- grunni. Allt átti að vera konkret - hlutrænt - þótt menn stæðu löngu síðar frammi fyrir þeim rökum að list getur aldrei verið konkret, sökum þess að hún er aldrei prakt- ísk. Áþreifanleikanum er nefnilega ætíð ofaukið. Listsköpun er ætíð blekking og getur aldrei orðið ann- að, hversu þungt, traust og tröll- aukið sem listaverkið er. Meiri steinsteypa skapar ekki raunhæf- ari list heldur einungis þyngra verk í kílógrömmum talið. Verk Sigurðar Árna eru abstra- ktlist eftir tilkomu netveruleikans. Efnistökin eru naumhugul í merkingunni stöðluð og byggja með sínum hætti á þeim tilbúnu eigindum sem finna má í oplist sjötta og sjöunda áratugarins. Ef staðsetja ætti listamanninn í litrófi eftirmódernískrar listar má greina töluverðan skyldleika með Fyrirlest- ur um kirkjuna GEIR Waage, prestur í Reyk- holti, heldur fyrirlesturinn Reykholt og staðamál í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21 í safn- aðarsal Reykholtskirkju. Geir mun gera grein fyrir helstu dráttunum í þróun kirkjunnar frá einkakirkju goðaveldis til biskupakirkju síðmiðalda, en arfleifð hvors tveggja má finna í stofnunum íslensku þjóðkirkjunnar enn í dag. Hann mun greina frá helstu ágreiningsatriðum í þeirri deilu, sem kölluð er staðamál og rekja fáein brot úr sögu Reykholts og bera við þessi mál allt til dagsins í dag. Aðgangseyrir er 400 kr. Sigurði Árna og þeim Philip Taaffe, Christopher Wool og Peter Schuyff. I stað þess að forðast sjónhverfinguna - trompe l’il-eff- ektinn alræmda sem módernism- inn sór að afhjúpa og uppræta - vinnur Sigurður Árni með hana sem aukavídd andspænis fullkom- lega náttúrulegum gildum hins hráa striga. Ef til vill hefði Marcel heitinn Duchamp málað svona ef hann hefði þurft að afhjúpa alvöru abstraktlistarinnar. Halldór Björn Runólfsson Notaðar búvélar á kostakjörum Vissir þú að við eigum mikið úrval notaðra búvéla? Mikil verðlækkun. Hafið samband við sölumenn okkar sem fyrst. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 - Stmi 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577-www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is Þú kemst þangaö sem þig langar og getur gert þaö sem þú vilt á Trek, Gary Fischer og Klein hjólunum trá Erninum. Traustbyggö og vönduö hjól fyrir þá sem kalla ekki allt ömmu sína. Skeifunni 11 - Sími 588 9890 - Veffang orninn.is Opiökl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.