Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 45

Skírnir - 01.01.1907, Page 45
Rembrandt. 45 Það er ekki að sjá að deilur þær og málaferli, sem liann átti í við frændur konu sinnar út úr arfi hennar, hafi truflað samkomulag þeirra hjóna. Þau voru sem ■einn maður og Rembrandt þótti meira fyrir þegar lagt var ilt til konu hans, heldur en þó að honum sjálfum væri hallmælt. Frændur hennar báru það sem sé út um hana, að hún væri hégómagjörn og hefði þegar eytt öllutn arfin- um í skart og dýrgripi, og varð Rembrandt svo reiður, að hann fór í inál út úr þessum ummælum. En vera má að Rembrandt hafi fallið þetta svona illa af þvi, að nokkuð var satt í þvi. En ekki fóru peningarnir einungis í föt og men á Saskiu. Rembrandt jós þeim út með báðum höndum. Dani nokkur, Bernhard Keilh að nafni, sem var lærisveinn hans, segir frá, að Rembrandt hafi verið á öll- um uppboðum þar sem seld voru listaverk, fagrir munir eða forngripir. Bauð hann þá undir eins svo hátt verð i þá að engum datt í hug að bjóða á móti og sagðist hann gjöra það, ekki einungis til að eignast hlutinn, heldur og af virðingu fyrir listinni. Fyrstu hjúskaparárin flyktust menn til hans til að láta hann gjöra af sér myndir, og fékk hann frá 800—1000 kr. fyrir hverja mynd, en smám saman fór að draga úr aðsókninni. Að svo miklu leyti, sem séð verður, málaði hann einungis fjórar andlitsmyndir árið 1637, tvær árið 1638 o. s. frv. Himininn er ekki lengur skýjalaus og alt af sortnar rneir og meir. Börnin hans deyja jafnóðum og þau fæð- ast og Saskia er ekki lengur eins og hraust og brosleit og hún var, er hann fékk hennar. 1640 deyr móðir hans, sem honum þótti svo fjarska vænt um, og tveimur árum („Chi non ama il yino, la donna e il canto, un pazzo egli sara e non un santo“). A islenzku er hún á þessa leið: Sá sem aldrei elskar vín, óð né fagran svanna, hann er alla æfi sin andstygð góðra manna. J. Th.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.