Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Síða 39

Skírnir - 01.01.1907, Síða 39
Rembrandt. 39 bera myndirnar með sér, að þær eru gjörðar ekki ein- ungis af mikilli snild, heldur og af mikilli ást, enda unni Rembrandt móður sinni af öllu hjarta og hefir sjálfsagt verið líkari henni en föður sínum. Þrír eldri bræður hans voru uppalnir sem óbreyttir almúgamenn, sjálfur var hann settur til bóknáms: »svo að hann, þegar hann yrði fullorðinn, gæti með kunnáttu sinni orðið borg sinni og ríki að gagni«. Hann var látinn í latínuskóla til að undirbúa sig undir nám við háskólann í fæðingarborg sinni, og svo langt komst hann, að verða stúdent og vera tekinn inn á há- skólann 25. d. maim. 1620. En honum þótti meira gaman að myndum Lucasar frá Leiden, en að skáldskap Virgils og Ovids; leyfðu foreldrar hans honum því að hætta við bóknámið og leggja stund á pentlistina. Um leið og Holland kastaði af sór oki spænskrar kúgunar fæddist ný og merkileg list í landinu. í þessu nýja, frjálsa landi, sem hvorki kirkjan né konungsvaldið þjáði, varð listin einnig frjáls, þjóðleg og sjálfstæð. Hollenzkir málarar á 17. öldinni máluðu hvorki altaris- töflur né furstamyndir, ekki reyndu þeir heldur að halda á lofti afreksverkum sinum í hinni nýafstöðnu frelsisbar- áttu, nei, það voru viðburðir úr daglega lífinu og einkum og sér í lagi andlitsmyndir, sem þeir máluðu. Skörulegir borgarstjórar, duglegir embættismenn og ríkir borgarar létu gjöra myndir af sér og konum sínum, það var beinlínis tízka á þeim tíma. Ekkert land hefir í senn átt svo marga góða listamenn sem Holland á 17. öldinni. Jafnvel í smáborgum Hollands voru pentarafélög, hin svo nefndu Lúkasargildi, af því að guðspjallamaður- inn Lúkas að sögn á að hafa verið pentari. Frakki nokkur, sem ferðaðist um Holland árið 1651, kemst svo að orði, »Jeg held ekki að neinstaðar séu svo margir góðir málarar sem hér; í hverju húsi sjást fallegar myndir og engin borgari er svo fátækur, að ekki sö heim- ili hans prýtt málverkum«.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.