Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 54

Skírnir - 01.01.1907, Page 54
Eftir kristnitökuna, Landsstjórn íslands og kirkja frá ÍOOO til 1150. Saga lands yors á þessu tímabili virðist að vissu leyti vera enn nokkuð óljós og skoðanir vorra helztu fræði- manna mismunandi. Þess er og öll von, því að þótt meg- inið af fornsögum vorum mynduðust manna á milli ein- mitt á þessu tímabili, urðu fáar sögur til um það er gerð- ist á þessum tíma; hávaðinn af hinum gerðust fyrir kristni- tökuna eða rétt á eftir; er vant að miða enda þeirra, sem lengst ganga fram, við 1030 (dauðaár Skafta lögsögumanns og Olafs helga, söguöldina). Hinar dreifðu frásagnir, er vér höfum um sagnamyndunartímann sjálfan, ætlum vér að alt hafi verið ritað eftir 1150 nema Islendingabók Ara (f 1148), en alt annað síðar, svo sem endir Ljósvetningasögu, Bandamannas., öikofraþáttur, saga Þorgils og Hafiiða, svo og sögur hinna elztu biskupa. Og þetta er þó kjarni *gullaklar'< vorrar! Því þó að hin helztu listaverk vorra fornu bókmenta væri eigi sam- in fyrri en á 13. öldinni, verðskuldar þetta tímabil frem- ur öllum öðrum að heita gullöid íslands. En hver er, eða hvaðan stafar þá misskilningurinn ? Sá sem þetta ritar ætlar, að hinar skiftu skoðanir — eða máske réttara sagt: ónógu skýringar á rökum og tildrögum þessarar gullaldar stafi af tvennu: ófullkomnum heimildum og fastskorðuð- um skoðunum, sem ekki hafa verið nægilega rökstuddar. Samt sem áður má yfirleitt gefa vorum núlifandi sagna- fræðingum þökk og heiður fyrir það, sem út er komið af

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.