Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 81

Skírnir - 01.01.1907, Page 81
Kormakur og Steingerður. 81 Og Steingerður. — Konan, sem undir eins verður stars/nt á skáldið, fölleita með svörtu augun ; konan, sem vill sjá sjálfa sig í Ijóðum hans, dregst að honum af duldri þrá eins og hálfkveðinni vísu, sem kitlar eyrað og bendir inn í n/ja heima; konan, sem er ung og hraust og sterk—• getur haldið karli föður sínum föstum ef hún vill — og lætur sér því ekki lynda ljóðin ein ; konan, sem vill heldur verkin en orðin og biður tröll hafa þann mann sem kveður um hana ódauðleg ljóð — hinum megin við bríkina; kon- an, sem hrindir skáldinu frá sér, en dregst að honum aftur eins og óráðinni gátu; konan, sem st/rir á flatt skip hans og hvolfir því, en drekkur með honum tvímenning að kvöldi ; konan, sem kyssir nauðug og þó viljug; konan, sem að lokum bregður blæju hálf- kæringsins yfir sviknar vonir — og fer heim með bónda sínum. — Kormakur og Steingerður lifa enn ! Guðm. Finnbogason. 6

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.