Skírnir - 01.01.1907, Page 12
12
Kveldræður.
en nú. Því ríkari sem sú hugsun verður, að þessir smáu
og varnarlitlu líkamir og þessar gljúpu sálir séu framtíð-
arvon mannkynsins, því fremur hlýtur alt það sem lýtur
að uppeldi og mentun að verða alisherjar áhugamál, svo
að þroskinn verði sem mestur, en sem fæst kulni út af
þessu ungviði, eða verði að kræklóttum hríslum. Senni-
lega munu menn komast á þá skoðun, að meðferð ung-
barna sé í rauninni það, sem ætti að vera mesta áhuga-
mál hverrar þjóðar. Þá er undirstaðan lögð, sem mestu
varðar. (Hallbjörn brosir).
Látum oss klykkja út í kvöld með þeirri ósk, að einnig
liér á landi verði farsællega starfað að því, að þessar
stjörnur lýsi, þegar stundir líða fram, yfir kynslóðum, sem
andlega og ekki síður líkamlega eru betri og beinvaxnari
en vér.
I nóvember 1906.
Helgi Pjetubsson.