Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 16

Skírnir - 01.01.1907, Page 16
16 Darwinskenning og framþróunarkenning. Hvernig skýrir hann þær? Hann leiðir þær af nátt- úruvalinu, sem spretti af lífsbaráttunni og smám saman safni fyrir þeim breytingum sem verða á einstaklingum, svo sem af hendingu, og langoftast eru mjög litlar. Dar- winskenningin er því fólgin í sameiningu fjögurra grund- vallarhugmynda: 1. hugmyndinni um lífsbaráttuna; 2. hugmyndinni um náttúruvalið; 3. hugmyndinni um sór- eiginlegar breytingar, svo sem af hendingu; 4. hugmynd- inni um smábreytingar, hægfara og samfeldar breytingar. Að hafna einhverri þessara fjögurra hugmynda, það er að hafna Darwinskenningunni að nokkru leyti. Að hafna þeim öllum í senn, er sama sem að hafna Darwinskenn- ingunni alveg. En það má véfengja þær allar, og þær hafa allar verið véfengdar, án þess að vegur framþróunarkenningar- innar hafi að neinu orðið rainni. Þetta er fyrst og fremst fyrir þá sök, að kenning Lamarcks hefir fengið nýtt líf um siðastliðinn aldarfjórðung; og þar næst leiðir það af ritum þeim um »stökkbreytingar«, sem De Vries hefir gefið út fyrir nokkrum árum. A. Ný-LamarcMngar. — Kenningu Lamarcks eins og kenningu Darwins má liða sundur í ýmsar sjálfstæðar greinir. Þessar greinir taka eiginlega hver við af annari í þessari röð: 1. myndun nýrra tegunda er afleiðing af breytingum þeim er verða á eðli og efnum u m h v e r f- isins; 2. hún kemur af umbreytingum sem líkaminn tekur í lífi einstaklingsins fyrir áhrif breyting- anna sein á umhverfinu verða, og g a n g a þ æ r u m- b r e y t i n gar að erfðum frá einni kynslóð til annarar og safnast þannig fyrir; 3. þessar umbreytingar verða ýmist meðvitandi eða ómeð vitandi, meðvitandi hinum æðri dýrum, ómeðvitandi öðrum lifandi verum. Af því, sem nú er sagt, leiðir, að Lamarck telur tegundbreytingu sameiginlega (collective) frá upphafi, þar sem Darwin telur hana fyrst og fremst séreiginlega. Og háðir eiga þeir Lamarck og Darwin sammerkt i því, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.