Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 43

Skírnir - 01.01.1907, Page 43
Rembrandt. 43 En þegar Rembrandt málar, þá eru það ekki að eins hinir ytri andlitsdrættir, heldur skín sálin út úraugunum, út úr brosinu, út úr öllum svipnum. Og Saskia er yndisleg á myndinni, þrátt fyrir bólurn- ar og skarðið. Hún var eins hugfangin af málaranum og hann af henni, og ekki þurfti nema samþykki fjárhalds- mannsins til að þau gætu gengið að eigast. Fjárhaldsmaður Saskiu var prestur nokkur í Amster- dam, sem var kvæntur frænku hennar, og hjá þeim bjó hún. Hún var af mjög góðum ættum og þar að auki rík, svo það var heldur álitlegt kvonfang fyrir malarasoninn. En ekki voru nein vandkvæði á að hann fengi hana, því hann var þegar frægur, þó að hann að eins hefði sex um tvítugt. Þau gátu samt ekki gifzt undir eins; fyrst var beðið eftir að Saskia yrði myndug, því næst dó ein systir henn- ar, og þau urðu nú að bíða þangað til sorgarárið var á enda. Rembrandt fanst veturinn 1633—34 langur, því Saskia dvaldi þann vetur heima á Fríslandi hjá annari systur, Hiskiu, sem vér þekkjum af myndum Rembrandts. En loksins kom vorið, sólin og Saskia. Giftingardag sinn hefir Rembrandt án efa talið ham- ingumestan dag á æfi sinni, og það er einhver dillandi gleði i línum þeim, er hann ritar undir yndislega fnynd af Saskiu, sem hann hefir dregið á pappírssnepil og nú er gevmd á málverkasafninu i Berlin. »Dit is naer mijn huysfrou geconterfeit do sij 21 jaer oud was den derden dach als wij getrouden waren. Den 8. junys 1633« *). En undarlegt virðist það, að í þessum fáu línum séu þrjár miklar villur. Saskia var 22 ára þegar hún giftist og það var ekki 8. heldur 20. júní að brúðkaupið var haldið, og loksins var það ekki 1633, heldur 1634. *) “Þetta er mynd at konu niinni þegar hún var 21 árs gömul á þriðja degi eftir giftingu okkar 8. d. júním. 1033“.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.