Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Síða 72

Skírnir - 01.01.1907, Síða 72
72 Kormakur og Steingerður. þegar hún stóð á þreskildinum, og hann segir að þrá sín til hennar muni ekki eldast meðan hanu lifi. Og aðra vísu kveður hann um brámánann, sem skein á hann af ljósum brúnahimni, — um hvarma- tunglsgeislann, sem verði þeim báðum að böli. — Tósti mœlti; J>Stars/n gerist hún á þig«. Og Kormakur kvað um það, að hún hefði ekki af honum augun. Hann segir að hún verði sór minnis- stæð, eins og hún stóð þarna hjá Hagbarðshöfðinu og horfði á hann. Nú ganga þær í skálann og setjast niður. Kormakur heyrir hvað þær tala til yfirlita hans. Ambáttin kvað Kormak vera svartan og Ijótan. Steingerður kvað hann vænan og að öllu sem bezt, »þó’ að eitt er lýti á, hárið er sveipt í enninu«. Kormakur kveður um það vísu og segir að þessari stúlku verði hann að kynnast betur. Ambáttin mæiti: »Svört eru augun, systir, og samir það eigi vel«. Þetta heyrir Kormakur og kvað vísu : Víst hafi hann svört augu og dökt hár, og fölleitur sé hann; en hann hafi þó stundum komið sór eins vel við stúlkurnar og þeir sem fegri séu, því hann kunni tökin á þeim. Þeir voru nú þarna um nóttina. Um morguninn er Kormak- ur reis upp, gekk hann til vatnkakka og þó sér; síðan gekk hann til stofu og sá þar engan mann og heyrði mannamál í innri stofu og snýr þangað; þar var Steingerður og konur hjá henni. Am- báttin mælti til Steingerðar : »Hér fer nú hinn væni maður, Stein- gerður«. Hún segir : »Víst er hann vasklegur maður«. Stein- gerður kembdi sér; Kormakur mælti: »Viltu ljá mór?« Steingerður rótti til hans; hún var hærð kvenna bezt. Ambáttin mælti : »Þó mundir þú miklu kaupa, að kona þín hefði slíkt hár sem Steingerður eða slík augu«. Kormakur kvað vísu. Hann segist meta annað augað í umgjörðinni björtu þriggja hundraða, og hárið sem hún greiði —- fimm hundraða. Húti verði dýr. — Ambáttin mælti: »Jafnaðarþokki er með ykkur, en þó muntu dýrt meta hana alla«. Og Kormakur kvað um það vísu. Hann segist meta þessa mey, sem verði honum að grartdi, á við alt Island, Danmörk, England, Irland og Húnaland. — Fleiri lönd mundi hann ekki í svipinn úr landafræðinni sinni. Tósti kom þar og bað Kormak gá nokkurs. Kormakur kvað vísu. Hann segir að Tósti skuli taka hestinu sinn góða og þeysa á honurn upp um hejðarnar. Hann geti slegið í hann. Sér þyki þægilegra að skrafa við Steingerði, en að elta mórauða sauði um afróttu. Vísan er svona :
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.