Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 33

Skírnir - 01.01.1907, Page 33
Ég korn að Felli — Ég kom að Felli í fyrra á ferð, — það var liðið á daginn. Og skuggarnir léku sér þar í þröng, en þorðu’ ekki að koma’ inn í bæinn. I ljá sá ég heyið þar liggja, ljómandi, iðgræna töðu: hana vantaði hér um bil þrjá daga þurk og þá var hún komin i hlöðu. Þau fengu’ hana’ inn fjórða daginn, — og föst eru húsbónda-tökin, hann bindur aleinn heyið sitt, hún tekur baggarökin. Og heyið sæta þau saman og svo líður fram til nætur. Þá hlaða þau úr í hlöðunni — þegar húmið er komið á fætur. Ég kom að Felli í fyrra. — Ég fór þangað líka’ um daginn: og þá skein sólin svo þýðlega heim, en þorði’ ekki að koma’ inn í bæinn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.