Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 15

Skírnir - 01.01.1907, Side 15
Darwinskenning og framþróunarkenning. 15 Eg ætla þá að sýna fram á, að hugsa má sér fram- þróunarkenningu sem að öllu eða nokkru leyti vísar Dai’- winskenningunni á bug. En fyrst verð eg að gjöra nokkr- ar skilgreiningar, af því að orðin framþróunarkenning og Darwinskenning eru oft látin hafa all-óákveðna merkingm 1. Framþróunarkenningu kalla eg þá líffræðis- kenningu er neitar því að líftegundirnar séu óbreytanlegar og, án þess að taka neinar guðfræðilegar tilgátur til greina, reynir að skýra hvernig hinar lægri tegundir hafa um- myndast í æðri tegundir. 2. Orðið framþróunarkenning læt eg merkja kenn- inguna um ósjálfráða framþróun (évolutionnisme m é c a n i s t e) en það er, nánar ákveðið, sú kenning um uppruna tegundanna sem gerir ekki ráð fyrir starfandi tilgangi, en leiðir hvert fyrirbrigði af sambandi þess við önnur fyrirbrigði, sem verið hafa eða eru enn, aldrei af því sem óorðið er. (Orðið mætti viðhafa í annari og þrengri merkingu; en í dag geri eg það ekki). Eg reyni að eins að skilgreina vísindalegar tilgátur;. það eru þær tilgátur er gera oss unt að skýra þekt fyrir- bi’igði, og eru þess eðlis, að leiða til nýrra athugana eða nýrrar reynslu; eg ætla ekki að staðhæfa blátt áfram neina af þessum tilgátum; og hins vegar ætla eg ekki heldur að koma fram með tilgátur sem að eins eru hugs- anlegar út í bláinn. Hver eru þá einkenni Darwinskenningarinnar? Fyrst og fremst markmið hennar. Hún vill skýra uppruna tegundanna. Að náttúrvalið og iífsbaráttan eigi sér stað, að þau starfi saman, og að þau valdi mörgum lífsbreytingum, það má telja óyggjandi nú á tímum. Og nauma-st verður það véfengt framar, að þessi atriði sér- staklega verði að gera skiljanlegt h v a r f sumra tegunda, og framkomu sumra a f b r i g ð a. En Darwinskenningin er ekki þar með greind frá öðrum. Aðalbók Darwins er rit hans um uppruna tegundanna. Hann leitast við að skýra þær afar-mikilvægu lífbreytingar sem valda því, að ný tegund kemur í ljós.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.