Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 26

Skírnir - 01.01.1907, Page 26
26 Darwinskenning og framþróunarkenning. skapandi athöfn guðdómsins, en vér gætum haldið hug- myndinni um snöggan og sameiginlegan uppruna flestra tegunda, að minsta kosti hinna æðri, með því líka að all- erfitt virðist að skýra öðru vísi það sem fornlífsfræðin hefir leitt í ljós og Cuvier hafði fyrir sér, og er það jafn- satt nú og fyrir áttatíu árum. Eftir því hefði þá eigi að eins í lífi hverrar tegundar út af fyrir sig, eins og De Vries hyggur, heldur og í gjörvallri sögu gróðrarlífsins og dýralífsins verið umskifta eða byltinga tímabil, en á und- an þeim og eftir langur aldur, er tegundirnar héldust nálega óbreyttar að eðli og tölu. Og væri þá auðvitað ástæðulaust að taka til greina hugmyndina um náttúru- val, bundið við ákveðna tegund á tilteknu tímabili, eins og De Vries þykist enn geta gjört í kenningu sinni um stökkbreytingar. Jarðbyltingarnar teldum vér ekki eins og Cuvier blátt áfram samtímis framkomu nýrra tegunda, svo sem samferða afleiðingu einnar og sömu yfirnáttúr- legrar orsakar, heldur teldum vér þær einmitt orsökina til lífsbreytinganna; vér teldum breytingarnar á hinum lifandi verum afleiðingar af stórfeldum og snöggum breyt- ingum á eðli og efnum umhverfisins, breytingum sem valdið hefðu tortímingu allmargra lifandi tegunda og breytt stórkostlega meginþorra þeirra sem af komust. Þessar byltingar umhverfisins, aðgreindar af mjög löngum tíma- bilum, er efni þess og eðli breyttist að eins lit.ið eitt, mætti hins vegar skýra samkvæmt almennum lögum eðlis- fræðinnar og efnafræðinnar; þær svöruðu til umskifta þeirra sem jarðhnötturinn hefir tekið við og við á fram- þróunarskeiði sínu og ættu sér orsakir annað hvort innan jarðar eða jafnvel utan jarðar, t. d. í ástandi sólarinnar. I samband við slíka tilgátu mætti meðal annars setja hina nýju kenningu Arrhéniusar um breytingar jarðhitans, en af þeirri kenningu mátti hann fyrir sjá niðurstöðuna af athugunum Nordenskiölds á horfnum gróðri og dýralífi, sem menjar eru af í nánd við suðurheimskautið. Ef vér nú sameinuðum þessar tvær tilgátur, er eg nú hefi skýrt frá, Weissmanns-Lamarcks-kenninguna og Cuviers-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.