Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 35

Skírnir - 01.01.1907, Side 35
Rembrandt. í tilefni af 300 ára afmæli hans. I. Það heflr leikið efi á hvaða dag og jafnvel hvaða ár Rembrandt sé fæddur, og enn þá er ekki fengin full vissa fyrir hinu rétta. En samt þykir liklegast, að hann sé fæddur 15. d. júlhn. 1606, og þess vegna voru í sumar sem leið hátíðahöld víða á Hollandi í tilefni af 300 ára afmæli hans. Höfundur þessara lína hafði tækifæri til að vera við hátíðahöldin í Amsterdam, Leiden og Hoorn, en hér yrði cf langt mál að lýsa þeim út í æsar, og skal þess að eins getið, að í Leiden, fæðingarborg hins fræga málara, byrjaði hátíðin með því, að ekkjudrotningin afhjúpaði minnisvarða meistarans. Minnisvarði þessi er reistur skamt þaðan, sem mylna föður hans stóð; er hann brjóstmynd af Rembrandt úr eirblending, og stendur á granítstöpli. í Amsterdam stóð Rembrandtshátíðin í tvo daga. I skrautgöngu fóru menn fyrsta daginn til W e s t e r k e r k, þar sem Rembrandt er grafinn, og seinni daginn til Rembrandtsplein, þar sem honum þegar fyrir mörgum árum var reistur minnisvarði. En auk þess var minningu hans sómi sýndur með því, að háskólinn í Am- sterdam á afmælisdag hans gjörði að heiðursdoktorum þá 5 menn, sem mest og bezt hafa unnið að því, að varpa ljósi yfir æfiferil hans og lífsstarf, og um einn af þessum 3*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.