Skírnir - 01.01.1858, Blaðsíða 31
Danmörk.
FRÉTTIH.
33
mætti stein þenna í silfrs staö, í sápu og til glergjörfcar. Kol
finnast þar og í landinu; en þó eru mest auþæfi fólgin í hafinu.
Skotar og Englar senda þangab mörg skip ár hvert til selveifea og
hvala; þetta ár hafa Skotar sent þangaíi, svo menn viti, 49 skip,
og Englar 6, og var eitt þeirra gufuskip, 150 lesta aí) rúmi, 138
fet á lengd og 21 fet á breidd, og ætlufeu Englar aí> senda fleiri
slík á eptir. þannig er þessu variii: Frakkar og Hollendíngar senda
ár hvert mörg hundrufe fiskiskipa til Islands, og Skotar og Englar
senda einnig mörg skip í selveiSar og hvaladráp til Grænlands. Græn-
lendíngar voru 1855 alls 9,896 ab tölu; en á Vestreyjum voru
37,137 manns, þab er meJ Færeyjum samtals 55,684 manna.
Vér viljum geta eins viiburþar hér, þótt hann snerti eigi fremr
Dani en aferar þjófeir, en þab er, hversu peníngaekla varfe allt í
einu; lánstraustiþ brást, allir heimtuöu skuldir sínar, og svo uröu
endalokin þau, ab margir gátu eigi borga?), sumir urbu þrotrá&a,
en aferir urbu ab lúta skipta eignum sínum upp milli lánardrottna
sinna og gjaldheimtumanna, svo ab af öllu þessu varb mikib kaupmanna
hrun, verzlun öll hætti og verb á peníngum hækkabi. „En hvernig
getr nú stabib á því,” spyrja menn, aab penínga vantabi allt í einu,
ab enginn, ab kalla mátti, trúbi gömlurn og góbum skiptavini sínum
fyrir skuld sinni, og ab svo margir fóru á höfubib, er ábr þóttu
vellaubugir menn, og sem flestir vildu hafa sem mestu vib ab skipta,
og þóttust sælir, ef þeir máttu hneigja sig og beygja nibr ab jörbu
fyrir þeim, og standa álengdar glápandi meb hattinn undir hendinni
ebr fyrir aptan bakib, ef þeir höfbu eigi verib svo forsjálir ab snara
kúfnum einhverstabar afsíbis, í þeirri von, ab þeir kynni þó ab rnæta
kaupmanni: allt af einskærri undrun og langtsóttri lotníngu fyrir
ímyndubum aubi hans og margreyndum rembilátum? þab er eins
og himininn detti ofan í höfubib á mér — eba er þá allr þessi aubr
og dýrb ekkert annab en eintóm hróvatylla?”
Til þess ab leysa lir spurníngum þessum, verbum vér fyrst ab
athuga til hvers peníngar sé. Nú finnum vér, ab þab er engin
arbsvon af þeim meban þeir liggja á kistubotninum, og eigi eru
þeir heldr til ab bera þá á borb fyrir sjálfa sig ebr abra; þeir eru
til þess ab kaupa fvrir þá vinnu og varníng , í einu orbi: allt þab
3