Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 31

Skírnir - 01.01.1907, Page 31
Darwinskenning og framþróunarkenning. 31 fræðistákna þeirra sem eðlisfræðingar og rúmfræðingar hafa hugsað upp og hugsunarhátturinn sem þau frá barn- æsku innræta flestum vísindamönnum hafa verið svo rik í sessi enn í dag, að menn hafa ekki þózt getað skapað stærðfræðilega efnafræði í likingu við stærðfræðilega eðlis- fræði nema með því að rannsaka sundurleysingar efnanna og ganga fram hjá aðalúrlausnarefninu, en það er efna- samruninn. A hinn bóginn hafa áhugamál og hleypidómar hinnar sigrandi borgarastéttar í lok 18. aldar og byrjun 19. aldar ekki síður stuðlað að því að festa hugmyndina um sam- felda framþróun i hugum manna. Borgarastéttin, sem óttaðist snöggar breytingar, byltingar, gjörðist íhaldssöm og hóf þær skoðanir sem stéttarhagsmunirnir blésu henni í brjóst upp í veldi óyggjandi sanninda; hún varp skugga hleypidóma sinna yfir alheiminn sjálfan og lét hátíðlega í ljósi, að í mannlífinu og náttúrunni sjálfri væru þær einar breytingar til frambúðar er yrðu hægt og smám saman. Ahrifin sem félagshugsjónir borgarastéttarinnar hafa haft á líffræðiskenningarnar, eru augljós um mikilhæfustu and- ans skörunga. Það má t. d. sjá að óbeit burgeissins á óreglu og byltingum hefir átt drjúgan þátt í því að festa huga Goethes við þessa kenningu um samfeldar breyt- ingar, sem leiðir hann til að taka kenningar Neptuninga fram yfir kenningu Plútoninga og að leita að milliliðum, svo að hægt væri að skipa myndum dýra og jurta í óslitnar raðir. Sérstaklega væri það auðvelt að tilfæra sams konar dæmi frá Englandi; eg læt mér nægja að minna á Spencer. Og trúin á það að breytingar félags- lífsins, og þá jafnframt allar aðrar breytingar, væru sam- feldar, var hvergi almennari en í hinu andlega umhverfi er Lyell og Darwin uxu upp í. Hvort sem nú Darwinskenningin er eða er ekki annað en glæsilegt samsafn rangra skoðana, þá má ef til vill gjöra sér þessa grein fyrir uppruna hennar. Hins vegar er það ósannað enn, að hún sé ekki annað en áhrifamesta skáldsaga vísindanna. Og hvernig sem fer, þá er það'

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.