Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 73

Skírnir - 01.01.1907, Side 73
Kormakur og Steingerður. 73 Léttfæran skalt láta — ljóst vendi mar Tósti — móðan of miklar heiðar minn hest und þér rinna; makara’s mér at mæla en mórauða sauði um afréttu elta orð mart við Steingerði. Tósti kvað honum það mundu þykja skemtilegra. Fer hann, en Kormakur situr að tafli og skemti sér. Steingerður kvað honum betur orð liggja en frá var sagt. Sat hann þar um daginn. — Tósti kemur af fjalli og fara þeir heim. Eftir þetta venur Kor- makur komur sínar í Gnúpsdai að hitta Steingerði, og bað móður sína að gera sér góð klæði, að Steingerði mætti sem bezt á hann lftast. Dalla, móðir hans, kvað mannamun mikinn, og þó eigi víst að til yndis yrði, ef þetta vissi Þorkell í Tungu. Þorkell spyr nú brátt hvað um er að vera og þykir sér horfa til óvirðingar og dóttur sinni, ef Kormakuv vill þetta eigi meir festa; sendir eftir Steingerði og fer hún heim. Kormakur lætur sér ekki bilt verða og venur nú komur sínar í Tungu. Þar verður hann að eiga í höggi við menn, sem Þorkell setur út til að glettast við hann og veita honum fyrisát. Lætur hann þá fjúka í kviðlingum og fer sínu fram. Einu sinni lokar Þorkell dóttur sína inni í útibúri, en Kormakur brýtur það upp og sezt á tal við Steingerði. Þegar hann fer heim um kvöldið lætur Þorkell þrjá rnenn veita honum fyrirsát; Kormakur fellir tvo þeirra — þeir voru bræður — en Þorkell kemst ekki til hjálpar þeim, því Steingerður tekur hann höndum. —• Þórveigu móður þeirra bræðra rekur Kormakur síðan úr sveitinni. Hún kveðst skuli launa honum með því, að aldrei skuli hann Steingerðar njóta. Kormakur segir : j>Því muntu ekki ráða, hin vonda kerlingc Síðan fer Kormakur að finna Steingerði jafnt sem áður, og eitt sinn er þau tala um þessa atburði, lætur hún ekki illa yfir. Kormakur kvað þá vísu og sagði að fyr sKyldu allar þjóðár renna upp í móti en hann hafni hetini. »Mæl þú eigi svo mikið um«, segir Steingerður, »margt rná því bregða«. En Kormakur byrjar aðra vísu og spyr hana Itvern hún mundi kjósa sér að manni. Steingerður botnar vísuna. Hann segist hún vilja, ef goðin og ör- lögin væru sér góð. Kormakur segir: »Nú kaustu sem vera ætti;

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.