Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 38

Skírnir - 01.01.1907, Page 38
88 Rembrandt. þríhyrnt opið svæði milli síkja. Þar var áður eitt af aðalborgarhliðum Leidens, er »Witteport« hét. Vinstra megin við það var stutt stræti, »Weddesteg», og í þriðja húsinu í því stræti fæddist Rembrandt. Húsið hefir staðið á fallegum og sveitarlegum stað og þaðan verið ljómandi fallegt útsýni. A aðra hönd — hinum megin við síkið og borgarmúrinn — sáust iðgræn engi svo langt sem augað eygði, en til hinnar handar áin, sem ótal skip sigldu eftir. Beint á móti húsinu snerust vængir tveggja vindmylna, sem í óða önn möluðu malt i bjórinn handa stúdentunum. Aðra mylnuna átti faðir Rembrandts, Hermann eða Harmen Gerritszoon, til helminga við stjúpa sinn, og af því hún lá við kvísl af Rín, tók hann upp viðurnefnið : v a n R i j n. Harmen Gerritszoon (stytt: Gerritsz) var efnaður og velmetinn maður. Auk hússins við Weddesteg og myln- unnar átti hann nokkur önnur hús í bænum og stóra kálgarða utanborgar. Hann hafði kvænst 8. d. októberm. 1589 Corneliu (Neeltje) Willemsdocliter, og var hún mesta sæmdarkona, og ól upp börn sín í guðsótta og góðum siðum. Alls áttu þau hjónin 6 börn, en Rembrandt var hið fimta í röðinni, og fæddist að öllum líkindum 15. d. júlím. 1606. Skírnarnafnið Rembrandt er óvanalegt, og þvi engin nauðsyn á að auðkenna hinn nafnfræga mann með föðurnafni, en fyrst framan af var hann kall- aður Rembrandt Harmenszoon eða Harmensz van Rijn. Fangamarkið á myndum hans er ýmist R. II. L. (Leidensis), stundum bætir hann við »van Rijn«. Þó að ekkert viti menn um bernskuár Rembrandts, má samt af öllu ráða, að hann hafi átt gott lieiniili. Faðir hans vnr, eins og fyr um getið, efnaður og mikils- metinn borgari, móðir hans var góð og guðhrædd kona, sem sjálfsagt hefir átt mikinn þátt í live Rembrandt var vei að sér í biblíuuni. Sonur þeirra hefir dregið upp margar myndir af I'oreldrum simr.n, cinkum af móður sinni, og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.