Skírnir - 01.01.1858, Blaðsíða 23
Danmörk.
FRÉTTIK.
25
nú stund traustsins lifein. Mörg mó&gunaryrbi önnur komu fram á
þínginu gegn Dönum og stjórninni, og þab er svo ab sjá, sem kon-
úngsfulltrúinn hafi verib orbinn þeim svo vanr, ab hann hafi hætt
ab bera hönd fyrir höfub stjórninni, nema þá er fram úr hófi
keyrbi, enda átti hann eigi hægt meb ab vera tiltektasamr, því
Scheel-Plessen, forseti þíngsins, er Holseti réttr, en enginn hollvinr
Dana. Nú var gengib til atkvæba, fyrst um nibrlagsatribib í nefndar-
álitinu (sjá ab framan bls. 23.), og var þab samþykkt meb 46 at-
kvæbum gegn 2. Eptir þessari atkvæbagreibslu getr konúngr eigi
stabfest neitt af því, er gjörbist á þínginu, því enn þótt þíngib
samþykkti jafnframt þessu athugasemdir og breytíngar vib hverja
grein í frumvarpinu, þá getr þab eigi orbib ab lögum, meb því ab
í nibrlagsatribinu er sagt, ab þíngib álykti, ab láta „stöbu Holseta-
lands í alríkinu” standa fyrir samþykki sínu á frumvarpinu; stjórnin
getr því ab eins vinsab úr uppástúngum þíngsins, og lagt síban
málib fram aptr, þá er Holsetar eru búnir ab fá þann sess í alrík-
inu, sem þeim líkar, en þess er hætt vib lengi ab bíba. — Tvær
bænarskrár voru sendar konúngi, er hér þykir vert um ab geta;
önnur þeirra fór því fram, ab konúngr af tæki öll þau lög, er
Scheele rábgjafi hafbi sett, en Holsetar stefndu honum um (sjá
Skírni 1857, 27. bls.), ebr þá legbi þau fram á þíngi Holseta til
samþykktar, svo fljótt sem verba mætti. Hin bænarskráin laut ab
því, ab Holsetum væri skilab aptr 313,341 rd. 64} sk. af tillagi
sínu til almennra ríkisþarfa árib 18J j, þvi eptir fjárhagsreikníngn-
um væri þetta of borgab. 12. september var gengib af þíngi.
þess er ábr getib, ab stjóruin lofabi líka ab kvebja til þíngs í
Láenborg. þíng Láenborgarmanna stób í vor, og réb þá af meb
9 atkvæbum gegn 7 ab bera upp fyrir bandaþíng þjóbverja um-
kvörtun yfir því, ab réttindum þeirra væri misbobib meb alríkis-
skránni. Sá hét Zachariæ, er umkvörtunina bjó til, nafnkenndr
lögfræbíngr, og hefir þab orb leikib á, ab þetta rit hans væri berort
gegn Dönum. þó varb eigi af því í þab sinn, ab umkvörtunin
væri send, þvi nefnd sú, er þíngib kaus til ab sjá um hana, lét til
leibast, ab bæn eins nefndarmanna, ab leita fyrst konúngs og vita,
hvort hann vildi eigi bæta úr böli þeirra. Konúngr tók því vel,
og stjórnin danska sendi mann, Kardorff ab nafni, til ab semja vib