Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 13

Skírnir - 01.01.1907, Page 13
Darwinskenning og framþróunarkenning. Umræður á fundi Hins franska heimspekisfélags 6. apríl 1905. í hugum margra manna nú á tímum er kenningin um úsjálfráða framþróun nátengd Danvinskenningunni. Og sé Darwinskenningin véfengd, verður það oft til að draga sjálfa framþróunarkenninguna í efa, eða gefa i skyn, að framþróun líftegundanna. stjórnist af ákveðnum tilgangi. En rannsóknir líffræðinganna um síðasta aldarfjórð- ung heimila aðrar skoðanir á framþróuninni, sem víkja meira eða minna frá kenningu Darwins, eða jafnvel hafna henni alveg. Ekki verður það framar véfengt, að lífsbaráttan, nátt- úruvalið og hvorttveggja í sameiningu skýra mjög margar þær breytingar sem lifandi verur hafa tekið. En kenning Darwins er ekki fólgin í þvíumlíkum staðhæfingum. Sú kenning (sem hann hefir aldrei haldið fram að væri ann- að en tilgáta, sem ef til vill kynni að hverfa úr vísind- unum) er fólgin í þeirri staðhæfingu, að u p p r u n i n ý r r a tegunda stafi af vali náttúrunnar, er spretti af lífs- baráttunni og komi einkum fram í því, að smábreytingar, scm einstaklingar taka af hendingu, safnist fyrir. En þar sem nú skoðanir Lamarcks eru lifnaðar á ný og hinar nýju rannsóknir De Vries á »stökkbreytingunum« (mutations) komnar fram, þá má véfengja allar þessar staðhæfingar. Það má efast um að náttúruvalið sé einkum sprottið af lífsbaráttunni;. að náttúruvalið eigi aðalþáttinn eða jafn- vel nokkurn þátt í uppruna líftegundanna; að breytingar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.